2010-10-21
Hinir ríku: siðlaust undirmálspakk
Er hægt að lýsa fólki öðruvísi sem er með tugi milljóna í tekjur og þyggur bætur. Á sama tíma fjölgar þeim sem þurfa að standa í biðröðum eftir matargjöfum.
Góðum hluta þessara 3.632 einstaklinga sem eiga 750 milljarða hefur sennilega verið reddað með greiðslum úr ríkissjóði þegar bankarnir hrundu. Fyrir utan að kosta ríkissjóð hundruðir milljarða þá er sú redding grundvöllurinn að Icesave deilunni.
Eins og kemur fram í fréttinni þá hefur fólki sem á yfir hundrað milljónir fjölgað á milli ára. Þetta styður kenningar
um aukna mismunun í kjölfar aðgerða sem AGS mælir fyrir.
Hluti millistéttar færist undir fátæktarmörk en hinir ríku verða ríkari.
Fjórflokkurinn verður seint sakaður um að hafa komið upp norrænu velferðarríki á Íslandi.
3.632 eiga 750 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2010 kl. 11:26 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Heimsóknir
Greinar og viðtöl
- Jakobína rasende på Halvorsen
- Jeg er en av islendingene som den norske finansministeren Kristin Halvorsen mener skal ta konsekvensen av «vår egen gambling».
Icesave
- Fyrsti Icesave samningurinn
- Grein eftir Jón Daníelsson
- Grein á Íslensku eftir Jón Daníelsson
- Sjálfstæðisflokkurinn klúðrar Icesave
- Brot á tilskipun ESB að veita tryggingasjóð ríkisábyrgð
- Icesavelög
- Seinni lög um ríkisábyrgð
- Fyrri lög um ríkisábyrgð
- Icesave Nauðurgarsamningur I
- Nauðungarsamningurinn á Íslensku
- Settlement agreement
- Meira klúður sjálfstæðisflokks
- Uppkast sjálfstæðisflokksins að Icesavesamningi
Mínir tenglar
- Opinn borgarafundur
- Nei
- Smugan
- Nýir tímar
- Nýja Ísland
- Göngum til lýðræðis
- Íslendingar í ánauð
- Raddir fólksins
- Hver veit?
- VALD
- Ákall til þjóðarinnar
- Nafnlaus upplýsingagjöf
- Atvinnutækifæri
- Betra Ísland
- Eyjan
- Borgaraleg óhlýðni
- Leyniþjónusta götunnar
- Neyðarstjórn kvenna
- Ábyrgðarstöður: fjarvera kvenna
- stjórnarskrárnefnd
- Interpool corruption
- Bloomberg
- Íslendingar í ánauð
- Sigurbjörg Sigurgeirs
- Hagfræðiskólar
Skýrslur
- Bankahrunið
- Skýrsla Roberts Wade
- Skýrsla Danske Bank
- Mishkin skýrslan
- Skýrsla IMF
- Hagkerfi bíður skipbrot
- Aliber
- Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
- Franska skýrslan um innistæðutryggingar í ESB
- Doktorsritgerð Herdísar Drafnar
Lög og frumvörp
- Fjárlög
- Norska stjórnarskráin
- Frumvarp til stjórnskipunarlaga
- Ríkisfjárlagafrumvarp
- Frumvarp til fjárlaga 2010
Greinar
Landflótti/þjóðflótti
- Innlimun í Nýja Lýðveldið Ísland Rakið fyrir þá sem vilja vera þátttakendur í nýju samfélagi án þess að flýja land
ESB efni
Leyniskjöl
- The settlement agreement Leynisamningur milli ríkisstjórnar Íslands og breskra yfirvalda
- Útlán Kaupþings
Svikul Ríksisstjórn
Kreppu-greinar
Áróður
Góð blogg
Spurt er
- Við megum ekki gefast upp (þið verðið að sætta ykkur við að vera skuldaþrælar)
- Óyndisúrræði (ef að fólk stendur með sjálfu sér)
- Leiða ófarnað yfir okkur öll (skaða markmið alþjóðagjaldeyrissjóðsins)
- Fólk á að hugsa sinn gang (sýna þrælslund)
- Takmörk sett sem menn geta gert við þessar aðstæður (það segir Rozwadowski)
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- alla
- malacai
- andres08
- andrigeir
- volcanogirl
- arikuld
- gumson
- skarfur
- axelthor
- franseis
- ahi
- reykur
- hugdettan
- thjodarsalin
- gammon
- formosus
- baldher
- baldvinj
- creel
- kaffi
- veiran
- birgitta
- launafolk
- bjarnihardar
- bjarnimax
- brell
- gattin
- binnag
- ammadagny
- dagsol
- eurovision
- davpal
- diesel
- draumur
- egill
- egillrunar
- egsjalfur
- einarolafsson
- elinerna
- elismar
- estheranna
- evags
- eyglohardar
- jovinsson
- ea
- finni
- fhg
- geimveran
- gerdurpalma112
- gesturgudjonsson
- stjornarskrain
- gretarmar
- vglilja
- bofs
- hreinn23
- dramb
- duna54
- gudrunmagnea
- gudruntora
- zeriaph
- gunnaraxel
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- silfri
- sveinne
- hallibjarna
- veravakandi
- maeglika
- haugur
- haukurn
- heidistrand
- skessa
- heimssyn
- diva73
- helgatho
- hehau
- helgigunnars
- hedinnb
- hildurhelgas
- drum
- himmalingur
- gorgeir
- disdis
- holmdish
- don
- minos
- haddih
- hordurvald
- idda
- ingibjorgelsa
- imbalu
- veland
- isleifur
- jakobk
- jennystefania
- visaskvisa
- johannesthor
- islandsfengur
- jon-dan
- joninaottesen
- fiski
- jonl
- jon-o-vilhjalmsson
- jonerr
- jonsnae
- prakkarinn
- nonniblogg
- jonvalurjensson
- jonthorolafsson
- kaffistofuumraedan
- karlol
- katrinsnaeholm
- askja
- photo
- kolbrunh
- leifur
- kreppukallinn
- kristbjorggisla
- krist
- kristinm
- kristjan9
- larahanna
- liljaskaft
- ludvikjuliusson
- ludvikludviksson
- maggiraggi
- vistarband
- marinogn
- manisvans
- morgunbladid
- natan24
- nytt-lydveldi
- offari
- bylting-strax
- olimikka
- olii
- oliskula
- olafurjonsson
- olinathorv
- omarbjarki
- omarragnarsson
- huldumenn
- iceland
- rafng
- ragnar73
- rheidur
- raksig
- rannsoknarskyrslan
- rannveigh
- raudurvettvangur
- reynir
- rutlaskutla
- undirborginni
- runarsv
- runirokk
- samstada-thjodar
- fullvalda
- sigrunzanz
- amman
- duddi9
- sigurfang
- siggi-hrellir
- sij
- siggisig
- siggith
- sigurjonth
- stjornlagathing
- slembra
- scorpio
- lehamzdr
- summi
- susannasvava
- spurs
- savar
- tara
- theodorn
- ace
- nordurljos1
- tryggvigunnarhansen
- kreppuvaktin
- valdimarjohannesson
- varmarsamtokin
- vefritid
- vest1
- eggmann
- ippa
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- vga
- thorsteinnhelgi
- valli57
- toti1940
- thordisb
- tbs
- thorhallurheimisson
- thj41
- thorsaari
- iceberg
- aevark
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl, nokkrir punktar.
Siðlaust undurmálspakk ??? Ekki aðeins of harðorðað...
"Eins og kemur fram í fréttinni þá hefur fólki sem á yfir hundrað milljónir fjölgað á milli ára. Þetta styður kenningar
um aukna mismunun í kjölfar aðgerða sem AGS mælir fyrir."
Hefur þú heyrt um verðbólgu ?
"Er hægt að lýsa fólki öðruvísi sem er með tugi milljóna í tekjur og þyggur bætur." Hefur ef til vill meiri útgjöld í formi lána. Allir borga 8,65% tryggingargjald af launum sínu. Auk þess hafa þessir einstaklingar borguð nokkuð vel í ríkiskassann (skattar).
Stundar þú í alvöru doktorsnám við Háskóla Íslands ? Ég trúi því ekki. Skrif þín eru ekki skrif hugsandi manneskju.
Gunnar J. (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:33
Gunnar,
Ég skil eiginlega ekki alveg hvað þú meinar. Viltu gera nánari grein fyrir þessu. Þætti vænt um það.
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 08:40
Gunnar, skil þig ekki og allar varnir fyrir milljónamæringa sem níðast á kerfinu. Og þú ræðst að þeim sem eðlilega ofbýður.
Elle_, 21.10.2010 kl. 11:03
Siðlaust undirmálspakk kallast það fólk sem er með yfir 10 milljónir í laun og þiggur atvinnuleysisbætur. Við skulum ekki reyna að flækja það mál Gunnar J.
Hér á landi þarf mikillfjöldi einstaklinga og fjölskyldna að standa í biðröðum eftir mat hjá Fjölskylduhjálp. Þetta er einsdæmi í vestrænu ríki og við skulum stöðva okkur við eftirfarandi staðreyndir:
Þegar pólitíkusar bjóða sig fram til Alþingis þá lofa þeir allir fyrst og síðast að standa vörð um þá sem höllustum fæti standa. Þess vegna eru svona pistlar skrifaðir og þess vegna er það augljóst að stjórnvöld þessa lands eru ómerkilegt fólk og margir leyfa sér að kalla svoleiðis fólk hyski.
Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 13:39
En ef þessi einstaklingur sem er með 10 milljónir í laun, missir vinnuna og tapar öllu sínu, á þá hann ekki að fá neitt af því að einusinni var hann með svo há laun?
Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 15:23
Á ekki líka að láta þetta hálaunafólk borga fyrir þá læknisþjónustu sem það fær og fyrir að senda börnin sín í skóla. Þetta hálaunafólk ætti nú að hafa efni á því.
Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 15:31
Jú jú það er fínt að fólk fari til læknis og sendi börn í skóla en það á líka við fólkið sem stendur í biðröðum eftir mat.
Það má spyrja hvers vegna fólk sem er með tugi milljóna á ári í laun þarf að steypa sér í skuldir og hvers vegna skattgreiðendur eiga að greiða þær skuldir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.10.2010 kl. 15:35
Ps mér er fullkunnugt að vinnuveitendur greiða tryggingagjald í hlutfalli við laun. Í tilfelli banka eru þessar greiðslur teknar úr rekstrinum, þ.e.a.s. þeim tekjum sem bankar hafa af vöxtum, verðbótum og þjónustugjöldum af ýmsu tagi.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.10.2010 kl. 15:40
Tja, oft eru þeir sem eru með há laun í rekstri og það á sinni eigin kennitölu, ég þekki nokkra svoleiðis, aðalega verkmenn sem studna verktakavinnu. Þessir aðillar eiga samt ekki meira eða eyða meira en meðallaunamanneskja. Svo verður hrun, allar forsemdur fyrir því að reksturinn standi undir sér brostnar. Þetta fólk missir tekjurnar sínar og á engan sjóð, á það bara að ráfa betlandi um göturnar.
Svo finnst mér bara sanngjarnt að fólk sem borgar fullt af peningum í atvinnutryggingjasjóð fái eitthvað úr honum ef það missir vinnuna og hefur engar tekjur.
Nema náttúrlega vistri jöfnuðurinn snýst út á að allir eru jafnir og fái aðgang að velferðarkerfinu, nema sumir.
Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 16:04
Bjöggi. Bótakerfið er byggt upp fyrir þá sem eru ekki eins jafnir og aðrir. Þetta orðalag ætla ég ekki að skýra nánar. Mér er vel kunnugt að efnaðar fjölskyldur og einstaklingar telja sig eiga jafnan aðgang að þessu kerfi og hér má glöggt sjá að sá skilningur er ekki einsdæmi.
Það er áreiðanlegt að fjölskylda með 10 milljóna tekjur á betri möguleika á að bregðast við tímabundnum atvinnumissi en sú fjölskylda sem hefur dregið fram lífið á smánarlaunum.
En þú hefur staðið þig vel við að sýna okkur þína hlið. Einhver ásæða er líklega fyrir því að þú skýlir þér bak við nafnleynd.
Árni Gunnarsson, 21.10.2010 kl. 17:34
Sölvi orðar þetta ágætlega á Pressunni:
Haustið 2008 varð kapítalismi heimsins að risastórum sosíalisma í einu vetfangi. Almannafé var kastað til að bjarga einkareknum fyrirtækjum, sem höfðu greitt fáheyrð laun og arðgreiðslur undir því yfirskyni að engum kæmi það við. Þetta væru jú þeirra peningar.
Við þetta má bæta:
En þessir peningar hafa verið innheimtir af þeim sem skapa verðmætin. Bankafólk leikur sér með fjármuni annarra og hefur gríðarlegan áhuga á eigin réttindum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.10.2010 kl. 18:09
Forstjóri vinnumálastofnunnar sagði að þeir sem hefðu fengið hæstu "tekjurnar" hefðu verið að fá bótagreiðslur, eins og slysabætur og þegið atvinnuleysisbætu sama ár. Eða þetta hefðu verið fólk í vinnum þar sem unnið er í rassíum eins og hjá sumum sjómönnum, því verið á háum launum hluta ársins en atvinnulausir hinn hluta ársins.
Svo er það þannig að pabbi minn er smiður og verktaki og er með reksturinn á sinni kennitölu, "launatekur" hans sem hann gefur upp til skatts eru yfir 10 milljónir á ári. Rauntekur hans eru ekki yfir 10 milljónir á ári, heldur eru tekjurnar svipaðar og hjá meðalfjöslskyldu, enda á hann, mamma og litli bróðir minn ekki að borða síðustu vikuna í mánuðnum, og þau hafa aldrei lifað hátt.
En ykkur finnst bara gaman að skammast og geriri ráð fyrir því að þetta séu ríkir bankamenn sem eruð að þyggja þessar atvinnuleysisbætur. Þið gerið ykkur ekkert grein fyrir hvað býr bak við þessar tölur eða eruð tilbúin að skoða það af því að þið eruð búin að gera upp ykkar skoðun sem er að þetta eru bara eitthverjir siðleysingjar.
Bjöggi (IP-tala skráð) 21.10.2010 kl. 23:00
það er ekkert til sem heitir rauntekjur hjá launafólki. Þeir sem eru með sjálfstæðan atvinnurekstur draga frá öll gjöld, fjármagnskostnað og geta líka greitt sér hagnað úr rekstrinum og lækkað með því uppgefin laun.
Allir sem eru með tugi milljóna í laun eru ríkir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.10.2010 kl. 23:13
Þetta pakk er siðlaust, en því miður er það ekki undirmálspakk, kannski siðferðislega, en ekki fjárhagslega, þó það ætti að vera þannig ástatt hjá þeim sem eru með siðferðið á svona lágu stigi.
Það er nú eitthvað bogið við þessa útskýringu Bjögga á skattauppgjöri föður síns. Flestir sem eru í rekstri reyna að reikna sér eins lág laun til skatts og þeir geta eins og Jakobína bendir á. Skatturinn reynir þó að ganga eftir því að menn reikni sér laun í samræmi við viðmiðunarreglur sem taka mið af launaþróun.
Theódór Norðkvist, 22.10.2010 kl. 01:42
Ég kalla fólk undirmáls sem getur ekki haft fjármálin í lagi þrátt fyrir tugi milljóna í árslaun.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 11:43
EKKI gráta.
ANON (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 11:44
Jakobína, ekki ef þú ert með reksturinn á þinni EGIN kenntölu eins og pabbi minn, þá færðu allar tekjur skrifað sem laun, borgað af því fulla skatta, svo ef það er eitthver kostanður færðu hann borgaðan sem laun (þetta er kostaður sem fer í verkinn) og getur ekki fengið virðisaukann endurgreiddann, þar sem þetta er allt á kennitölunni sem pabbi fékk við fæðingu. Pabbi getur heldur ekki falið laun eða lækkað þau þar sem hann er bara með eina kennitölu.
Reyndu nú að fara taka hausinn á þér út úr rassgatinu á þér, bara svona einu sinni. Ef þú hefðir lesið það sem ég skrifaði þá hefðir þú ekki komið með svona óendanlega vitlaust komment.
En þú veist væntalega betur en ég og pabbi hvernig staðan er hjá föður mínum.
Svo er líka til fólk í rekstri sem tók há lán til að hefja rekstur, þessi lán eru á þeirra persónulegu kennitölu og til að borga af þeim þarf fólk að borga sér há laun. Ef reksturinn fer undir, þá hætta tekjurnar að koma og fólk fer á hausinn. Þetta fólk var kannski með háar skráðar tekjur en allar tekjur fóri í að borga af lánum sem fóru í að starta rekstri. Þú getur ekki kallað þetta fólk undirmálsfólk,
Það er svo margt sem getur verið á bak við þessar tölur, en þú afneitar því. Það er fólk eins og þú sem ert undirmálsfólk, þú ert undirmmáls af því að þú ert ekki tilbúin að skoða aðrar hliðar málsins af því að þú ert alltaf svo ofboðslega örugg um að þú hafir rétt fyrir þér.
En veistu, smá fréttaskot, þú hefur ekki alltaf rétt fyrir þér og það er fáránlegt hjá þér að fullyrða eitthvað um undirmálsfólk, þegar þú hefur ekki hugmynd um raunverulega aðstæður þess. Það er þú sem ert undirmáls í þessu máli.
Bjöggi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 12:45
Svo segir þú allir sem eru með tugmilljónir í árslaun eru ríkir, ertu þá líka að tala um þá sem eru með tugmilljónir í árslaun eitt árið af því að það ár fengu þeir bætur eins og slysabætur, þeir sem fengu hæstu tekjurnar og voru á atvinnuleysisbótum voru að fá bætur eins og slysabætur það árið.
Pabbi minn er með tugmilljónir í skráð árlaun, afhverju keyrir hann um á 20 ára gömlum bíl, á litla íbúð sem er of lítil fyrir hann, mömmu og brósa og þau eiga ekki að borða síðustu vikuna í mániðnum. Þau fara aldrei til útlanda eða eiða í annan munað. Þau fara vel með hverja einustu krónu og hafa gert frá því að ég man eftir mér, samt eiga þau ekki fyrir mat. Er þettta fólk ríkt?
Bjöggi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 12:50
Theódór, þú þarft líka að lesa betur, ég tala um á sinni eigin kennitölu, hann er ekki með fyrirtækjakennitölu eða vsk númer eða eitthvað álíka.
Finnst ykkur líka siðferðislega rangt að eitthver sem er að bíða eftir slysabótum þyggi atvinnuleysibætur á meðan?
Bjöggi (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 12:53
Bjöggi, pabbi þinn ætti að fá sér nýjan endurskoðanda
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 12:56
Þeir sem starfa á eigin kennitölu mega reikna frá allan kostnað af starfseminni, hlutdeild í heimasíma, tölvu o.s.frv.
Ég veit ekkert um fjármál þinnar fjölskyldu og vissulega geta verið undantekningar í þessum hóp en það breytir því ekki að fjöldinn í þessum hóp er hreint ekki að lepja dauðann úr skel. Þeir sem hafa í áraraðir hafa tugi milljóna í árstekjur ættu ekki að þurfa að vera á framfæri ríkisins.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 13:00
Og ps Bjöggi. Ég hef alls ekki alltaf rétt fyrir mér og skipti oft um skoðun.
Megninreglan ætti þó að vera að fólk sem hefur tugimilljóna í árstekjur ætti ekki að þurfa að þyggja bætu.
Þeim fjármunum er betur varið til þeirra sem raunverulega líða skort.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 13:05
Eg er ekki endilega að sjá að ,,sú redding" sm þú kallar hafi endilega kostað ríkissjóð ,,hundruðir milljarða" og ennfremur er eg ekki að sjá að nefnt sé ,,grundvöllurinn að icesavedeilunni".
Það að gera innstæður að forgangskröfum var á kostnað annarra kröfuhafa. Og í framhaldi, þá er ég ekki að sjá að það hefði bara verið hægt að taka fyrstu 20.000 evrurnar útfyrir sviga og gera þær að forgangi umfram aðrar innstæður ein og skilja má á sumum að átt hafi að gera. Eg stórefa að það hefði verið hægt - eða allaveg hefði slíkt getað dregið slóð á eftir sér er ég hræddur um. En ef ríkið hefði borgað beint út lagmarkið - þá hefði það alltaf þurft að borga lágmarkið í erlendum útibúm líka.
Ef það heldur fyrir dómsstólum að hægt hafi verið að gera innstæður að forgangskröfum eftir á, má segja - þá var það rétta leiðin held eg. Þó undarlega megi virðast þá var skynsamlegt að gera þetta - að því gefnu að það standist lög eins og áður er nefnt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.10.2010 kl. 14:09
Ríkissjóður lagði hundruð milljarða í bankanna eftir hrun.
Því hefur margoft verið haldið fram í erlendum fjölmiðlum að Icesave deilan snúist um það að íslenskir innistæðueigendur hafi verið gerðir rétthærri erlendum.
Bjarki það er enginn að tala um að ríkið hefði átt á borga út þetta lágmark. Ríkið átti að halda puttunum frá þessu klúðri.
það er óheimilt samkvæmt tilskipun ESB að ríkið gangi í ábyrgð fyrir bankanna hvað þetta varðar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 17:07
Ertu enn og aftur staðin að innantómum upphrópunum Jakobína. En hvað það er skrítið.
Sigurður Gunnarsson (IP-tala skráð) 22.10.2010 kl. 17:09
Það er alltaf gaman að því þegar umræðan beinist frá upphafinu og að einhverju öðru, alls óskyldu. Minnir á gamla leikinn "láttu orðið ganga" :)
Þar sem Icesave er komið í umræðuna, og neyðarlögin, þá vil ég minna á að ALDREI hefur okkur almúganum verið sagt hverjir áttu öll þessi meintu auðæfi inni á bankareikningum sem neyðarlögin vernduðu. Ég giska á lífeyrissjóðina!
Kolbrún Hilmars, 22.10.2010 kl. 17:44
Já lífeyrissjóðirnir og hluti þeirra sem eiga 750 milljarða hreina eign. Það er slatti af Íslendingum sem eiga mikið á bankareikningum. Svo voru það peningasjóðirnir....
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 22.10.2010 kl. 18:22
Siðlaust undirmálspakk. Hm.
Annars gerði Gutti ráðherra hressilega í buxurnar þegar hann var spurður út í þetta í sjónvarpinu.
Hann talaði um fólk í þessari stöðu ætti að sjá sóma sinn í því að þiggja ekki þær bætur sem það sannarlega á rétt á.
Ef menn eru komnir út í þetta mætti þá ekki segja að Gutti ætti að sjá sóma sinn í því að gefa eftir ca. helming launa sinna.
Hvað hefur gamall allaballi að gera með meira en hálfa milljón í laun?
núman (IP-tala skráð) 23.10.2010 kl. 13:06
Jakobína, VORU peningasjóðirnir með í pakkanum? Mér er það til efs því þeir voru síðan gerðir upp með 25-32% afföllum, þannig að neyðarlögin virðast ekki hafa verndað þá. Veltufé launafólks og fyrirtækja var vissulega varið - skiljanlega, en það hangir eitthvað meira á spýtunni sem enn hefur ekki verið upplýst.
Kolbrún Hilmars, 23.10.2010 kl. 14:39
núman það er mín skoðun að stjórnmálamenn eigi að skerða eigin kjör í samræmi við það sem þeir eru að skerða kjör annarra. Meðan þeir hygla að sjálfum sér hafa skýringar þeirra engan trúverðugleika.
Kolbrún. Já þetta hefur ekki verið vel skýrt og þjóðin á í raun rétt á því að þetta sé útskýrt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2010 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.