Hollendingar, Finnur Ingólfsson og hamingjusamir Íslendingar

Hollendingar virðast ætla að vera pirrandi fyrir íslendinga. Þeir klúðra málum í sínum heimalandi en treysta á íslenska skattgreiðendur til þess að leiðrétta ruglið. Þetta á við um Icesave rétt eins og hollenska glæpamenn sem leita skjóls í landinu.

Framsóknarflokkurinn er að þurrkast út í borginni og ætla má að það tengist þrálátum orðrómi um að Finnur Ingólfsson kosti prófkjörsbaráttu fyrir leppa í flokknum og noti borgarfulltrúa flokksins til þess að herða ítök í orkuauðlindum, t.d HS-orku. 

Nú fara sögur af því að Íslendingar séu hamingjusamastir þjóða þrátt fyrir bankahrun, raðir í screen-shot-2010-05-18-at-7_32_11-am_300x200.pngmatargjafir, atvinnuleysi og skuldaánauð.  Þetta vekur undrun erlendra sérfræðinga en mér dettur helst í hug að skýringin sé sú að íslendingar séu haldnir slíkum þrælsótta að þeir þori ekki einu sinni að svara heiðarlega í skoðanakönnunum. 

Niðurstöður skoðanakönnunar um fylgi flokka vekur þó vonir í brjósti mér að bræður mínir og systur hyggist andmæla sóðaskapnum og lágkúrunni sem viðgengst í stjórnmálum.


mbl.is Víðtæk lögregluaðgerð
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einhver Ágúst

Getur ekki verið að það hafi bara alltqaf verið óeðlilegt að flokkur sem er stofnaður um sérhagsmuni bænda hafi 10% fylgi í Reykjavík og verði alltaf valdamestur?

Þrælsóttann er ekki að finna hjá okkur í Besta flokknum og reiðin er víðs fjarri, gleði og glaumur hljóma þar veggja á milli og við erum svo sannarlega sjálbært framboð þarsem við njótum sáralítilla sem engra styrkja. Hvað þarf að spyrja okkur um meira í fjármálastjórnun og rekstri?

Bestu kveðjur Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins

Einhver Ágúst, 18.5.2010 kl. 12:18

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.  Ætli við fáum ekki kröfu frá hollenskum stjórnvöldum um að við eigum líka að gefa restinni af hollensku þjóðinni að éta, fyrst að þessum þarna á Seyðisfirði.

Það má ekki mismuna segja Samfylkingarmenn og því hljóta þeir ljúflega að senda hverjum og einum Hollending matarmiða frá íslenska ríkinu.

En kýrhausinn er ekki svo skrýtinn að fólk sætti sig við nýjustu svikin.  

Flótti er brostinn á í röðum sveitarstjórnarmanna og þeir kannast ekki við flokka sína og gjörðir þeirra, eða þá hreinlega skamma ráðherra fyrir að uppljóstra áform sín fyrir kosningar.  Þeir skynja undirölduna og óttast afhroð.

Og svei mér þá, ég er kominn í 180 gráður, Besti flokkurinn batnar með hverjum deginum.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 18.5.2010 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband