ESB keyrt inn á stjórnlagaþing

Ég sé stjórnlagaþingið sem tækifæri til þess að hefja nýja vegferð. Ég vil sjá að flokksræðið sé brotið niður í nýrri stjórnarskrá, aðhald við fjölmiðla aukið og sett inn í hana ákvæði sem tryggi það að farið sé eftir henni.

Það er dapurlegtað horfa á sviðsetninguna og blekkingaleikinn sem fer fram á bak við tjöldin í aðdraganda þessara kosninga. Við búum við stjórnarfar sem er rúið trausti. Vantraust okkar á stjórnvöldum og fjármálakerfinu eru heilbrigð viðbrögð við blekkingaleik og leynimakki.

Mynd-1_crop-minni 1 númer

Stjórnlagaþing og ESB

Eftir kosningarnar 2009 köstuðu stjórnvöld bombu inn í viðkvæmt ástand með því aðsækja um aðild að ESB án þess að bera það undir þjóðina. Ríkisstjórnin tilkynnti að stofnað skyldi til stjórnlagaþings.

Lagaprófessor bregst við því með því að lýsa því yfir að stjórnarskrá sem að stofninum til er frá 1874 sé bara ágæt en gallinn sé að það sé ekki farið eftir henni. Annar prófessor við Háskóla Íslands vill gera díl. Hann lýsti eftir frambjóðendum á fésbókinni sem vildu gera landið að einu kjördæmi, draga úr völdum forsetans (festa þingræðið í sessi), setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar að flytja vald til alþjóðastofnana, aðskilja ríki og kirkju og að ráðherrar sitji ekki á þingi?

Það vakti sérstaka athygli mína að hann vill setja ákvæði í stjórnarskrána sem heimilar að flytja vald til alþjóðastofnana. Fjöldi frambjóðenda keyptu þennan díl og settu nafn sitt við færsluna.

Jafnvel þótt að ekki sé heimild fyrir því í stjórnarskrá hefur stjórnmálastéttin afsalað valdi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Sá gjörningur upphófst með undirskrift sjálfstæðisforystunnar en núverandi ríkisstjórn hefur viðhaldið því fyrirkomulagi sem bendir til þess að hún treysti sér ekki til þess að stjórna landinu af eigin dáðum. Það fer ekki fram hjá mér lengur að stofnað er til stjórnlagaþings til þess að forma stjórnarskrána að mjúkri inngöngu í ESB.

Lýðræðishyggja frambjóðenda

Frambjóðendur sem hafa lýst sig vera lýðræðissinna setja nafn sitt við að samþykkja ákvæði í stjórnarskrá sem heimilar að vald sé flutt til alþjóðastofnana og jafnvel að öryggisventillinn sem felst í málsskotsréttinum sé fjarlægður.

Annað hvort er frambjóðandinn lýðræðissinni og styður það að valdi ríkisins sé aldrei afsalað til alþjóðastofnanna nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu eða þá er frambjóðandinn hallur undir að valdið sé tekið frá þjóðinni og hún dregin spriklandi undir erlent vald.

Þjóðfundurinn var skýr hvað þetta varðar. Hann segir: að valdið komi frá þjóðinni.

60236_1489274085967_1657428739_1163908_1863427_n

Það þarf hinsvegar að gera miklar breytingar á stjórnarskránni. Gamla stjórnarskráin er úr sér gengin og speglast það best í því að stjórnmálastéttin virðir hana ekki og fer ekki eftir henni.

Stjórnmálastéttin hefur gert hrikaleg afglöp sem speglast í skuldum, atvinnuleysi, verðlagi og sköttum. Svo virðist vera sem tvö sterk öfl berjist á bak við tjöldin í þessum kosningum. Þeir sem vilja viðhalda handónýtu kerfi og hinir sem vilja keyra þjóðina með ofbeldi inn í kerfi sem hún hefur ekki samþykkt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stjórnsýslufræðingur á stjórnlagaþing

 


mbl.is ESB hafnar hugmyndum Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú gengir inní samstarf á borð við AGS prógrammið þá ertu ekki að afhenta fullveldið frá þér. Þú þarft bara að fara i ákveðinn pakka til þess að geta greitt til baka sem þú fékkst lánað. Þarf m.a að skera niður.

Við Íslendingar sóttum um lán frá AGS. AGS kom ekki til okkar.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2010 kl. 18:12

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er nokkuð mikil einföldun hjá þér.

Ísland var þvingað undir AGS með leikfléttum sem fóru fram á bak við tjöldin.

AGS er á Íslandi sem varðhundur erlendra lánadrottna. Erlendra lánadrottna sem áttu í viðskiptum við einkafyrirtæki en ekki íslenska ríkið.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nánast alvald yfir efnahagsstjórnun landsins. Ef þú lest viljayfirlýsinguna þá ættir þú að koma auga á þetta.

Ýmislegt er í gangi sem fer hljótt eða nánast í skjóli myrkurs.

Lífeyrissjóðirnir hafa t.d. verið að nota erlendar eignir til þess að beila út krónueignir Avens.

Ríkisstjórnin hélt að sér höndum á meða sala á jarðvarmaauðlindum átti sér stað.

Fjármálaráðherrann setti 16 milljarða í bótasjóð Sjóvár sem hafði verið rændur en átti ekki 3 milljarða til þess að tryggja forræði yfir jarðvarmanum á Suðurnesjum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2010 kl. 18:23

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já núna er Magma líka verkfæri djöfulsins.

Það er kominn tími til að Íslendingar hætta að halda að allir útleningar eru vondir.

Þú smellpassar í flokk sem ég kalla X-Ó

http://thruman.blog.is/blog/thrumusleggjan/entry/1079712/

Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2010 kl. 18:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er Magma "allir útlendingar"?

Ég er eiginlega orðin leið á svona bulli. Ég vil sjá náttúruauðlindirnar á forræði þeirra sem byggja landið. Aðkoma Magma er þriðjaheims fyrirbæri sem allir Íslendingar ættu að hafna. Djöfullinn og hans verkfæri koma málinu ekkert við.

Ég veit ekki hvaða Íslendinga þú þekkir en ég kannast ekki við Íslendinga sem trúa því að allir útlendingar séu vondir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2010 kl. 18:50

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Náttúruaðulidnr eru í eigu Íslendinga... .en magma á nýtingarétt.

Þetta getur vel verið að hafa verið slæmur díll... en það er alveg óþarfi að þjóðnýta fyrirætkið að hætti Huga Chavez.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2010 kl. 18:57

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Nýtingarréttur til 60 til 120 ára er sala sem kallað er annað en sala.

Ég held að þér þætti það ekki góður díll ef ríkið myndi afhenda nýtingaréttinn af húsinu þínu til annarra aðila í 60 ár.

Ég held að þú myndir bara hætta að vera fegin að eiga hús.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.11.2010 kl. 19:03

7 identicon

Ég held þessi hálfviti Þruman, Sleggja og Hvellurinn ætti bara að lesa sér til um hvernig millistéttin í Argentínu gufaði upp þegar leiðitöm og heimsk stjórnvöld þar, sem Jóhanna S  og Össur virðast ætla að taka sér til fyrirmyndar, fóru í einu og öllu að ráðum þeirra..og lesa sér aðeins til um þennan sjóð. Magma er svo með alræmdustu fyrirtækjum veraldar, einkum þekkt fyrir að arðræna fátækar þjóðir, þeir hnupluðu til dæmis nánast öllu gulli í Perú, sem er Perúbúum jafn mikilvægt og okkur fiskurinn okkar, þegar lið svipað innrætt og Jóhanna komst til valda þar í landi og seldi þeim það fyrir slikk. Eftir situr þjóðin snauðari en áður. Þannig verður það líka hér ef við seljum okkar auðlindir. Þá endum við sem aðrar þjóðir er selt hafa slíkum fyrirtækjum auðlindir sínar..............sem þriðja heims þjóð. Og það er sannleikurinn.

PS: Og "Þruma" (eða var það "bylur hæst í tómri tunnu"?) Það er svo bara heimóttarlegir hillibillies með minnimáttarkennd sem dettur í hug að fólk sé "á móti útlendingum". Þið vanvitarnir getið bara talað fyrir eigin hönd. Ég er bara 50% Íslendingur, genetískt séð, og gift manni af enn öðru þjóðerni. Heimsborgarar eru almennt ekki paranoid pc pakk eins og þú. Ég er á móti glæpafyrirtækjum afþví ég er upplýst og vel lesin manneskja. Þú getur átt þína minnimáttarkennd við þig. Aldrei hitt nema hillbillies með minnimáttarkennd sem talar svona og sjá "útlendingahatara" í hverju horni. Margur heldur mig sig! Hugsandi fólki hér á landi er almennt illa við þennan sjóð og þetta fyrirtæki. Illa upplýstum skrýl sem les bara blöð og engar bækur um svona mál auðvitað ekki, því Baugs-blöðin heilaþvo þig ! Farðu bara til sálfræðings út af þessari minnimáttarkennd, og láttu okkur hin vera..

Hollusta (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 20:08

8 identicon

Og heimska "Þruma" sem bylur í tómri tunnu, áður en þú veður beint úr rasismanum yfir í kommúnisman í heimskulegum upphrópunum þínum um alla sem eru ekki sammála þér, ......næst kallarðu Jakobínu, mig og meirihluta íslensku þjóðarinnar örugglega hryðjuverkamenn líka fyrir að segja ekki amen við öllu sem þú segir,

þá er ég frjálshyggjumanneskja. Þú ert fasistinn hér, með skoðanakúgun, kallandi alla ónöfnum sem eru ekki sammála þér. Skammstu þín bara hillibillie og fífl sem þú ert. 

Hollusta (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 20:24

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já góðan daginn Hollusta.... verði þér að því.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.11.2010 kl. 22:48

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

http://www.efnahagsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/3166

Sammála ykkur. Þetta eru hryðjuverkamenn.

Sleggjan og Hvellurinn, 16.11.2010 kl. 01:27

11 identicon

Þegiðu Þruma, og farðu að lesa. Þú ert fáfróður.

Jónas (IP-tala skráð) 16.11.2010 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband