Sérlega vondir foringjar

Jón Gnarr er einfaldlega aulalegur þegar hann kemur fram. Ekki af því að hann er með Hitler hárgreiðslu eða tafsar heldur vegna þess að hann skortir yfirbragð leiðtogans og hefur greinilega litla þekkingu á málefnum borgarinnar.

Jón Gnarr er ekki borgarstjóri vegna þess að hann sé hæfur til verksins eða hafa sérlegan áhuga á málefnum nærumhverfisins s.s. skóla og skipulagi.

Það sama má segja um forsætisráðherrann það eru ekki hugsjónirnar sem hvetja hana áfram heldur græðgi í völd og þörf til þess að uppfylla eigin þarfir.

Hrunliðið veður um í stjórnmálum og viðskiptum í skjóli valdhafanna á meðan það sem stendur næst íbúunum þ.e. skóli og heilsugæsla er brotin niður.

Jóhannes Björn bendir ágætlega á að:

Við sundurgreiningu upplýsinga gildir sú meginregla að menn nota (þar til annað reynist réttara) einfaldasta svarið sem dekkar flestar staðreyndir. Ein tilgáta sem svarar flestum spurningum í sambandi við Icesave og útskýrir óðagot pólitíkusanna er eftirfarandi: Bresk stjórnvöld voru með persónulegar upplýsingar um leynireikninga kúlulánaliðsins á Alþingi og hótaði að birta þær. Þetta náttúrulega er hrein tilgáta, en það er þó vitað að breska fjármálaeftirlitið og leyniþjónustan fylgjast grannt með öllum peningafærslum til og frá Bretlandi og á aflandseyjum sem tengjast gamla heimsveldinu.

Við vitum að pólitíska stéttin var á kafi í kúlulánum og rannsóknarskýrslan birti lista yfir þá sem fengu yfir 100 milljónir. Hvers vegna voru ekki nöfn þeirra sem fengu t.d. 20, 30 eða 50 milljónir frá glæpagenginu? Eru það ekki raunverulegir peningar? Sennilega þorði rannsóknarnefndin ekki að birta slíkan lista vegna þess að þá hefði þjóðin séð að svo til allir þingmenn voru „on the take“ eins og sagt er í Ameríku. Stofnunin hefði ekki lifað það af.


mbl.is Undirskriftir afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband