Landinu blæðir

Ísland á mikið af ungu hæfileikafólki, glettni, velvilja, framtakssemi og úthald.

Það er ánægjulegt að horfa á ungt fólk, vináttubönd, fjölskyldubönd, áhugamál og samstöðu.

Daglegt líf, daglegt brauðstrit og öryggi er ekki munaður heldur grundvallarkrafa.  

Eftir að sjálfstæðisflokkur hefur fjárfest í gríðarlegum mannvirkjum á ábyrgð skattborgaranna og selt virðisaukann af þessum mannvirkjum úr landi en skilið almenning eftir með fjármögnunarkostnaðinn, eftir að sjálfstæðisflokkur hefur fært sjávarauðlindina á hendur 166 aðilum og murkað atvinnufrelsi úr landsbyggðinni eru vináttubönd, fjölskyldubönd, áhugamál og samstaða í hættu.

Menning ungafólksins er að sundrast, vinir, ástvinir eru að hverfa úr landi. Samstaðan og áhugamálin líða.

Ef það hefur farið fram hjá einhverju vinstra fólki þá benda allar staðreyndir til þess að Steingrímur J Sigfússon aðhyllist lénsskipulagið sem sjálfstæðisflokkurinn byggði upp. Akkúrat engu hefur verið breytt hvað varðar útdeilingu gæðanna.

Sama spillingin, sami fjórflokkurinn.  


mbl.is Mótmæli við Stjórnarráðshúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband