Betra að lækka starfshlutfall

Það er réttlátara og felur ekki í sér mismunun

það er líka hagkvæmara fyrir fyrirtækið að því leyti að mannauðurinn verður áfram fjölbreyttur og engin þekking glatast.  

Vissulega er auðveldara að segja fólki upp því þá þurfa ekki stjórnendur að horfa framan í þá sem þeir hafa skert kjörin hjá.

Undarlegt að forstjórinn sitji trúnaðarmannafundi ef honum er ekki boðið.

Kannski kann þessi maður ekki að stjórna fyrirtæki.  


mbl.is Hörð umræða um uppsagnir hjá OR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Of margir mættu í Afmælið

kakan var ekki nógu stór handa öllum

í stað þess að skifta henni jafnt

var sumun vísað í burtu og fengu þeir ekkert

ÆÆ vitleysan á sér víst enginn takmörk

Ráðamenn leita allra leiða

Þvílík froða

Stundum er vont að sjá

Kveðja

Æsir (IP-tala skráð) 19.10.2010 kl. 21:26

2 identicon

Ótrúlega er þetta mikið bull, auðvitað er mikið betri kostur að skerða starfshlutfall heldur en að segja upp fólki - sami sparnaður fyrir fyrirtækið en enginn verður atvinnulaus! Finnst þeim sem eru við völd í borginni virkilega ekki vera nóg af fólki atvinnulaust hér? Þurfum við endilega að fjölga þeim þegar aðrar leiðir eru færar?

Guðrun (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband