Já ráðherrar beygið ykkur fyrir kóngunum

Orðalag forsetans vekur spurningar. Stjórnin sýnir samstarfsvilja segir hann.

Ég fæ ekki séð að ríkisstjórnin hafi það hlutverk að koma að samningum milli vinnuveitenda og launþega. Samningar á milli þessara aðila eiga að vera óháðir aðgerðum ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin á að taka sínar ákvarðanir á öðrum grundvelli en hótunum og gíslatöku vinnuveitenda.

Hvað þýðir það að stjórnin sýnir "samstarfsvilja"?

Vinnuveitendur sem líta á sig sem eðalkapítalista umhverfast í kommúnista þegar kjarasamningar eru í deiglunni og fara að gera kröfur um inngrip og ofræði af hálfu ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Stjórnin sýnir samstarfsvilja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband