Á ég erindi á stjórnlagaþing?

Það er meginkrafa mín og flestra þeirra sem ég hef talað við að valdið komi frá þjóðinni. Það er einnig krafa þjóðfundar.

Mynd-1_crop-minni númer 

Að vera í framboði til stjórnlagaþings

Þar sem ég er í framboði til stjórnlagaþings lít ég á það sem skyldu mína að greina þá meginþætti sem glíma þarf við í nýrri stjórnarskrá. Það nægir mér ekki að hugsa eða segja já ég vil betra samfélag eða þá ég vil leggja mitt að mörkum. Grundvöllur þess að ég geti lagt að mörkum á stjórnlagaþingi er að ég hafi gert mér greinagóða hugmynd um tilgang stjórnarskrárinnar og vilja þjóðarinnar.

 

Þjóðin hefur nokkuð skýrar hugmyndir um betra samfélag. Ef ég fer á stjórnlagaþing þá þarf ég að gera mér mynd af því hvernig ég get byggt brú á milli lífsgilda þjóðarinnar og texta í stjórnarskrá. Ég þarf að spyrja hvernig er hægt að byggja upp stjórnarskrá og smíða texta sem er hvatning að betra mannlífi, jöfnuði og mannréttindum. Órofa tengsl eru á milli þess hvernig valdi er beitt í samfélaginu og hvernig mannréttindi eru virt. 

 

Fyrirkomulag valdsins 

Mikil og endurtekin umræða er um aðskilnað ríkisvaldsins. Við núverandi aðstæður stjórna ráðherrar þinginu og löggjöfinni. Dómsmálaráðherra hefur alræðisvald um skipan dómara. Þetta fellur ekki að kröfum almennings og stjórnarskrá um þrískiptingu valds.

 

Umræða um aðrar valdastofnanir, sjálfstæði þeirra og aðkomu almennings hefur einnig verið í brennidepli. Ég hef verið að leika mér að því að skoða helstu þrætuepli valdsins.

 

Ég ætla að telja hér upp þær helstu því eitt af viðfangsefnum stjórnlagaþings er að skoða tengsl, skipulag og leiðir í samfélaginu.

 

Hinar þrjár hefðbundnu valdastofnanir

 

  • Löggjafarvald  (er í dag stimpilstofnun og þrætusamkoma   -brást fyrir hrun)
  • Framkvæmdarvald  (fer í dag með löggjafar- og framkvæmdavald  -brást fyrir hrun)
  • Dómsvald  (nýtur í dag ekki trúverðugleika vegna klíkuráðninga og tengsl við framkvæmdavaldið -hefur brugðist)

 

Aðrar mikilvægar stofnanir samfélagsins

 

  • Fjölmiðlavald  (hefur mikil áhrif á umræðuna og sýn okkar á samfélagið -brást fyrir hrun)
  • Fjármálavaldi  (hefur áhrif á atvinnulíf og viðskipti auk efnahags landsins -brást fyrir hrun)
  • Eftirlitsvald  (Á að standa vörð um að farið sé að lögum og reglum  -brást fyrir hrun)
  • Þekkingarvald  (Á að auka þekkingu og efla dómgreind í samfélaginu -brást fyrir hrun)
  • Trúarvaldið  (á að vera í framvarðasveit um siðgæði  -ætla ekki að fjölyrða um það)
  • Auðlindavaldið (Á að tryggja blómstrandi atvinnulíf og almenna velferð -brást fyrir hrun)

Hyggjum vel að því að nýja stjórnarskrá þarf að móta með það í huga að breyta stjórnmálunum, stjórnsýslunni og koma valdinu til þeirra sem eiga tilkall til þess í lýðræðissamfélagi. 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessuð Jakobína.

Þú átt sannarlega erindi á stjórnlagaþing.  Það þarf manneskju með bein í nefi (þó ekki í bókstafslegri merkingu) og þekkingu, ásamt góðvilja gagnvart fólki og fénaði.

Samtryggingin má passa sig, komist þú inn.

Gangi þér vel.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 11.11.2010 kl. 08:55

2 identicon

Það er nokkuð ljóst til hvers þú vísar varðandi umdeildar ráðningar dómara - en að hvaða leyti telur þú að dómsvaldið sem slíkt hafi brugðist?

Bjarni (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 10:00

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Dómsvaldið hefur brugðist þegar mál hafa verið tekin fyrir sem varða mannréttindi og jafnrétti.

Slíkum málum hefur verið snúið við hjá alþjóðadómstólum.

Dómstólarinir hér voru og eru hallir undir valdið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Ómar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.11.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband