Aumkunarverð

Það er helst það sem mér dettur í hug þegar ég lít á feril Jóhönnu sem ráðherra undanfarin ár. Hún heldur ræður þar sem hún notar spariorð eins og jafnaðarstefna eða norrænt velferðarsamfélag.

Eigi að síður er hún illa haldin af þeim hroka sem hreiðrað hefur um sig í menningarkima íslenskra stjórnmála. Hún trúir því sjálf að hún geti ekki brotið lög og alls ekki jafnréttislög af því að hún sé kona. Jóhanna telur sig einfaldlega æðri lögum og æðri stjórnarskrá.

Hana skortir samhygð með venjulegu fólki og ekki síst konum. Hún er alin upp í menningarkima stjórnmála sem elur á hroka og virðir ekki mannréttindi venjulegs fólks.

Jóhanna hefur kreist vonina úr brjósti búsáhaldabyltingarinnar sem ól með sér von um aukið réttlæti og betra samfélag.


mbl.is Ekkert efni til afsagnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þessi færsla er svo fordómahlaðin og illkvittnisleg frá byrjun til enda að það vekur mig til umhugsunar um hvað búi að baki.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2011 kl. 14:26

2 identicon

Jenný Anna,er ekki sannleikurinn sagna bestur.  Svona akkúrat er þetta.

Númi (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 14:30

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jenný Anna Björn Bjarnason er karlremba og gefur sig ekki út fyrir að vera annað. Jóhanna hefur hins vegar gefið sig út fyrir að vera eitthvað sem hún er ekki. Ég tel að helsta skýringin á þessu sé að hún er ekki meðvituð um eigin fordóma og virðingarleysi gagnvart mannréttindum.

Það sem býr að baki er nákvæmlega það sem kemur fram í færslunni. Fyrirlitning mín á falsi og óheilindum.

Það geta vart talist fordómar að tala út frá staðreyndum. Illkvittni nei. Mér er einfaldlega ekki sama hvernig þessu landi er stjórnað og Jóhanna hefur gengið fram af mér. Það er einfaldlega skýringin.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2011 kl. 14:41

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

En tilvísunin í aumkunarvert gamalmenni? Ekkert að þeirri samlíkingu? Djísús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2011 kl. 15:10

5 Smámynd: Rannveig H

Aumkunnaverður pistill hjá þér Jakobína!

Rannveig H, 24.3.2011 kl. 15:14

6 identicon

Fín færsla hjá þér Jakobína. Hjartanlega sammála þér.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 16:22

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þið verðið bara að umbera það stúlkur en þetta er sú tilfinning sem ég fæ þegar ég horfi á aumkunarverð athæfi forsætisráðherrans.

Hún hefur fengið æðstu völd í landinu...misnotað þau og sýnt ámælisverða vangetu þess sem ekki hefur þróað með sér hæfni til þess að hugsa málin til enda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.3.2011 kl. 17:12

8 identicon

Ekki skjóta sendiboðann Rannveig og Jenný.

Kjarni málsins er sá að fall Samfylkingarinnar er mjög hátt. Þar liggur líka pirringurinn hjá mér ! Tek þó fram að ég lét þá ekki gera mig að fífli með því að falla í þá gryfju að kjósa þá. Trúiði ekki öllum lygunum. Flokkur sem gefur sig út fyrir það að standa vörð um jafnrétti og jöfnuð hagar sér ekki svona séu félagar einlægir og heiðarlegir gagnvart kjósendum sínum. Ég lít á framkomu þingmanna samfylkingarinnar sem svik við kjósendur sína og tel mig vera nokkuð nálægt raunveruleikanum.Staðan þessa dagana og mánuðina er "súrrealísk" í ljósi þess að þessi samkunda "jafnaðarsinna" tekur villtan dansinn með Hrunverjum sem n.b. forherðast daglega.  Nokkrir eru Hrunverjarnir (sumir m.a. afturgengnir sem er aumkunarverðasti gjörningur síðustu ára) enn á Alþingi og heill hópur þeirra gengur um frjáls ferða sinna; forhertustu stórþjófar Hrunsins eru án handa- og fótajárna. Vel varðir af skjaldborg lögmanna og með mikilvægum stuðningi nokkurra gegnspilltra samverkamanna á Alþingi.Talað er um að falla úr háum söðli ! Höfum það í huga að tugþúsundir kusu s.k. "vinstri menn" til góðra verka og svo fær landinn „blauta tusku“ framan í sig vikulega og fingurinn þar á milli. Nýleg "blaut tuska" var alger samstaða vinstri manna innan fjórflokks um lög um fjármál stjórnmálaflokka, þar sem þeir hafa fest í sessi – gert löglega - áframhaldandi viðtöku styrkja, sem sumir telja, að hluta til allavega, hrein mútur. Ömurleg framkoma við þjóð í klípu.

Hvað skal segjas að lokum: Mikil er skömm þessa fólks !

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 18:12

9 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála þér Jakobína og gaman að lesa pistla frá kjarkmiklu fólki sem talar hreint út.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.3.2011 kl. 20:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband