Úff, Sylvester Eijffinger fullyrðir að ríkisstjórnin hafi logið

Ráðherrarnir fullyrtu að nægar eignir væru í þrotabúi Landsbankans til þess að ganga upp í kröfur Breta og Hollendinga. En hvað?

Eijffinger telur greinilega ríkisstjórn Íslands lifa í blekkingum. Spurningin er fær Eijiffinger aðrar upplýsingar frá skilanefnd Landsbankans en ríkisstjórn Íslands eða er annar hvor að ljúga. 

Fullyrt er á Facebókinni að Hollendingar hafi hirt minnst 453 milljarða af Kaupþing Edge í Hollandi.
"Hollenski bankin ING tók yfir allar innistæður Kaupthing Edge úr kennitölu fyrirtæki sem
sem bretar höfðu stofnað til að hirða allar eignir Kaupthing Edge." segir en vísað er í þessa frétt The Telegraph.  

Það eru gríðalega miklar umræður í kjölfar NEI og margir stiga fram með ólík sjónarmið.

Ég velti því fyrir mér hvort að ekki hefði tekið við þögn ef JÁið hefði sigrað. 

JÁið hefur verið svolítið í mínum hug leið þagnar og uppgjafar.


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kýrskýrt í mínum haus að JÁið var og er ennþá leið þöggunar, sópa átti öllum viðbjóðinum undir teppið og alls ekki viðra neitt fyrir dómstólum. Meint vinstri stjórn ásamt öðrum stórum flokkum gerði hvað hún gat til að staðreyndir um neyðarólögin væru þaggaðar niður. 98% fórnað fyrir 2% til 40 ára eða svo. Almenningi var stillt upp við vegg og hótanir glumdu í eyrum hans mánuðum saman.

Þannig stóð til að byrja á ný hér á íslandi, með lygum og þöggun. Því miður er hættan ennþá fyrir hendi, brjálaðir Hollendingar og Bretar þora hugsanlega ekki að opna ormagryfjuna sín megin og sækja mál sitt. En svo er líka von innan frá, ýmis hagsmunasamtök eru að undirbúa mál sem verða sótt erlendis.

Níðst var á hagsmunum meiri fyrir minni til komandi áratuga og á meðan það er ekki gert upp á samfélagið hér miður glæsilega framtíð.

sr (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 22:15

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hver er að ljúga?

Þeir allir held ég bara.

Næst hrynur Evrópa.

Guðmundur Ásgeirsson, 12.4.2011 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband