Ja há, þetta er skelfilegt!

Það er ekki nema von að hamhleypurnar Sóley Tómasdóttir og Hanna Birna láti í sér heyra.

Safnkostur hitaveitunnar í hættu!

k0626468

Þetta hlýtur að vera algjör martröð fyrir þær stöllur.

Mér rennur kalt vatn á milli skins og hörunds við tilhugsunina um þetta.

Í hvaða ástandi skyldi þá safnkostur sjúkrahúsanna, heilsugæslunnar, grunnskólans, Landsvirkjunnar, fiskistofu, jafnréttisstofu....vera?


mbl.is Hætta á að safnkostur skemmist
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stundum finnst mér þú finnast um of Jakobína. Ert þú búin að verðleggja alla hluti inn að kjarna og komast að réttum niðurstöðum? Oft er ég sammála þér í þínum hugleiðingum, en ert þú ekki að hlaupa t.d. núna um of víðan völl?

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.10.2010 kl. 03:28

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Ólíkt því sem nú gerist um Orkuveitusafnið þá eru nú þegar starfsmenn sem sinna safngripum sem tengjast öllum þeim atriðum sem þú nefnir. Þér finnst kannski að jafn mikilvægur hluti af sögu þjóðarinnar og orkuveitusagan er skipta litlu máli en voðalega finnst mér þú eitthvað grunn samt.

Egill Óskarsson, 30.10.2010 kl. 04:33

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei strákar orkuveitusagan er hátt skrifuð hjá mér. Ég gæti til dæmis vel hugsað mér að laun Jóns Gnarr yrðu lækkuð um helming (hann vinnur hvort eð er ekki nema fyrir helmningnum) og sá peningur settur í að halda "safnkostinum" í góðu lagi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2010 kl. 11:40

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Annars er þetta orð safnkostur mjög ógagnsætt og lesandi þessarar fréttar fær lítinn botn í málið. Það er ekki minnst á tilgang þess að verja umræddan safnkost í fréttinni. Það er því varla hægt að ætlast til mikillar samúðar af lesandanum sem ekki er innvígður í safna og sögufræði.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2010 kl. 11:42

5 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Sóley og Hanna B. sofa ekki, vegna óefnds loforðs Jóhönnu,                          FRJÁLSAR HANDFÆRA VEIÐAR, er leysa atvinnu og fátækrar vanda Íslendinga!

Aðalsteinn Agnarsson, 30.10.2010 kl. 12:44

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Held að þær hafi meiri áhyggjur af gömlu dóti en ryðguðum loforðum

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2010 kl. 15:06

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Af hverju á Jón Gnarr yfirleitt að hafa laun? Ég dauðsé eftir vínarbrauðinu sem hann gúffar í sig á kostnað borgarinnar.

Árni Gunnarsson, 30.10.2010 kl. 17:08

8 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

lol

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2010 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband