Sjálfstæðisflokkurinn er búin að tjalda í götunni hjá mér!

Þetta er búin að vera viðburðaríkur dagur hjá mér. Ég heimsótti kosningaskrifstofu VG og sá að það var búið að henda mér út af framboðslistanum fyrir borgarstjórnarkosningar. Mér var sagt að ég færi í taugarnar á Steingrími Jóhanni.

Síðan fór ég og heimsótti kosningaskrifstofu Besta flokksins en þar var enginn sem gat ekki horft í augun á mér enda hefur Besti flokkurinn ekki keyrt sína baráttu með rætinni umræðu og kjaftagangi um keppinauta.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur tjaldað í nágrenni við mig. Kannski vonast þeir til þess að ég gangi í flokkinn.

Ég er félagi í Borgarahreyfingunni, Vinstri grænum, Frjálslyndum, Samfylkingunni og Fullveldishreyfingunni og ég er líka á póstlista hjá Hreyfingunni. 

Sumum finnst ég vera mjög pólitísk en mér finnst ég eiginlega bara hafa skoðanir. 

Náttúruauðlindirnar eiga að vera í eigu þjóðarinnar

Það á að afnema heimild á framsali á kvóta eða tilfærslu á milli ára

Það á að setja löggjöf sem tryggir eðlilega samkeppni í viðskiptum

Það á ekki að skuldsetja ríkissjóð til þess að borga tap erlendra aðila á hruninu

Það á að senda AGS heim til sín

Það á ekki að færa tap bankanna inn á heimili landsins

Að þessu sögðu þá tel ég að stjórnmálaskoðanir mínar fari ekki saman við stefnu neinna af fjór- flokkunum. 

 


mbl.is Rannsókn miðar vel
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Þú segist vera félagi í þessum flokkum, sem er áhugavert í ljósi þess að þar með ertu að viðurkenna að hafa brotið lög þeirra allra. Í lögum þeirra er klásúla sem segir: "Flokksbundinn félagi í Frjálslynda flokknum getur hver sá orðið sem samþykkir grundavallarstefnu flokksins og vill vinna að framgangi hennar og er ekki félagi í öðrum stjórnmálaflokkum."

Hvernig er hægt að tala um það sem góðan hlut að vera skráð í alla þessa flokka?

TómasHa, 25.5.2010 kl. 02:15

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stjórnmálaflokkar setja ekki lög. Mér finnst mjög undarlegt ef flokkur getur skipt sér af félagafrelsi þeirra sem eru félagar í viðkomandi flokki.

...ef það er klásúla í lögum VG sem segir að félagar skuli vanna að grundvallastefnu flokksins þá hafa allir ráðherra flokksins brotið þau lög.

Þetta er bara bull. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.5.2010 kl. 02:35

3 Smámynd: TómasHa

Flokkar setja sér lög eins og öll önnur félög. Ég veit ekki um neitt starfandi félag sem er ekki með lög. Flokkar geta ekki bannað þér að vera í öðrum flokkum, en þeir ráða hins vegar sjálfir hvaða félagar eru innan eigin vébanda. Það er fullkomlega eðlilegt og hefur ekkert með félagafrelsi að gera.

VG er með slíka klásúlu eins og hinir flokkarnir:

"II. Flokksaðild

4. grein

Félagar í flokknum geta þeir orðið sem styðja markmið hans og eru ekki í öðrum stjórnmálaflokkum."

Það er túlkunaratriði varðandi brot ráðherranna, þú hefur hins vegar viðurkennt að hafa brotið lög flokkanna hérna á síðunni. Í því liggur munurinn.

Það er merkilegt að þú skulir ekki hafa vitað af því að þú værir að brjóta þessi lög flokkanna.

TómasHa, 25.5.2010 kl. 02:52

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Dirty Prize lánstökur einkenna siðspilltar Ríkisstjórnir: Engin Ríkistjórn utan Íslands bíður Þegnum sínum Dirty Prize beint í gegnum veðlán í heimilum þeirra.

Aðilum á markaði er frjálst að semja um Dirty Prize svo fremi báðir með fullri vitund samþykki ákvæðin Skuldbréfsins með undirskrift sinni. 

Enginn flokkur hefur þetta að markmiði en allir forustu menn þeirra hingað til hafi látið þetta viðgangast. 2004 fór hluthafabankarnir út í hinn stóra heim með uppsafnaðar tekjur Dirty Prize samninga. Erlendu aðilarnir voru innan við ár að átta sig lögbrotum á alþjóðamælikvarða sem eru látin hér viðgangast, í nafni fjárólæsis. Dirty Prize er í eðli sínu eins og Ríkisleyndarmál.  

Ertu hlynnt Dirty Prize? Eins og Stjórnmála forustunnar? 

Júlíus Björnsson, 25.5.2010 kl. 06:28

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sæll Tómas

Eigum við ekki að spyrja okkur hvort við þurfum að fara eftir lögum stjórnmálaflokka sem stangast á við mannréttindi og lýðréttindi. Val á lista flokka ver t.d. bundið við aðild í mörgum tilfellum. Aðild er því hluti af kosningarétti.

Varðandi brot ráðherrana þá er það ekki túlkunaratrið heldur staðreynd að VG hefur gengist inn á að starfa eftir auðhyggjustefnu AGS. Ég á í fórum mínum afrit af skjali sem heitir viljayfirlýsing og staðfestir það. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.5.2010 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband