Þar sem siðblindan ræður ríkjum

Í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings var stofnaður póstlisti með netföngum allra sem í framboði voru til stjórnlagaþings. Nýlega sendi einn frambjóðenda skilaboð til allra frambjóðenda sem hljóðaði svona:

Nú þarf að hafa hraðar hendur og fljóta fætur.

Icesave III fer hindrunarlaust í gegnum þingið.

Aðeins þjóðin sjálf getur staðið í veginum eins og vanalega.

Dreifið þessu áfram sem víðast.

Í kjölfarið greip um sig mikil móðursýki meðal hluta frambjóðenda sem sökuðu sendanda um dónaskap og ónæði.

Ég vil koma eftir farandi á framfæri við þá sem ekki þola þessi skilaboð:

Sælt veri fólkið

Ég hef fylgst með því undanfarna daga hvernig fólk keppist hvert um annað þvert við að vera "dónalegt" í þessum fjölpóstum/póstlista. Ég ætla nú að slást í hóp með þessum dónum og segja hug minn. Ég verð að játa að upphaflegi pósturinn truflaði mig lítið en árásirnar í kjölfarið hafa hins vegar sært viðkvæma sómakennd mína enda virðast þær af pólitískum toga. 

Innihald fyrsta póstsins á fullt erindi til þeirra sem hafa áhuga á lýðræði. Ekki þurfa menn nauðsynlega að vera sammála innihaldinu en ég undrast að fólk sem telur sig bært að takast á við stjórnarskrá Íslands skuli ekki fagna átökum um málefni sem varðar kjarna réttarríkisins. Ég verð að játa að það fer hrollur um mig þegar ég sé ummæli frá stjórnlagaþingsmönnum um þetta málefni.

Að mínu mati stríðir sá gjörningur að færa ábyrgð af einkaviðskiptum yfir á skattgreiðendur gegn frjálsu mannlífi og er alvarleg atlaga gegn réttarríkinu. Deilur af því tagi sem liggja lit grundvallar Icesave eiga heima fyrir dómstólum. Með því að vísa málinu til dómstóla er það sett í rannsóknarferli, ályktanir dregnar og settar fram niðurstöður byggðar á faglegu ferli. Þetta er leið þeirra sem vilja læra og leið þeirra sem taka fagmennsku fram yfir valdaníðslu.

Valdhafar á Íslandi hafa hafnað lærdómi og hafnað réttlætinu. Þeir hafa valið leið leynimakks og blekkinga. Þeir hafa valið að beygja sig undir vilja þeirra sem vinna gegn lýðræði og eru samdauna spillingu. Fyrir komandi kynslóðir mun þessi nálgun stjórnvalda til lausnar Icesavedeilunni verða smánarblettur á stjórnmálasögu landsins næst á eftir sjálfu hruninu og aðdraganda þess. Þeir sem ekki trúa á réttlætið eða réttarríki sem verndar rétt hinna saklausu ættu að íhuga þetta mál vandlega.

Þeir sem vilja Icesave í pólitískan farveg þeir hafna réttarríkinu, aðhyllast að refsing fyrir sök hinna seku sé færð á hina saklausu en styðja að skjaldborg sé slegin um siðblinduna og blekkingarnar.

Bestu kveðju

Jakobína Ingunn

Ps. Ég er búin að setja nafn mitt á þennan undirskriftalista og hvet aðra til að gera hið sama.


mbl.is Undirskriftir nálgast 9.000
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Jakobína. Það væri fróðlegt að vita hvaða frambjóðendur vilja taka á sig skuldir Björgólfs Thors - bara til að ég slysist ekki til að kjósa viðkomandi í framtíðinni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 22:42

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Er að fara að sofa en dunda mér kannski á morgun við að setja saman viðbrögðin. Það merkilega við þetta atferli er að einn frambjóðandi "misnotaði" þennan póstlista til þess að hvetja fólk til þess að andmæla Icesave.

Í kjölfarið hafa fjöldi frambjóðenda og stjórnlagaþingmenn "misnotað" listann til þess að koma vanþóknun sinni á þessari "misnotkun" á framfæri. Menn er mismunandi aggressívir. Ég hef ekki "misnotað" þennan lista en fæ eigi að síður þessa súpu í hausinn frá hinum misboðnu sem vilja vekja athygli á dónaskp Icesaveandstæðingsins.

Stjórnlagaþingmennirnir sem hafa misboðið sómakennd minni á þennan hátt eru oft tengdir við samfylkingu og ég geri ráð fyrir því að þeir séu ESB sinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.2.2011 kl. 23:33

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Sammála, það væri fróðlegt að fá að sjá þennan lista 8)

Flott hjá þér Jakobína að koma þessu fram í dagsljósið, það er ótrúlegt hvernig sumt fólk lætur!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 14.2.2011 kl. 00:03

4 Smámynd: Elle_

Ekki kom það á óvart að þeir sem voru ´truflaðir´ með ICESAVE póstinum væru Evrópusambandssinnar og tengdust Samfylkingarskrípinu.  Takk Jakobína.

Elle_, 14.2.2011 kl. 00:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband