Vill selja skattgreiðendur eins og búpening

Skilningur á því hvernig menning verður til er beitt vopn í baráttunni fyrir réttlæti. Almennt er þekking og skilningur á nálgun sem skoðar áhrif umræðu og athafna á menningu ekki mikils virt á Íslandi.

Umræðan í fjölmiðlum

Eftir bankahrunið tröllreið hagfræðileg nálgun nýfrjálshyggjunnar umræðu í fjölmiðlum.

Þegar við hlustum á umræðuna um Icesave í dag virðist athyglin beinast að því hvort tapið sé meira eða minna af Icesave samningnum eða dómstólaleiðinni. Þessi nálgun fjölmiðla nánast einokar umræðuna í dag. Lögfræðingar stíga fram með hugmyndir um það hvaða bellibrögðum Hollendingar og Bretar geti beitt til þess að fá hagstæða niðurstöðu

Icesave samningurinn felur fyrst og fremst í sér brot á mannréttindum. Ófædd börn eru í þessum samningi skuldbundin til þess að rástafa tekjum sínum til Hollendinga og Breta. Þetta á ekki bara við um Icesave samninginn heldur stefnu núverandi og fyrrverandi ríkisstjórna sem fylgt hafa tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að auka skuldir ríkissjóðs.

Stjórnvöld fóru að ráðum Fitch matsfyrirtækisins vorið 2008 sem ráðlagði að færa ekki starfsemi bankanna úr landi. Þeir byggðu þetta á því að ef bankarnir yrðu fluttir úr landi þá hefðu þeir ekki aðgang að íslenskum skattgreiðendum. Þetta er sagt berlega í skýrslu sem er að finna á heimasíðu Landsbankans.

Menning og trú manna

Svo við víkjum aftur að menningunni þá er menning mjúka hliðin á samfélaginu. Í henni felst þaðpls-00013205-001.jpg sem er sameiginleg trú okkar á það hvað sé lögmætt og réttmætt. Hún er sýn okkar á samfélagið og hvernig við byggjum upp líf okkar innan þess. Víða hefur vond trú þróast í menningu. Sem dæmi má nefna að börn í Papua New Guinea eru líflátinn vegna þess sem telst til sameiginlegrar trúar manna. Hugmyndafræði Nasismans lá til grundvallar athöfnum manna í seinni heimstyrjöldinni. Sú hugmyndafræði þróaðist en tók að lokum á sig mynd mikilla skelfinga.

Menning er í sífelldri þróun m.a. vegna þess að hugmyndir manna um hvað sé réttlátt og hvað sé lögmætt er í sífelldri þróun. Ef við lítum á hina vestrænu heimsmynd í dag þá sjáum við þróun sem felur í sér að stjórnvöld eru farin að versla með skattgreiðendur eins og búpening og gera íslenskar skatttekjur að útflutningsvöru.

Sennilega er framtak íslenskra stjórnvalda það öfgafyllsta í þessum efnum en þau eru að reyna að kaupa sér friðþægingu í alþjóðasamfélaginu með því að selja því íslenska skattgreiðendur. Þetta er birtingarmynd á hugmyndafræði sem er engu minni öfgafull en sú hugmyndafræði sem þróaðist í Evrópu á fyrri hluta tuttugustu aldar og kannski arfleifð af henni.

Að umskapa menningu (cultural engeneering)

Hvernig nær svona hugmyndafræði að festa rætur í samfélagi? Icesave málið má skýra alla vega að hluta með því að athyglinni hefur kerfisbundið verið haldið frá eigindlegri skoðun á þessu málefni. Félagsfræðilegar forsendur eru hunsaðar og einblínt er á viðskiptalegar forsendur og réttmæti þess að selja skattgreiðendur.

Almennt sér maður rök eins og að þetta séu sérlega vondir skattgreiðendur sem eiga jeppa og þess vegna eiga þeir bæði að borga jeppana sem þeir keyptu og svo aftur að borga jeppanna með því að borga Icesave. Ég held að það sjái það hver skynsamur maður og kona að þessi rök standast ekki. Nýjustu rökin eru að menn tapi á dómstólaleiðinni. Þetta bendir til þess að stjórnmálaforystan líti svo á að dómstólar og þ.m.t. alþjóðadómstólar sé vopn hinna sterku.

Ég túlka t.d. málflutning Stefáns Más þannig að Hollendingar og Bretar hyggist ekki fara í mál út af réttmæti krafna þeirra heldur ætli þeir að nota sjálfan Icesave samninginn og kæra íslensku ríkisstjórnina fyrir samningsrof. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn beitti Íslendinga þvingunum og neyddi þá til þess að ganga til samninga við Hollendinga og Breta. ESB studdi við bakið á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Gordon Brown lýsti því yfir í breska þinginu að hann hefði loforð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Gleymum ekki hryðjuverkalögunum.

Íslensk stjórnvöld vinna að því hörðum höndum að innleiða þá trú á Íslandi að þetta ferli sé lögmætt og að íslensku þjóðinni beri að beygja sig undir þessa kúgun. Þetta er tilraun til þess að skapa menningu ánauðar, menningu undirlægju, menningu þægðar, menningu dómgreindarleysis og menningu varnarleysis.


mbl.is Alþingismenn hafa guggnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábær pistill  ,takk  villtu koma honum i blöð eða á almamnnafæri  Það eru svo margir sem þarfnast að heyra annað en Hræðsluáróður Stjórnvalda ?  Akkurat núna !!

ransý (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 15:35

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jakobína, þú ert í rauninni að lýsa lénsskipulagi eins og það gerðist á hinum myrku miðöldum. Það eina sem vantar er lýsingin á því hvað varð um þá sem vildu undan því flýja. Þá mátti nefnilega elta hvert á land sem var og flytja heim í hlekkjum.

Þannig var það í þá daga - varla verður lénsskipulag hið nýja skárra?

Kolbrún Hilmars, 25.2.2011 kl. 17:00

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Kolbrún ég hef oft notað þetta orð lénskipulag í skrifum mínum um samfélagsmál. Það er verst að almenningur virðist ekki fatta þetta enda fer þetta að mestu fram í Excel.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.2.2011 kl. 17:06

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nákvæmlega eins og ,Ransý,var það fyrsta sem ég hugsaði koma þessu í blöðin. Ég er að reyna að fá leyfi til að prenta út greinar,því auðvitað vil ég ekki stunda ritstuld,en hef sent á Facebook,vegna þess að merkið er fyrir neðan hverja grein.En margir af mínum aldursflokki eru ekki á netinu,hafa því engu að fara eftir nema,því sem er flutt í ljósvakamiðlum.Það er allt á einn veg.   Seinast í gær spurði ég afgreiðslumann sem ég þekki vel (þetta er mitt hjartans mál),hvort hann muni ekki setja NEI við Icesave. Svarið var; auðvitað samþykkjum við,bætti svo við;þú ætlar þó ekki að fara að láta Davíð stjórna þér; Davíð dregur langt. 

Helga Kristjánsdóttir, 25.2.2011 kl. 23:58

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já fólk selur börn sín vegna Davíðs.  Ekki vegna þess að Davíð sagði það, heldur vegna þess að Davíð segir að þá á ekki að selja börn sín.

Frábær grein Jakobína, minnir mig á aðra góða grein sem birtist í Morgunblaðinu og er fyrsta herópið um að siðuð manneskja verndar börn sín, selur þau ekki.

Hana ættu Davíðssinnar (það er þeir sem trúa á Davíð og gera allt öfugt við það sem hann segir) að lesa einu sinni á dag.

Á einhverjum tímapunkti uppgötva þeir að jörðin snýst ekki um Davíð, ekki um auðmenn, ekki um spillta stjórnmálamenn, heldur snýst hún um framtíð barna okkar.

Í einu landi í dag er fólk beitt grimmilegustu refsingum ef það mótmælir harðstjórn spillingarinnar, á morgun mun fólk í öðrum löndum rísa upp, rísa upp gegn spillingu og alræði auðmanna. 

Ég vil ekki að Íslandi verði í þeim hópi, að börn okkar þurfi að reka óþjóðalýðinn af höndum sér.  En samþykkt ICEsave, notkun AGS lánsins, markar leiðin að þessari uppreisn.

Gamla góða greinin þín Jakobína ætti að fara sem víðast.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 26.2.2011 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband