Kjaftshögg fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn?

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er staddur á Íslandi til þess að verja hagsmuni lánadrottna, verja fjármálakerfi sem er að fara á límingunum og tryggja veldi alþjóðafyrirtækja.

Landsstjórinn og leppar hans sjá tækifæri í kerfum sem eru notuð til þess að mæla skuldir á einstaklinga. Eignir eru reiknaðar af fólki. Þetta er form eignaupptöku sem viðgengist hefur í áratugi á Íslandi.

Fjármálakerfið græðir og einstaklingar tapa.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sér í þessum kerfum tekjulind sem takmarkar tap lánadrottna. Hvers vegna ekki að láta íslenska alþýðu taka á sig byrðarnar af tapi sem hlaust vegna glæfralegrar hegðunar fjármálastofnanna?

Ríkisstjórnin hefur kropið við fætur alþjóðagjaldeyrissjóðsins og boðið honum að setja komandi kynslóðir í ánauð  alþjóðafyrirtækja og fjármálastofnanna.

Dómur hæstaréttar brýtur niður eitt af ólögmætum mælikerfum sem eru vopn valdhafans við að kúga fjármuni og velferð af almenningi. 


mbl.is Ekki hætta á efnahagshruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Góður punktur hjá þér.

Sumarliði Einar Daðason, 21.6.2010 kl. 15:28

2 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Svoldið sett á "oddinn" en að sama skapi rétt.

MBKV

KH

Kristján Hilmarsson, 21.6.2010 kl. 20:02

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Stutt, hnitmiðað og kemur að kjarna málsins :-)

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 21.6.2010 kl. 22:15

4 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Almúginn má víst sitja í súpunni á meðan mokað er undir eignafólk.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 22.6.2010 kl. 11:00

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skýrsla starfsmanna IMF 2005 er ekki í samræmi við þessa túlkun, þar er dreginn upp mynd af hællæri minnst 60% yngri hlutaþjóðarinnar frá um 1998 og bent á að vegna greiðsluþjónustu við banka og sjóði getir sami meirihluti ekki haldið upp neyslumarkaði í samræmi við náttúrulegar þjóðaartekjur til langframa. Þetta þýðir líka halda uppi velferðarðarkerfi að vestrænni fyrirmynd.  Hann bendir á að raunvaxta krafa íbúðlánasjóðs sé gefinn upp 5,1%, það er ekki til lýðræðisleg borgríki  þar sem þessi öruggi  1 veðréttar lánaflokkur fer yfir 1,99% almennt. Reyndinn er að með falska einoknunar jafngreiðslu lánaforminu hér það er negam forminu er raunvaxtakrafa minn 8,1% miðað við verðbólgu eins og í UK hinsvegar 10,2% ef verðbólga er að meðaltali 4,1%.

Ríkistjórnin hlustaði ekki á hann þá enda var þessi hluti þjóðarinnar að upplifa mesta góðæri sögunnar. Sem við í biðröðunum upplifðum ekki.

Þegar hann koma hér um 2007, eins og við er að búast hrynur svona negam lángrunnkerfi ef fasteignverð hækkar á 3 til 5 árum sannarlega í ljósi okurraun vaxtanna, þá bar hann upp skuldarkröfur sem Ríkistjórnin samþykkti benti svo á að skera þyrfti niður á móti. Báðar ríkistjórnirnar hafa lagt áherslu á að endurreisa fjármálavaxtaskattageirann sem starfsmenn IMF telja að eðlilega hafi ekki staðið undir sér til langframa. Ég held því fram að flestar siðspiltar Ríkisstjórnir efnahaglegra vanþroskaðra ríkja, velji alltaf að forgangsraða eins og kenna IMF=AGS um allt saman svo hægt sé að viðhalda ofbeldinu gegn almenning áfram.

Júlíus Björnsson, 22.6.2010 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband