Ganga erinda Alþjóðagjaldeyrissjóðsins

Ég tók viðtal í fyrra við landshöfðingjann á Íslandi sem staddur er hér í boði velferðarstjórnarinnar svokölluðu. Þessi fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kom nokkuð hreint til dyranna og viðurkenndi völd sjóðsins hér á landi sem forsætis- og fjármálaráðherran svo eindregið afneita. Í stefnuræðu sinni notaði Jóhanna Sigurðardóttir orðatiltækið þrjár stoðir samfélagsins og taldi þær upp sem velferð, þekking og sjálfbærni.Landstjórninn talaði hins vegar um þjár stoðir endurreisnar og tjáði mér að yfir þeim málasviðum hefði ríkisstjórnin afsalað valdi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þessar stoðir eru endurreisn bankanna, jafnvægi gjaldmiðilsins og jafnvægi í ríkisfjármálum. Á mannamáli þá þýðir þetta aðendurreysa eigi fjármálakerfið með því að skera niður velferð í landinu. 

Nú vill Jóhanna gjarna kenna samfélagið á Íslandi við norrænt velferðarsamfélag. En eftir því sem stendur í fræðigreinum og lærðum ritum er norrænt velferðarsamfélag, samfélag jöfnuðar. Samfélag sem gætir að velferð fjölskyldna, atvinnulausra og aldraðra. Ölmusuhyggja á ekki við í slíku samfélagi. Ölmusuhyggja er úrræði nýfrjálshyggjunnar sem boðar sértækar aðgerðir til þess að hreinsa mesta sorann sem hún skilur eftir sig á strætum borga.

 

Eftirfarandi klausa er úr pistli eftir Ævar Rafn Kjartansson á Svipunni: 

http://www.svipan.is/?p=13082

Tveir æðstu stjórnendur ríkisstjórnar eiga samanlagt að baki um 60 ára þingsetu. Nánar tiltekið 59 ár. Engu að síður eru þau núna í valdamestu embættum sem þau hafa gengt. Og valdalaus í þeim ef marka má Lilju Mósesdóttir. Strengjabrúður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hafnar lyklafrumvarpi hennar. Kallar aðstoðarmann dómsmálaráðherra á teppið fyrir að reyna úrbætur fyrir skuldara. Það hlýtur að vera aumt fyrir þessa ráðherra að enda pólitíska ævi sína þannig að verða minnst í sögunni sem fótgönguliða björgunarsveitar alþjóðagræðgisvæðingarinnar.

 


mbl.is Verða 73 þúsund heimili eignalaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband