Sveltandi börn og feitir bankastjórar

Það er súrrealískt að stjórnvöld ætlist til þess að foreldrar á Íslandi samþykki að taka á sig og fyrir hönd barna sinna ólögvarðar skuldbindingar í nauðungarsamningi við Breta og Hollendinga á sama tíma og stjórnvöld hafa brugðist hrapalega við að takast á við spillinguna í fjármálakerfinu.

 

main_568x418Það er farið fram á það við íslenskan almenning að hann taki á sig ábyrgð sem nemur 2 milljónum á mann eftir því sem kemur fram í Financial Times. Ég á fjögur börn þannig að fyrir mína fjölskyldu myndi þetta þýða 12 milljóna ábyrgð. Svo það sé alveg á hreinu þá hef ég aldrei skrifað upp á slíkan víxil fyrir nokkurn mann ekki einu sinni börnin mín.

 

Mynd: Snekkjan sem við eigum að fjármagna fyrir Björgólf með því að draga úr lífsgæðum barna okkar.

Icesave er afsprengi spillingar og þvingunar sem upphófst með því að Davíð Oddson gerði díl við nágranna minn Björgólf Guðmundsson og son hans Björgólf Thor.

Ég fékk ekki tækifæri til þess að hafa skoðun á því þegar Landsbankinn var með leynd gefinn Björgólfunum. Ég var ekki spurð ráða þegar ákveðið var að opna Icesave reikninga í Bretlandi og Hollandi.Icesave 

Það voru hins vegar ýmsir sem komu þar að máli t.d. Svafa GrönfeltKjartan Gunnarsson og fleiri.

Björgólfarnir notuðu Landsbankann sem þeir fjármögnuðu með kúluláni úr Búnaðarbankanum sem sína prívat bankabók.

Af Hvítbók:

"Novator Pharma, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, fékk 43 milljarða að láni hjá útibúi Landsbankans í London á fyrri hluta ársins 2007. Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor sem tengdan aðila þegar útibú bankans lánaði félaginu. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV."

Ríkisstjórnin hefur brugðist því að kalla til saka þá sem störfuðu að þessari glæpastarfsemi og telur ekki við hæfi að upplýsa almenning um hvert peningarnir streymdu.ImageHandler

Við horfum upp á bankastjóra‚ skilanefndir og skiptastjóra maka krókinn á meðan öryrkjar og börn þeirra svelta.

Ríkisstjórnin gengur nú fram af miklu offorsi við að fá fólk til þess að taka á sig ábyrgð af gjörðum glæpamanna til þess að orðspor þeirra bíði ekki hnekki og til þess að þeir geti haldið áfram uppteknum hætti við hagstætt lánshæfismat.

Siðblindir einstaklingar gera sér mat úr hruninu og vilja græða meira en almúginn á að taka skellinn.

Ég segi bara nei takk.


mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslan auglýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sæl Jakobína. Ríkisábyrgð á Icesave er eiginlega tvö óskyld mál.

Hið fyrra varðar fjármálahliðina; hefur íslenskt samfélag yfirhöfuð efni á því að ábyrgjast og/eða greiða sukkskuldir bankaræningja?

Hið síðara varðar siðferðilegu hliðina; á íslenskur almenningur að játa ábyrgð og/eða samsekt sína og þar með að fyrirgera mannorði sínu?

Báðum þessum spurningum gefst okkur kostur á að svara sem einni, þann 9.apríl n.k. JÁ eða NEI.

Kolbrún Hilmars, 7.3.2011 kl. 19:32

2 identicon

Versta Frelsi er betra en besti Þrældómur.

Ég kem til með að kjósa Nei.

Einar (IP-tala skráð) 7.3.2011 kl. 22:16

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég mun líka segja Nei og svona ykkur að segja þá þekki ég engan eða veit um sem ætlar að segja já, og hef ég verið dugleg að spyrja í kringum mig......

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.3.2011 kl. 23:57

4 identicon

The responsibility of the IceSave debt, lies with the Icelandic Government, not the average Icelandic Tax payer........It is up to your Government where they take the money......In any event, you are talking about 3% of the total debt that Iceland owes, depending on how much the freezing of old Landsbanki assets are worth.........Hardly seems worth it to any intelligent person to say "no"......What I would like to see though is that the Icelandic government takes the money it owes, from the people who borrowed money to buy things they could not afford....The so called "Bankaraeningar" buying huge businesses and also the "Range Rover/ Big house people"...Please remember that the money the British Government used to pay the Guarantee promised by the Icelandic Government was borrowed from British tax payers...........

Fair is fair...Iceland really needs to join the International community. You cannot exist on your own...... Whatever happens...Good luck to you all....Regards from the UK

Fair Play (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 00:11

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Æi Fair Play það vita allir að þú ert annað hvort Björgólfur Thor eða bróðir hans.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2011 kl. 00:28

6 Smámynd: Anna Ragnhildur

Fair play can't know what is going on in Iceland, he only understands english, so here is some info for him

http://lipietz.net/spip.php?article2518

Anna Ragnhildur, 8.3.2011 kl. 01:15

7 identicon

Ekki nokkur manneskja sem hugsar af ábyrgð samþykkir Icesave ... NEI ,NEI

ransý (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 01:25

8 identicon

Æi Fair Play það vita allir að þú ert annað hvort Björgólfur Thor eða bróðir hans.

Nei nei elsku Jakobína min....eg er oskup venjuleg Englandingur sem van 'a islandi i nokkur 'ar (sorry about my Icelandic)

I know full well what is going on in Iceland, and I know thousands of Icelander lived far beyond their means......You cannot just keep borrowing money to pay for luxury items and old loans....The bubble had to burst....Just count the number of Jeeps on your roads....    To quote one Icelander " I can't understand it.......We were floating in money.....Now we can't afford to buy petrol for the cars"     What she should have said was....." I can't understand it.....We could borrow and owe as much as we liked. Now we cannot borrow money to live like we did, but we still owe"....Truth hurts.

I never needed a Range Rover......I never needed all those luxuries.....and do you know.....I have a fantastic life, and I do not owe one single Kronur.....

Fair Play (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 02:57

9 Smámynd: Adeline

Bravo for you Fair play. You noble person. "do not owe no one a single krona".

Guess what, - i have never taken a loan of any kind. So that puts me in your noble persons category, -why should i pay Icesave?

You put this very beutifully, "the icel.gov.m. has to decide where they get the money"...  do you think they have a choice? they don´t have anywhere else to get money than in our childrens pockets. Each person has to defend themselves, i choose to defend me and my children, i will say no to this. The English people would do exactly the same thing. Each man for himself, is how it has to be unfortunately in this case.

Adeline, 8.3.2011 kl. 09:25

10 Smámynd: Adeline

Also, -i watch alot of shows on bbc, and i have seen how the english people lived "far beyond their means" by buying a house or starting a business "in the sun" or in Spain or France or anywhere out of England. Shows about people updating their "terribly out of fashion and ugly homes" ... (which look nicer than any place i have ever lived in) - so don´t think you can preach to people here that taking a loan was committing a sin like "no other human being has ever done".

Your theory or statement is in my opinion, - Ri-diculous.    

Adeline, 8.3.2011 kl. 09:53

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fair Play I know thousands of people in England living beond their means. One of them is Björgólfur Thor living of the money he drained from the Icesave account. Others drained the icelandic banks like Kevin Stanford and others. Maybe you should talk to them.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.3.2011 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband