Pípara, smiði eða viðskipafræðinga

Hvað segir herra biskup um að prestar hafi ekki einkarétt á sorginni í kirkjum? Gildir réttur fleiri fagstétta þar.  

Þeir sem sinna áfallahjálp í skólum eru væntanlega að vinna að fyrirbyggjandi starfsemi sem tengjast áföllum. Það heitir áfallahjálp en ekki sáluhjálp.

Þegar að brátt ber að og sinna þarf áföllum í skóla eru fagmenn vissulega þeir sem eiga að sinna því.

Fyrstu viðbrögð eru venjulega ekki sorg heldur doði, utangáttaháttur og vantrú eða jafnvel afneitun (tala af eigin reynslu en reynsla manna getur verið misjöfn vegna svipaðra áfalla). Ég er enginn sérfræðingur en tel mig þó hafa rekist á einhvern fræðitexta sem styður að þetta séu fremur almenn viðbrögð. 

Sorgin er hið langvarandi ferli sem tekur við og fólk þarf að læra að lifa með.  Þá kemur sáluhjálpin sér vel fyrir þá sem vilja nýta sér þá leið.

Vinir mínir voru mínir sáluhjálparar en góðir vinir í fjölskyldunni og utan hennar geta verið gulls (eða prest) ígildi. 

Ps. það kom prestur (það var á sjúkrahúsi) að í þessu tilfelli sem var mjög alvarlegt og tengdist fleiru en einu dauðsfalli. Hann klúðraði viðtalinu svona frekar vegna þess að hann hafði ekki kynnt sér nægilega vel hvað gerðist og hvernig.

Hann gerði þó eitt vel  hann leit framan í dóttur mína og sagði: þú hefur orðið fyrir þessum hörmulega atburði. 

Með því að gera það þá gaf hann okkur hugtak til þess að nota yfir þetta því við áttum engin orð. Bara vantrú og sársauka.  


mbl.is Engin ein fagstétt á sorgina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Æ hvað hann ætlar að verða seinheppinn þessi biskup.  Bjarta brosið, þíði rómurinn og blikið í augunum fellur í skugga þegar hann tjáir sig um málefni presta og einkarétt þeirra á athöfnum og umræðum.

Það getur örugglega enginn sett sig inn í spor þeirra sem verða fyrir skyndilegu alvarlegu áfalli, án þess að hafa upplifað slíkt sjálfur.  Enginn vill hafa slíkan reynslubrunn og því er öll hjálp af góðum hug örugglega vel þegin af þeim sem þjást.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 25.10.2010 kl. 03:32

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já hann setur fótinn sífellt í það.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.10.2010 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband