Skil ekki þessa áherslu á persónukjör

Persónukjör eitt og sér munu auka aðgang fjársterkra aðila að alþingi og gera kosningar gríðalega flóknar.

Prófkjörssukkið mun þá færast úr flokkunum og inn í sjálfar alþingiskosningarnar. 

Það þarf að frekar að leggja áhreslu á heildarendurskoðun kosningakerfsins, fjármögnun kosninga og flokka, skoðanakannanir í aðdraganda kosninga og auglýsingar og kostun þeirra. 

Einnig þarf að skoða tengsl á milli fjarmögnunar íþróttahreyfinga af hálfu hins opinbera, útdeilingu bitlinga og kosningasmölun. 

 


mbl.is Segir persónukjör stranda á konum í VG og Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður að losa um tök stjórnmálaflokkana á því hverja við kjósum. Með persónukjöri er opnuð góð leið til beinna lýðræðis fyrir okkur kjósendur og það er svo mikilvægt. Burt með flokksræðið. Við setjum síðan stífar reglur um fjármálalegu hliðina hjá frambjóendum.

halelúja.

Haraldur A. Haraldsson (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 15:50

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég er ekki sannfærð um það. Kosningar verða miklu flóknari og það er hætta á að kjörsókn minnki þegar fólk veit eiginlega ekki hvað það er að kjósa og þarf að taka afstöðu til hundruð valkosta.

Ég held að þeir sem mæli fyrir þessari leið séu ekki að hugsa málið til enda. 

Síðan virðist það vera leyndamál að persónukjör er leyfilegt núna. Það er heimilt að leggja fram lista sem kjósendur fá að raða upp sjálfir. 

Það er mun farsælla til árangur að setja lög um starfsemi stjórnmálaflokka. Það á t.d. að skylda þá til þess að halda opin prókjör og afnema lög um 5% lágmark atkvæða. Það þarf að tryggja það í stjórnarskrá að flokkarnir séu ekki að setja lög sem tryggja ríkjandi valdhafa eins og gerst hefur margoft á undanförnum árum.

Spilling stjórnmálamanna hvað þetta varðar hefur aldrei verið eins gróf. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.6.2010 kl. 16:01

3 identicon

Að leggja fram lista sem fólk getur raðað sjálft er ekki persónukjör, það er listakosning.

Í persónukjöri geturðu kosið einstakling án þess að einhver annar einstaklingur sem þú treystir kannski ekki fái atkvæðið þitt. 

Gulli (IP-tala skráð) 2.6.2010 kl. 16:03

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er rétt.

Ég er eftir sem áður þeirrar skoðunar að persónukjör eitt og sér án þess að það tengist heildarskoðun kerfisins geti leitt til vandræða. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.6.2010 kl. 16:25

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nokkurnveginn sammála þessu.

Persónukjör eitt og sér er engin töfralausn.

Jú jú, getur hugsanlega haft vissa kosti en einnig sína galla.

Þetta með opið prófkjör getur lika haft sína galla.

Það má alveg færa rök að því að best sé að sleppa prófkjörum og láta bara nefnd raða á listann.  Þar með er td. auglýsingaskrumið afgreitt og blokkerað í þeim hluta famboðsmála.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.6.2010 kl. 17:55

6 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Ég er að mestu sammála þessu.

Ég held persónulega að mikilvægast sé að taka peninga og auglýsingar út úr jöfnunni. Það hvaða persónur eru valdar er ekki aðal atriðið. Umræðan og umhverfið sem stjórnmálinn er í taka völdin af fólki með einstaka undantekningum.

Hvað prófkjör varðar, þá hafa VG ágætis kerfi sem hægt væri að þróa áfram. Það þarf reyndar að sníða ýmsa agnúa af  því en þeirra fyrirkomulag getur vel verið grunnur. Allavega getur fólk komist þar inn án teljandi fjárútláta. 

Hitt atriðið sem hefur reyndar ekki verið mikið í umræðunni, en ég tel að verði að skoða,  er markaðssetning frambjóðenda og framboðslista. Það lýtur meira að kosningunum sjálfum frekar en uppröðuninni á lista. Reyndar fylgir  prófkjörum D, S og B gríðarleg markaðssetning, myndir af frambjóðendum með sólskinsbros á vör ásamt tilheyrandi innihaldslausum frösum. Frambjóðendurnir sjálfir umkringja sig svo já fólki sem kemur í veg fyrir alla rökræðu.

Kerfið í heild er hannað til að það sé hægt að stjórna umræðunni með auglýsingum og upphrópunum. Það er kerfisbundið komið í veg fyrir að alvöru rökræður geti átt sér stað. Ferlið allt er í farvegi sem er stjórnað af almannatengsla fyrirtækjum.  Þannig má koma í veg fyrir að viðkvæm mál komist inn í umræðuna. Það var til dæmis sláandi hvernig málefni OR voru ekki á dagskrá kosninganna í miðju einkavæðingarferli HS orku. 

Á meðan kosningingar snúast fyrst og fremst markaðssetningu innihaldslausra frasa er ekki von á því að neitt breytist. Málefni sem skipta okkur einhverju máli þurfa að komast á dagskrá og þau þarf að rökræða með vitrænum hætti án þess að PR fólk fái að stjórna umræðunni. Þetta held ég að skipti miklu meira máli en persónukjör.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 2.6.2010 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband