Framtíðin enn rukkuð

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar virðast aðallega miða að einu og það er að færa fjárhagsvandann yfir á framtíðina. 

Þegar fólk tekur út séreignasparnað er það að skerða kjör sín þegar á eftirlaunaaldur kemur.

Hvernig sem á það er litið er verið að draga úr lífgæðum þjóðarinnar til lengri tíma. 


Erlendar skuldir munu leggjast á herðar framtíðarskattgreiðenda.

Rányrkja erlendra aðila á íslenskum auðlindum mun takamarka tækifæri í framtíðinni.

Aðför að lífeyrissjóðunum munu draga úr lífsgæðum eldra fólks.

Niðurrif á velferðakerfi mun draga úr menntun og skaða heilsu fólks.

Landsflótti fólks á besta aldri mun fækka þeim sem sameinast um að bera byrðarnar.

Þetta eru nú eigi að síður lausnirnar sem AGS boðar og hefur skilið eftir sig sviðna jörð hvar sem þeir hafa komið við.

Rannsóknir hafa sýnt að lönd sem ekki hafa þegið aðstoð AGS eru fljótari að ná sér á strik eftir kreppu og færri mannslífum er fórnað.  


mbl.is 0,5% kaupmáttarlækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Takk Jakobína, þetta er svo augljóst, samt kemst elítan í trekk í trekk að draga þjóðir sínar út í kviksyndi AGS.  Svo hún haldi sínu en almenningi blæði.

Kreppan er rétt að byrja, en tek undir hið síkveðna,

"Jakobínu á stjórnlagaþing", ætla að mæta og kjósa þig, hefði annars setið heima.  

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.11.2010 kl. 11:55

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Ómar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.11.2010 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband