Já og seðlabankinn er víst á hausnum líka en það þykja ekki fréttir á Mogganum!

Þessi frétt er í Viðskiptablaðinu:

Lán Seðlabankans með veði í föllnu bönkunum eru eins og heit kartafla sem gengur milli ríkissjóðs og Seðlabanka. Ætla má að reiknaðar verðbætur og vextir vegna þeirra hafi skilað Seðlabankanum réttum megin við núllið í fyrra.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum og segja má að hálfónýt veðlán Seðlabanka Íslands vegna hruns viðskiptabankanna hafi gert það að verkum að bankinn var rekinn með 500 milljóna króna hagnaði í fyrra en ekki tugmilljarða króna tapi. Vaxtagreiðslur auk verðbóta af því 270 milljarða verðtryggða bréfi, sem ríkissjóður greiddi Seðlabanka Íslands vegna þeirra verðbréfa sem hann keypti af bankanum í kjölfar hruns íslensku viðskiptabankanna, námu um 35 milljörðum króna í fyrra.

 


mbl.is Skaftárhlaup hafið
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Jakobína Ingunn , ég viðurkenni fúslega að ég hef verið að sveiattans við kenningum þínum sem að þá átt nú aldeilis ekki skilið. "Ég hef áhuga á aukinni þátttöku almennings í mótun samfélags og eflingu lýðræðis" hefur þú sem titil og skíringu! Mættu margir og þar á meðal ég að hafa þessar línur að leiðarljósi í myrkri fréttamennsku Moggans. Áfram með smjörið ljúfan!!

Eyjólfur Jónsson, 20.6.2010 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband