Áróður fyrir stóriðju?

Skilaboðin í þessari frétt. Mynd af álveri og tal um hagvöxt.

Það er nokkuð ljóst að stóriðjan bætir ekki hag almennings.

Það myndi hins vegar bæta hag almennings ef að kvótakerfinu yrði breytt frá núverandi mynd

Smábátaveiðar gefnar frjálsar

Fullvinnsla fiskafurða flutt til landsins

Eingöngu um 1% af vinnuafli landsins starfar við álver.


mbl.is Spáir 2,3% hagvexti í ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Stóriðja bætir hag almennings.

Ríkið fær skatttekjur frá starfseminni og útlfutningstekjur. Ríkið hefur þá meira á milli handanna til þess að bæta almenngsþjónustu.

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2011 kl. 10:17

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Óttarlegt bull er þetta. Hvernig fær ríkið útflutningstekjur af stóriðju?

Stóriðjan skilar sáralitlum skatttekjum á Íslandi og það litlum að íslenskir skattgreiðendur eru að borga með stóriðjunni þegar tekið er tillit til kröfu um auðlindarentu.

Gleymdu því ekki að ríkissjóður ber töluverðan kostnað af stóriðjunni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.4.2011 kl. 10:32

3 Smámynd: Magnús Ágústsson

nei thetta er arodur fyrir JA sinna

Magnús Ágústsson, 4.4.2011 kl. 10:43

4 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Ef ég get séð nákvæma útreikninga sem sanna það að breytingar á kvótakerfinu skili einhverju meira til ríkisins þegar á heildina er litið, þá skal ég ræða málið. Það þarf ekkert að ræða það að vinnustaður sem er með 100 manns í starfi skilar miklum fjármunum í ríkiskassann. Landsvirkjun hefur góðan hagnað af því að selja rafmagn til stóriðju og frábæra nýtingu á orkusölu en alltaf má gera betur og er Landsvirkjun einmitt að skoða nýjar leiðir til þess að auka hagnað en það verður ekki fyrr en eftir 10 ár að eihverjar niðurstöður liggja fyrir í þeim efnum. Við skulum bara sætta okkur við að við búum á Íslandi og við erum með flokkakerfi sem er það spilltasta í heimi og á meðan svo er að 63 hræður sem ekkert vit hafa á því hvernig á að reka fyrirtæki rífast um að koma sínum hagsmunamálum að þá verðum við bara að grípa hvert tækifæri sem getur skapað okkur störf.

Tryggvi Þórarinsson, 4.4.2011 kl. 11:39

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kvótakerfið er fyrst og fremst spurning um atvinnufrelsi og skynsamar ákvarðanir. Núverandi kerfi hefur leitt til þess að gríðarlegur bóluhagnaður (sala á kvóta) hefur verið dregin út úr kerfinu og komið fyrir á aflandsreikningum. Þetta hefur verið hvati af erlendri lántöku og gjaldeyrisvandræðum. Þetta kerfi er einfaldlega rangt og spillt.

Landsvirkjun myndi hafa margfaldann hagnað ef orkan væri seld annað en til stóriðju. Það er margoft búið að sýna fram á það. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.4.2011 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband