Bendi á frábæran pistil

Einstaka sinnum birtast pistlar á blogginu sem taka má beint í æð. Ég vil benda á skemmtilegan pistil Árna Gunnarssonar sem deilir með okkur áhyggjum sínum af vitsmunaskorti í íslenskum stjórnmálum og segir m.a.:

Er ekki hægt að finna eitthvert ráð til að velja pólitíska og jafnframt hættulausa forystu?

Mér dettur í hug einhverskonar söfnunarsjóður pólitískra vitsmuna. Þar gæti fólk sótt um aðild og lagt inn staðfestan vitnisburð um að hafa ítrekað og um nokkurt árabil staðist próf í eðlilegum viðbrögðum við aðsteðjandi verkefnum.

Þegar þessi persóna hygðist sækja um pólitískt forystustarf kæmi saman nefnd sem skoðaði hvort viðkomandi einstaklingur væri kannski "normal" og hættulaus fyrir þjóðina í eitt ár svona til prufu.

Það er nefnilega nóg komið af pólitískri heimsku og lýðræðisofbeldi á Íslandi.

Ég er farinn að óttast þessa heimsfrægð og vil að henni ljúki sem allra fyrst. 

 


mbl.is Máli Sigurðar vísað frá
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband