Hvar vill Sigmundur Ernir að skorið sé niður?

Vill hann að skorið sé meira niður á Suðurnesjunum?

Vill hann kannski að grunnskólum sé lokað?

Eða vill hann kannski að vinnumálastofnun verði lokað?

Sigmundur Ernir greiddi atkvæði með Icesave. Björn Valur kvæsti á mig þegar ég bendi honum á að skuldbindingar ríkissjóðs vegna Icesaveskuldar einkabanka Björgólfs Thors sem Davíð Oddson gaf honum myndu leiða til hrakandi heilsu og styttri lífsævi. 

Stjórnvöld á Íslandi ákváðu að fórna heilsu og lífárum landsmanna þegar þau settu fjármálakerfið í forgang. 

Fjármunir sem settir eru í að greiða vexti af erlendum skuldum eru teknir frá velferðakerfinu. Þetta er dagsljóst og tvískinningur af stjórnmálamönnum sem hafa verið meðreiðarsveinar þessarar lausnar að gefa í skyn að þeir séu ekki fylgjandi þessari leið.  


mbl.is Styður ekki niðurskurðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara kosningar loforð 3 áratuga stjórnar seta 4 flokkana eru rúnir tausti.

Neyðarstjórn eða borgarastyrjöld.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband