Fjölmiðlar lítt sáttir við lýðræðið

Fjöldi frambjóðenda er gleðiefni að því leyti að hann gefur tilefni til þess að trúa á vilja almennings til þess að taka þátt í lýðræðinu. 

Lýðræði er þó ekki öllum að skapi og valdastéttin einatt sett sig upp á móti breytingum sem fela í sér aukið lýðræði. Eigendur flestra fjölmiðla eru hluti af valdastéttinni og það má gera því skóna að þeim sé akkur í því að koma fólki að á stjórnlagaþingi sem gengur þeirra erinda.

Valdastéttin á Íslandi hefur tekið stjórnmálinn frá þjóðinni eins og Páll Skúlason hefur orðað það. Flokksræði hefur ríkt á Íslandi og það sem verra er að afglöp valdastéttarinnar hafa leitt ógæfu yfir þjóðina.

Stjórnlagaþingið er tilraun til þess að færa valdið aftur til þjóðarinnar. Í nýrri stjórnarskrá þarf að tryggja að vilji almennings endurspeglist í aðgerðum ríkisvaldsins. Stjórnarskráin þarf að verja þjóðina fyrir yfirgangi valdastéttarinnar. Þjóðin á að hafa síðasta orðið um málefni sem varða lífsbjörg hennar og frelsi. 

http://framtidislands.is/

 


mbl.is Á fimmta hundrað í framboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband