Tökum þátt í lýðræðistilraun...

...eða eins og sumir segja: "ekki kjósa þann fúla með því að sitja heima."

.stjórnlagaþing 

Kjósum konu sem hefur þekkingu og þor til þess að takast á við þetta verkefni. 

 


mbl.is Um 5.500 kosið utan kjörfundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heil og sæl; Jakobína Ingunn, jafnan !

Nei; heldur þvert á móti. Hunza ber; sýndarveruleik þann, sem fram á að fara, á Laugardaginn kemur.

Hið bezta fólk; eins og þú, hefir látið ginnast, af fagurgala Engeyjar Guðrúnar, og þeirra Jóhönnu og Steingríms, á afleitan máta.

Hvers virði; er kosningin, til svonefnds Stjórnlagaþings - þegar 6. Marz kosningin, um höfnun Icesave´s (Ísþræla) reikninganna, fór fram, gegn vilja Stjórnarráðs hjúanna ?

Og; ekki bættir þú, þína málafylgju;; persónulega, með því að hafna athugasemdum Hilmars Jónssonar, hér á þinni síðu, á dögunum, ágæta frú.

Á kannski; Réttlæti og Sannleikur, bara sína grundvelli, stundum ?

Með; kveðjum þó, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 02:10

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hilmar Jónsson á að sýna mér kurteysi og ekki að leggja mér til hugsanir. Þær tel ég vera mína eign og eingöngu á mínu færi að færa í orð.

Ég get bara sagt það eitt að komist ég á þetta þing þá trúi ég því að stjórnmálastéttin verði almennt ekki hrifin.

Þær hafa verið margar leiksýningarnar frá og fyrir bankahrun. Ég tel að það sé þess virði að taka þátt í þessari.

Gleymdu því ekki Óskar að við getum lært af leiksýningum.

O ekki tel ég að ég hafi látið gynnast enda mun ég ekki fara inn á þetta þing til þess að vera landfeðrunum þæg.

Þakka þér fyrir innlitið og skilaðu kveðju til Hilmars.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.11.2010 kl. 04:23

3 Smámynd: Benedikt Gunnar Ófeigsson

Óskar.

Rétt hjá þér að þetta á að vera leiksýning til að friðþægja fólk. En með því að taka þátt í leiksýningunni og kjósa Jakobínu og fleyri hennar líka inn á þetta þing er möguleiki að þetta verði eithvað meira en skrípaleikur. Þetta gæti jafnvel komið af stað óþægilegri umræðu um þau grundvallargildi sem stjórnvöld hafa staðið vörð um og þau gildi sem mest allur almenningur telur að stjórnvöld eigi að standa vörð um.

Ef það tekst er leiksýningin þess virði að taka þátt.

Benedikt Gunnar Ófeigsson, 25.11.2010 kl. 14:20

4 identicon

Komið þið sæl; að nýju !

Benedikt Gunnar !

Þakka þér fyrir; drengilegar varnir, þeim Jakobínu Ingunni, og meðframbjóð  endum hennar, til handa.

En; því miður, er svo málum komið, hér á Fróni, að Ísland mætti þakka fyrir, ef eitthvert erlendra ríkja (utan ESB og Bandaríkjann; vel að merkja), kynnu að aumka sig yfir okkur - og gera landið, að sérstöku léni, innan sinna vébanda.

Þannig; er nú málum komið, frá mínum bæjardurum séð, ágæti drengur.

Með; ekki lakari kveðjum, en þeim fyrri /

Óskar Helgi

e.s. Jakobína Ingunn. Ég mun; koma kveðju þinni, rakleitt til Hilmars Jónssonar, þegar ég kem inn á síðu hans, næst. 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 14:38

5 identicon

Núverandi stjórnarskrá tryggir að þjóðin fái ALLTAF að kjósa, í ÞREMUR tilfellum:1. Ef forseti neitar að staðfesta lög2. EF STENDUR TIL AÐ BREYTA ÞJÓÐKIRKJUNNI3. Ef alþingi vill láta reka forsetan.Séu lög um þjóðkirkju numin í burtu, er um leið verið að nema brott lög um að þjóðin fái að velja sjálf sinn eigin sið. Það er vanvirðing við íslensku þjóðina, lýðræðishefðina og Vestræna Menningu í heild sinni.Það var einmitt lítil grein um þetta nýlega í Bókatíðinudum 2010 í tilefni af nýrri útgáfu núverandi stjórnarskrárinnar sem til sölu eru í bókabúðum. Ráðlegg öllum að fá sér eintak. Það á enginn erindi að kjósa um breytingar á stjórnarskrá sem hann hefur ekki nennt að lesa og kynna sér, og ég vara alla við að láta hræðsluáróður frá ólýðræðislegum besserwisserum hafa áhrif á val sitt. 

Sjálfur er  ég aðskilnaðarsinni, en umfram allt lýðræðissinni, sem virði ekki þá sem bjóða sig fram til að troða einkasannfæringu sinni upp á almenning og vanvirða lýðræðið og þjóðina, eins og elítistarnir og fasistarnir sem nú bjóða sig fram í þeim tilgangi að afnema Þjóðkirkjuna, án þess að spyrja þjóðina fyrst.

 

Jónas (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 22:35

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk Jónas fyrir þetta innlegg í umræðuna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.11.2010 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband