Vont að ekki er hægt að stela af almenningi

Már Guðmundsson virðist bera hlýjar kenndir til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og kenninga hans.

Ríkisstjórnin hefur undirritað viljayfirlýsingu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hún skuldbindur sig til þess að fara að ráðum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í öllum málefnum sem hafa áhrif á gengi krónunnar, fjárlagahallann og upprisu bankanna.

Þetta er afsal á fullveldi þjóðarinnar sem hefur fengið litla athygli í fjölmiðlum. Þeir Már Guðmundsson og Gylfi Magnússon fylgja Alþjóðagjaldeyrissjóðum að málum. Það sem Alþjóðagjaldeyðisjóðurinn hefur ekki áhuga á er:

Réttlæti

Hagur almennings

Hagur íslenskra fyrirtækja

Vöxtur atvinnulífs

Að landið sé lífvænlegur staður fyrir Íslendinga

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er verndari alþjóðafjármálafyrirtækja og stóriðju. Jóhanna Sigurðardóttir hefur gjarnan kallað þetta alþjóðasamfélagið og telur að traust þeirra á Íslendingum sé verðmætt. Alþjóðafjármálakerfið og stóriðja ber traust til þeirra sem það getur grætt á. 

Það er óhugnanlegt að horfa á hvernig mönnum hefur verið raðað í valdastöður af alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Óhugnanlegt hvernig þessir einstaklingar ganga erinda hans í viðleitni til þess að stela af almenningi. 


mbl.is Hefðu lækkað vexti meira
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Már kom frá BIS í Sviss: Kallinn er útsendari

Inter Alpha Group of Banks, Rotschilds.

Við Íslendingar erum betur komnir með að fá einhvern annann

Seðlabankastjóra en Má.

http://www.larouchepac.com/pages/otherartic_files/2004/041122_vulcans.htm


http://www.larouchepac.com/node/554/pdf

Birgir Rúnar Sæmundsson, 23.6.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Ísland á sér ekki viðreisnar von og best að ganga sem fyrst í ESB eða ellegar að afsala sjálfstæðinu til Danmerkur. Þetta gjörspillta þjófa þjóðfélag sem er með dæmda þjófa á þingi, er þvílíkt bananalýðveldi að verstu ríkin í svörtustu Afríku blikna í samanburði. Íslendingar eru aumingjar upp til hópa og þurfa á smá aga að halda. Fyrsta skrefið í því ferli er að afsala sjálfstæðinu enda kunna íslendingar ekki með það að fara. Flestir komnir af snæris- og sauðaþjófum sem leynir sér ekki í þeirra framferði. Þetta er keppni um að stela sem mestu og ljúga eins miklu og hægt er. Þetta er rotið samfélag.

Guðmundur Pétursson, 24.6.2010 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband