Ósýnilegur Össur

Össur Skarphéðinsson hefur löngun verið þekktur fyrir annað en feimni. Hann hefur gjarnan baðað sig í kastljósi stjórnmála og sótt eftir athygli. Frá því að hann tók við embætti utanríkisráðherra hefur orðið þar mikil breyting á. Utanríkisráðherran virðist vera í felum og athafnir hans hjúpaðar leynd.

ESB ferlið hefur tekið á sig mynd sem enn eitt leynimakks og hrossakaupamálið í Íslandssögunni. Bankahrunið haustið 2008 afhjúpaði mikinn glundroða í stjórnmálum og viðskiptum. Í búsáhaldabyltingunni fólst krafa um umbætur í stjórnmálum og rík áhersla var lögð á að uppskurð krosstengsla milli stjórnmála og viðskipta sem hefur verið meinsemd í íslensku stjórnarfari um áratugi.

Það leikur lítill vafi á því að samfylkingin hefur tekið við keflinu af sjálfstæðisflokknum í leynimakki um að skipta aðgangi að tækifærum á milli aðila sem flokkurinn hefur þegið af mútur. Þingmenn hafa styrkt stöðu mútukerfisins með því að festa það í sessi í landslögum.

Skítalyktin af hrossakaupum og leynimakki flokkanna er viðvarandi.


mbl.is Yfirlýsingar Össurar kornið sem fyllti mælinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það er alveg hreint stórmerkilegt hvað þessum einbeittu einstaklingum fjórflokks tekst að matreiða bak við tjöldin og bera síðan á kasúldið á borð fyrir almenna borgara - svo að stækan fnykinn leggur um allt. þeim hefur nú tekist að ögra landsmönnum og rannsóknaraðilum (RNA) með því að taka enn einu sinni höndum saman. nú að styrkja stöðu sína sem „styrkþega“ með umræddum lögum um fjármál flokkanna. Hreyfingin stóð gegn þessu, en það dugði auðvitað ekki til. ég er að vona það að hún nái inn fleiri mönnum á þing í næstu kosningum. ástandið hér er fyrir neðan öll velsæmismörk og er þá vægt til orða tekið.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband