Leppar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gera aðsúg að Lilju

Steingrímur Joð, Björn Valur og Árni Þór standa sem einn maður í hlýðni sinni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.

Klíkufélagarnir þeir Steingrímur, Árni Þór og Björn Valur hafa haft forystu um að fylgja stefnu sem felur í sér einkavæðingu banka, sölu náttúruauðlinda til erlendra fjárglæframanna, byggingu stóriðju og svo mætti lengi telja. 

Þeir hafa reynst Alþjóðagjaldeyrissjóðnum auðveldir í taumi. Lilja lætur hins vegar ekki teyma sig og það fer í taugarnar á þessum drengjum. 

Það þarf kjark til þess að vera Lilja innan um þessa menn.


mbl.is Þarf kjark til að stoppa í gatið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Munurinn á Llju og þessum mönnum er hún hefur bakgrunn til að skilja alvöru málsins. Hún hefur menntun, reynslu og greind til þess að hugsa sjálfstætt. Hún hefur einnig þor til að fara á móti straumnum einfaldlega vegna þess að hún veit hvað hún er að gera.

Formaðurinn sem drepur tittlinga í gríð og erg er hins vegar gjörsamlega lens.

Anna María (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 23:22

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þó grunar mig, að innan ekki svo langs tíma, þá vilji margur maðurinn Lilju kveðið hafa.  

Ef Besti flokkurinn tekur Reykjavík, þá verður algjör upplausn hjá stjórnmálastéttinni.  Og þeir sem vanmátu andófið, hengdir upp í næsta tré.  

Og eina von fjórflokksins verður þá skynsamt fólk eins og Lilja.

Þess vegna veðja ég á Besta flokkinn.  Hlakka til að sjá Harikari að fornum japönskum sið.  

Eftir Magma ránið þá er fjórflokkurinn endanlega ærulaus í mínum huga.  

Hann hefur ekkert lært.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 24.5.2010 kl. 23:33

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það verður spennandi að sjá hver framþróunin verður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.5.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Elle_

Algerlega Jakobína eins og ég vildi sagt hafa og nákvæmlega þeir 3 stórhættulegu: Árni Þór, Björn Valur og Steingrímur Jóhann.   VG verður að losa sig við þessa 3 hættulegu stjórnmálamenn. 

Elle_, 25.5.2010 kl. 00:33

5 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Lilja er að standa sig. Hef áhyggjur af því hvað frændi minn Steingrímur er auðsveypur fyrir völdin í boði AGS. Hélt það væri meira spunnið í hann.

Ævar Rafn Kjartansson, 25.5.2010 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband