Að standa með sannfæringunni

Eftir kosningar 2009 velti ég oft fyrir mér hvort ráðherrarnir væru sérlega heimskir. T.d. Steingrímur þegar hann fattaði ekki að verið væri að selja HS orku til Magma fyrir kúlulán og hrunkrónur. Eða þegar Jóhanna áttaði sig ekki á að það samræmist ekki jafnaðarstefnunni að láta húseigendur reisa við bankakerfið.

Ég er auðvitað löngu búin að átta mig á því að Jóhanna og Steingrímur fatta alveg hvað þau eru að gera. Brotaviljinn er einbeittur.

Öðru hvoru blása þau einhverju upp eins og t.d. að þau ætli að taka á kvótakerfinu eða leggja ofurskatta á ofurlaun en síðan gerist ekki meir.

Ferill ráðherranna einkennist af svikum við almenning.

Svikum við jafnaðarstefnu.

Svikum við grænt og náttúru.

Svikum við vinstri hugsjónir sem eiga litla samleið með þýlyndi við AGS og bankakerfið.

Ég furða mig á því hvað almenningur sættir sig við að vera sífellt leiksoppur stjórnmálamanna.

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason eiga heiður skilinn fyrir að standa á sannfæringu sinni og fjarlægja sig frá stjórnarflokki sem virðist hafa í öllu snúið baki við stefnu flokksins.

 

 


mbl.is Rekin úr nefndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Oft þarf engar málalengingar. Þarna hittir þú naglann á höfuðið!

Margrét Sigurðardóttir, 22.3.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

SAMMÁLA!

Þráinn Jökull Elísson, 22.3.2011 kl. 22:04

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kvitt!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.3.2011 kl. 23:36

4 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Amen á eftir efninu !

Birgir Rúnar Sæmundsson, 23.3.2011 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband