Valdið hjá Jóhannesi í Bónus og Halldóri Ásgrímssyni

Með því að einkavæða bankanna á vafasömum forsendum og hunsa að byggja upp regluverk sem tryggði eðlilega viðskiptahætti færðu Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson völdin yfir efnahagslífi þjóðarinnar í hendur misyndismanna sem fengu ítök í fjármálakerfi þjóðarinnar. 

Núverandi ríkisstjórn hefur ekki haft vilja til eða ekki þorað að beita valdi sínu til þess að leiðrétta misgjörðir fyrri valdhafa. 

Íhaldssemi og getuleysi hefur einkennt þá ríkisstjórn sem nú er við völd. Þetta hefði í raun mátt sjá fyrir þegar völdin voru fengin tveim einstaklingum sem sátu í hrunstjórninni og höfðu sannað getuleysi sitt með þátttöku við að setja þjóðarbúið í þrot.

Leynd hvílir yfir því hverjir eru eigendur stærstu banka á Íslandi. Banka sem voru fjármagnaðir með skatttekjum ríkissjóðs og síðan afhentir einstaklingum sem fela sig á bak við skúffufyrirtæki og önnur fyrirtæki. 

Elín sem var einn af stjórnendum Landsbankans var ráðin sem forstjóri bankasýslunnar sem ætlað var að hafa umsjón með verklagi bankanna. Landsbankinn hefur nú afskrifað skuldir sem tengjast Skinney Þinganesi fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgrímssonar.

Hvað segja þessir atburðir um það hverjir fara raunverulega með völdin á íslandi? 


mbl.is Ekki hlúð að venjulegu fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Málið er að elítan er ekki bundin í flokka öfugt við það sem vinstri menn hafa viljað láta. Það er mjög auðvelt að kenna Sjálfstæðisflokknum um hrunið en sannleikurinn er annar. Hér á landi er elíta fjármálamanna sem hefur töglin og haldirnar og hún er ekki bara í Sjálfstæðisflokknum sbr. : http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_adsent/sveinn-oskar-abyrgd-akaerur-og-domur-haestarettar-islands

Adda (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband