Aumir tilburðir Icesavesinna

Ýjað hefur verið að því að æsingur ríkisstjórnarinnar og ískalt mat Bjarna Benediktssonar megi rekja til þess að Landsvirkjun vanti lán upp á fimm milljarða til þess að fara í virkjanaframkvæmdir fyrir alþjóðafyrirtæki.

Virkjanaframkvæmdir á Íslandi eru fjármagnaðar á ábyrgð almennings en alþjóðafyrirtæki hirða arðinn og koma sér hjá því að greiða skatta á Íslandi.

Hagfræðin við það að leggja 230 milljarða á herðar skattgreiðenda til þess að unnt sé að útvega Landsvirkjun 5 milljarða er nokkuð bágborin.

Áróður þeirra sem vilja vera í skjóli valdhafanna er líka nokkuð bágborinn en þeir hafa farið fram með tilhæfulausar fleypur varðandi þessa undirskriftasöfnun.

Hætt er við því að Ísland sitji uppi með gjaldeyrishöft, bágborna krónu, lítinn kaupmátt og raunarlegt velferðarkerfi ef ríkisábyrgð á Icesave fer í gegn. 


mbl.is Farið yfir undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er farið mjög frjálslega með tölur í þessu bloggi svo ekki sér meira sagt..kannski óviljandi... kannski viljandi ??

Jón Ingi Cæsarsson, 17.2.2011 kl. 13:48

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er mat hagfræðinga að kostnaður ríkissjóðs miðað við núverandi samning liggi á bilinu 50 til 300 milljarðar.

Til þess að halda kostnaðinum í námunda við 50 milljarða verður seint hægt að aflétta gjaldeyrishöftunum. Landinu er lokað og Landslýður fastu í höftum sem m.a. má skrifa á afleiðingar þessa samnings.

Það hefur komið fram að verði þessi samningur samþykktur og skuldbindingin að veruleika þá þarf ríkissjóður að punga út 28 milljörðum í erlendum gjaldeyri núna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Páll Blöndal

Jakobína, prófaðu bara að skrá inn kennitölu einhvers Icesavesinna og sjáðu til
sú færsla fer í gegn. Svona gætir þú haldið áfram klukkustundum saman.
Skráðu inn vini og vandamenn svo lengi sem þú nennir.

Eitt hlýtur þú að vita. Þessi fámenni hópur sem stendur að þessari undirskriftarsöfnun inniber þekkta öfgamenn sem me.a hafa lagt það til að Jóhanna yrði hengd opinberlega.

Páll Blöndal, 17.2.2011 kl. 13:58

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Páll það að eitthvað geti gerst þýðir ekki að það hafi gerst. Það er hagur þeirra sem vilja að þetta mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu að könnunin sé trúverðug. Þeir yrðu því síðastir manna til þess að fara að sabotera könnunina með því móti sem þú lýsir.

Þeim sem vilja láta þennan kúgunarsamning yfir þjóðina ganga er hinsvegar trúandi til alls. Ekki hefur málflutningur þeirra verið vandaður.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 14:06

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Páll ég þekki margt að þessu fólki persónulega og tel að ekkert þeirra sé eins öfgafullt og Jóhanna. Sjálf er ég á móti opinberum hengingum rétt eins og ég er á móti því að mannslífum sé fórnað vegna kúgunarsamninga sem gera Íslendinga að skattborgurum í Bretlandi og Hollandi.

Vissulega er það bara hluti af fátækum almúganum sem þarf að greiða fyrir þetta með lífi og heilsu. Og vissulega fer það hljótt og er ekki atburður á við opinbera hengingu en það er eigi að síður fórn mannslífa.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 14:10

6 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Það er farið mjög frjálslega með tölur í þessu bloggi svo ekki sér meira sagt..kannski óviljandi... kannski viljandi ??

Má ekki segja nákvæmlega það sama með útreikning ríkisstjórnarinnar á kostnaði vegna Icesave 3... Sem gerir það að verkum að þessar tölur sem Jakobína er að setja fram á þessu bloggi eru kannski ekkert svo frjálslegar!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 17.2.2011 kl. 14:43

7 identicon

Er hægt annað en hafa ákveðna samúð með þeim aumu sálum sem allt vilja vinna til að þóknast erlendu valdi ? Þetta fólk er tilbúið að sökkva Íslandi í sæ, fremur en afneita sinni framandi hugmyndafræði.

 

Við skulum reyna að umbera ólundarleg viðbrögð þessara manna við stjórnarskrár-bundnum ferlum eins og söfnun undirskrifta til að skora á forseta landsins. Við vitum að jafnvel þótt það þegi, mun það muldra möntru foringjans:

 

 

   »Maður veltir fyrir sér: Er þetta ekki hálfgerður hráskinnaleikur?
    Er þessi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki »marklaus« þegar fyrir
    liggur annað tilboð á borðinu sem við gætum fengið?
    Maður veltir líka fyrir sér að ef svo færi að samningar tækjust í
    þessari viku, og eru bæði stjórn og stjórnarandstaða að vinna í
    því, er þá ástæða til að halda þessari þjóðaratkvæðagreiðslu til
    streitu ef það liggur allt annar og betri samningur á borðinu?«

 
 

Nýlenduveldin niðurlægð með »marklausu« þjóðaratkvæði



 

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:11

8 identicon

@Páll: Og hver sagði þér það? Þetta finnst mér ótrúlegt. Getir þú ekki sannað að annar maður fari með morðhótun, alvarlegur glæpur, ber að hegna þér sjálfum fyrir næstum jafn alvarlegan glæp, mannorðsmorð, eða libel, en við honum er nokkurra ára fangelsisvist hér á landi, en áratugir hjá mörgum nágrannaþjóðum...Reiddu fram sönnunargögn berir þú alvarlegar sakir upp á annað fólk, ellegar gerist þú lögbrjótur.

Jón Haraldsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 15:12

9 identicon

Það er ekkert til sem heitir "icesavesinni".

Páll (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 21:14

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

O jú jú þeir eru til. Fólk er annað hvort með eða á móti.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.2.2011 kl. 21:27

11 identicon

Rangt. Þetta er ekki svona einfalt.

Páll (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 23:35

12 identicon

Þetta er inntak laganna, sem samþykktir voru í gær, af alþingi: Þetta var samþykkt.
3.1.1. Inntak endurgreiðslusamninganna.

    Í megindráttum felst í samningunum að íslenski tryggingarsjóðurinn skuldbindur sig til að endurgreiða breskum og hollenskum stjórnvöldum útgjöld þeirra vegna uppgjörs á lágmarkstryggingu við innstæðueigendur Landsbankans í Bretlandi að fjárhæð allt að 2,350 milljarðar punda annars vegar og í Hollandi 1,329 milljarðar evra hins vegar, sem jafngildir samtals allt að 674 milljörðum kr. miðað við sölugengi 22. apríl 2009, en kröfurnar í bú bankans voru festar við gengi þann dag. Miðað við gengi krónunnar 30. september 2010 nemur sú skuldbinding allt að 624 milljörðum kr. og hefur lækkað vegna styrkingar krónunnar síðastliðin missiri. Nánari grein er gerð fyrir fjárhæðum síðar í athugasemdunum.

    Tryggingarsjóðurinn, sem er sjálfseignarstofnun, ber ábyrgð á endurgreiðslum höfuðstóls umræddrar fjárhæðar innan tiltekinna tímamarka. Gegn þessari skuldbindingu fær tryggingarsjóðurinn samkvæmt sérstökum framsalssamningum (e. Assignment Agreements) framseldar kröfur breska tryggingarsjóðsins og hollenska seðlabankans vegna greiðslu lágmarkstryggingar hvers innstæðueiganda á hendur búi Landsbanka Íslands en að höfuðstólsverðmæti getur einstök krafa í mesta lagi numið lágmarkstryggingunni, 20.887 evrum. Samkvæmt ákvæðum endurgreiðslusamninganna ber tryggingarsjóðnum að nýta þá fjármuni sem hann fær úthlutað upp í kröfur sínar úr búi Landsbanka Íslands hf. til að greiða niður endurgreiðslufjárhæðina. Þessum fjármunum ber að skipta að tiltölu þannig að um 2/3 fjármunanna fari í að greiða breskum stjórnvöldum og 1/3 í að greiða hollenskum stjórnvöldum. Auk þess er hvenær sem er heimilt að greiða fjárhæðina niður án kostnaðar og endurfjármagna hana ef hagstæðari kjör bjóðast annars staðar.

Kveðja til ykkar allra.

Ólafur Sveinsson (IP-tala skráð) 17.2.2011 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband