RUV býður efnameiri frambjóðendum kynningu

Á fundi í Reykjavíkurakademíunni í gær var fjallað um fjórða valdið og meðhöndlun þess í stjórnarskrá.

Fjölmiðlar hafa gjarnan verið kallaðir fjórða valdið en merkur maður, hvers nafn ég man ekki, kallar þetta vald

lydvarpborgarafundur1

 ábyrgðarlausa hirðskækju.

Ég hef fylgst nokkuð með því hvernig fjölmiðlarnir standa sig í umfjöllun um stjórnlagaþing og velt því fyrir mér hvort þeir sýni samfélagsábyrgð í með þátttöku í umræðu og kynningu á frambjóðendum.

Ég fékk tilboð frá RUV í dag sem bauð mér að kaupa skjáaulýsingu sem myndi birtast samhliða Silfri Egils gegn 11.900 kr. auk VSK.  

Ég sendi RUV eftirfarandi svar:  

Ég sat á fundi með mörgum frambjóðendum til stjórnlagaþings í gærkveldi en þar ræddum við fjórða valdið. Nú er ég ein af nefskattsgreiðendum RUV þótt ég vildi fremur greiða til þess iðgjald til þess að tryggja að RUV fái það sem ég greiði fyrir afnot.

Mynd-1_crop-minni lítil númer

Ég lít svo á að RUV sé að bregðast landsmönnum með því að gefa þeim eingöngu færi á því að kynnast frambjóðendum sem koma frá betri efnum eða eru styrktir af sérhagsmunum. Þetta er mjög svo 2007 og í greinilegri andstöðu við þær breytingar sem við viljum sjá í samfélaginu. Ruv hefði sýnt mikla samfélagsábyrgð með því að veita nokkrar klukkustundir á dag í samræðutíma við frambjóðendur og mætti endurflytja það síðan á nóttunni. 

Það er satt að segja stórmerkilegt að ríkissjónvarpið skuli geta lagt mánuði undir ýmsa íþróttarviðburði en skuli gjörsamlega hunsa þennan merkilega viðburð sem þessar kosningar eru. 

Ég vil því leggja eina spurningu fyrir RUV. Eru íþróttaviðburðir mikilvægari hjá stjórnendum RUV en samfélagsmál sem brenna á öllum almenningi? Sé svarið við þessu játandi þá verð ég að játa að ég sé lítin tilgang með ríkisfjölmiðli sem sýnir ekki samfélagsábyrgð. 

Bestu kveðjur

Jakobína

Fúskað með merkingu þjóðfundar


mbl.is Frumvarp til fjölmiðlalaga lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband