Stjórnmálamenn í óðagoti

Nú eru erlendir lánadrottnar að krefjast bóta vegna neyðarlaganna. Neyðarlögin voru sett í óðagoti af stjórnmálamönnum sem vildu redda

Icelandic-protesters-burn-006

 fjármagnseigendum.

Hvernig væri staðan ef íslenska ríkið væri búið að ganga í ábyrgð fyrir Tryggingasjóð innstæðna og skuldbinda sig vegna Icesave?

Á þá ríkið að greiða skaðabætur til erlendra lánadrottna vegna lagasetningu sem brýtur á jafnræði plús það að standa við ójafnræðið með því að tryggja innistæður? 

Þetta mál er svo mikið rugl og ber vott um óvandaða löggjöf.

Sjá:

http://www.guardian.co.uk/business/2010/nov/07/iceland-banks-bondholders-legal-action 


mbl.is Hóta íslenska ríkinu málsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ansans ári held ég að við eigum eftir að lenda í vondum málum út af þessu og fleiri sambærilegum málum. Við erum ekki búin að búin að bíta úr nálinni með þessi og fleiri myrkraverk Dabba, Dóra og Geira

Shepherd (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 18:26

2 identicon

Getum við ekki bara sagt að þetta sé fyrnt, líkt og Bretar fyrndu möguleika okkar á að sækja þá til saka fyrir að setja hryðjuverkalög á landið!

Annars held ég að sérhver heilvita maður sjái að staða þessara erlendu lánardrottna væri ekkert betri ef algjört hrun hefði orðið, þ.e. þeir hefðu ekki heldur fengið neitt uppúr krafsinu við það.

Björn (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 18:29

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nei ég óttast að fleira eigi eftir að fljóta upp á yfirborðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.11.2010 kl. 18:29

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Björn íslenskum löggjafa virðist fyrirmunað að nota vald sitt til þess að verja þjóðina. Hafa kannski ekki vitsmuni til þess. Ég veit það ekki.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.11.2010 kl. 18:31

5 identicon

Neyðarlögin voru hreinlega óvönduð eins og allt annað sem átti sér stað í kringum hrunið.  Því miður.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 19:12

6 identicon

Vonandi ekki mikið meira Jakobína. Já ég hef ekki skilið almennilega þessa undirgefni okkar á síðari árum gagnvart erlendum ríkjum, eins og við stóðum nú á okkar í þorskastríðinu.

Já Stefán, neyðarlögin voru ekki fullkomin en kannski það besta sem hægt var að gera fyrst menn voru sofandi í aðdragandanum. "Þetta reddast" virkaði því miður ekki í þetta skiptið og verður okkur þá líklega dýrkeypt í langan tíma. Það er hins vegar auðvelt að vera vitur eftirá og benda á gallana.

Björn (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 19:31

7 identicon

Björn:  Það er erfitt að tala í nútíð um það sem liðið er.  Eða þá í framtíð;)

Þegar menn eru óundirbúnir, þá gerist þetta sem einmitt gerðist þá.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 19:35

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum á hraðri niðurleið og getum ekki gert neitt í því með núverandi landráðastjórnvöld tengdri mafíu bankana og útrásarinnar!

Sigurður Haraldsson, 7.11.2010 kl. 20:41

9 Smámynd: Hafþór Baldvinsson

"Björn íslenskum löggjafa virðist fyrirmunað að nota vald sitt til þess að verja þjóðina. Hafa kannski ekki vitsmuni til þess. Ég veit það ekki."

Kannski ný hryðjuverkalög virki á þetta. :)

Hafþór Baldvinsson, 8.11.2010 kl. 00:35

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hvað eru ,,lánadrottnar" annað en fjármagnseigendur?

Rósa sig aðeins í frösunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.11.2010 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband