Landsbankinn er ríkisbanki

Fjármálaráðherrann stillti Elínu Jónsdóttur í Bankasýsluna sem á að hafa eftirlit með hlutdeild ríkisins í bönkunum.

Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, losaði sig undan kúluláni upp á á annað

images_elin.jpg

 hundrað milljónir króna með því að selja eignarhaldsfélag sitt og skuldina með. Þetta var eftir hrun íslensku bankanna. Frá þessu var sagt í Pressunni í janúar.

Í skjóli Elínar er verið að afskrifa milljarða hjá útgerðum og völdum fyrirtækjum, þrátt fyrir að umrædd fyrirtæki hafi úthlutað eigendum sínum tugi eða hundruð milljóna í arð.

Í landinu búa tvær þjóðir.

Sú sem greiðir skuldir sínar auk þess að taka á sig tap bankanna

og hinir sem fá afskrifað og greiddan arð. 

http://framtidislands.is/

 


mbl.is Dregur úr mótmælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Þorsteinsson

Er ekki orðið tímabært að fara mótmæla við lífeyrissjóðina??

Lífeyrissjóðirnir eru þeir aðilar í samfélaginu sem öllu stjórna, það eru þeir aðilar sem þverneita að verðtryggingin sé tekin af „af því að það komi svo illa við skjólstæðinga þeirra“ !!! Hverjir eru skjólstæðingar þeirr? Eru það ekki fólkið í landinu? Lífeyrissjóðirnir eru stærstu fjármagnseigendur landsins, langstærstu.

Þarna sitja stjórnir lífeyrissjóðanna í fílabeinsturni, á ofurlaunum, snobba niður á við, þykjast bera hagsmuni fólksins fyrir brjósti en er svo skítsama svo lengi sem þeir fá launin sín!

Munið, mótmælum við lífeyrissjóðina, það eru þeir sem stjórna bönkunum og ALÞINGI. Alþingismennirnir eru aðeins strengjabrúður lífeyrissjóðanna!!

Hallur Þorsteinsson, 19.10.2010 kl. 20:41

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú ég vil vinnuveitendur úr lífeyrissjóðunum. Beina aðkomu launþega. Myndi vilja láta festa þetta í stjórnarskrá.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.10.2010 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband