Boða aukið atvinnuleysi

Í tvö ár hefur alvarlegurstu afleiðingum kreppunnar verið frestað. Lán voru fryst og velferðarkerfið hakkað niður í áföngum á meðan fjármunum hefur verið ausið í bankanna og skuldir fjárglæframanna afskrifaðar. 

Það á að setja skilyrði við fjármögnun bankanna og skilyrðin eiga að allt liggi upp á borðinu um lánveitingar bankanna í aðdraganda hrunsins og að allt liggi upp á borðinu um afskriftir lána.

Reiðin sem kraumar nú undir í samfélaginu er ekki síst afleiðing af því að fólk horfir upp á leynimakk og óheilindi valdhafanna.

 


mbl.is Hin sönnu hrunfjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Þjóðinn verður að fara í Stríð við Jón Bjarnason, hann verður að leifa frjálsar

handfæraveiðar, þá gætu þúsundir manna búið sér til góð störf.

50. til 60. frystitogarar ræna Þjóðina lífsbjörginni með því að ryksuga

fiskimiðinn og skilja miðinn eftir í rúst (Eyðimörk).

Hér fá þessi skip að vera innanum smábátana á 12 mílum,

við verðum að senda þessi skip útfyrir 200 mílur,

það gera frændur okkar Færeyingar, þeir senda sína

frystitogara á fjarlæg mið, inn fyrir 200 mílur, nei takk.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.10.2010 kl. 11:19

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir hvert orð Aðalsteinn

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 3.10.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er rétt hjá þér Jakóbína, en það þarf að setja fleiri skilyrði við styrki til bankanna.

Í fyrsta lagi þarf að stokka bankakerfið upp frá grunni, hvað höfum við með þrjá stóra banka og fjöldann af minni lánastofnunum að gera. Við erum innan við 350.000 manns sem búum hér á landi!

Í öðru lagi þarf að sjá til þess að enginn af þeim sem voru í stjórnunarstöðum í bankakerfinu fyrir hrun fái að koma nálægt þeim stofnunum aftur. Á þetta einnig við um samtök bankanna, en þar situr í forsvari enn sá maður sem gerði athugasemd við stjórnarfrumvarp 2001 er bannaði lán geng bindingu við erlendan gjaldeyrir. Nú hafa þesssi lán verið dæmd ólögleg en þessi maður situr sem fastast, jafnvel þó hann hafi frá upphafi vitað að lánin væru ólögleg.

Það þarf að taka á spillingunni!!

Gunnar Heiðarsson, 3.10.2010 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband