Bjarni Ben og Lehman Brothers

Samkvæmt rannsóknarskýrslu Alþingis skuldaði Bjarni Ben hundruð milljóna m.a. vegna kaupa á hlutabréfum í Lehman Brothers Deutche Bank og Morgan Stanley. Þorgerður Katrín skuldaði Kauðþingi eittþúsund og sexhundruð milljónir og Ólöf Norðdal skuldaði bönkunum yfir hundrað milljónir.

Ég tek undir það með Ólínu að það er komið nóg af vitleysunni. Hvernig stendur á því að það er verið að reka fjölskyldur á vergang og fréttir berast af fjölskyldum sem svelta en fyrrverandi stjórnmálamenn sem settu þjóðarbúið á hausinn eru á sjálfteknum eftirlaunum (ráðherralaunum) sem leggjast ofan á laun þeirra annarsstaðar t.d. toppstörf í útlöndum sem Össur Skarphéðinsson útvegar þeim.

Vissulega á að leggja ofurskatta á ofurlaun en það á einnig að afnema eftirlaun og krefjast endurgreiðslu á þeim af þeim stjórnmálamönnum sem settu þjóðarbúið á hausinn.

Eftirlaunalögin brjóta í bága við stjórnarskrá. Það kveður á um það í stjórnarskrá að þingmenn mega ekki ákveða eigin kjör. Það er því fullkomlega eðlilegt að afnema þessi laun þar sem þau eru byggð á sjálftöku. Það sama á reyndar við um styrki til flokkanna.


mbl.is Nóg komið af vitleysunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Jakobína, þú heldur vöku þinni,þú átt þakkir skyldar.

Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2011 kl. 17:12

2 identicon

Ég hef í hugleiðingum mínum af og til minnst á það sem ég kalla "óreiðumenn stjórnmálanna".

Verum ávallt minnug nýlegum gjörningum sem unnir voru í fullkominni einingu og samvinnu fjórflokksfélaga, enda var og er um mjög mikla hagsmuni að ræða. Fjármuni. Nánar í pistli hér á heimasíðu Hreyfingarinnar um nýlega lagasetningu um fjármál flokkanna.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 17:26

3 identicon

Það er komið nóg af vitleysunni í þessari vitlausu manneskju henni Ólínu.

Garðar (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband