Ríkisstjórnin starfað í andstöðu við jöfnuð og félagshyggju

það er firringin sem blasir við í samtímanum. Með því að setja fólk úr hrunstjórninni í forystu og stökkva ofan í vasa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins festi ríkisstjórnin í sessi hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar og ríkisstjórnin hefur starfað eftir hennar.

Kenningar um að allt lagist ef ríkisstjórninni tekst að ávinna sér traust alþjóðasamfélagsins eða að auknar erlendar lántökur og aukin skuldsetning auki traust alþjóðasamfélagsins eru af þessum meiði. 

Þessi ríkisstjórn gefur mannlífinu á Íslandi lítinn gaum. Lítt verður vart við áhyggjur af því að tugir þúsunda flýja land enda virðist eiga leysa vanda ríkissjóðs vegna atvinnuleysis með því að hrekja fólk úr landi. 

Það er þó undarlegt að Bjarni Ben telji sig geta boðið upp á betra. Varla hefur sjálfstæðisflokkurinn látið sig mannlífið í landinu miklu varða og einblínd á bólulausnir sem aldrei vara til framtíðar. 


mbl.is Aðrir ættu að íhuga sína stöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að hvorki Birgitta né Margrét vilja kosningar. Við vitum hvernig þingmenn kusu í Icesave. Nú þurfa þeir að gefa upp afstöðu sína til ESB. Svo er hægt að kjósa. Það er ekki hægt að mætast á miðri leið í ESB - Ekki ESB án þess að lenda í miðju Atlantshafinu.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 18:40

2 identicon

Samspillingardindlarnir í herferð gegn forsetanum.

http://bloggheimar.is/ak72/2011/04/11/stridsherrann/

Af hverju vilja Birgitta og Margrét ekki kosningar? Ætla þær að taka þátt í því að koma honum frá?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 20:52

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég veit ekki hvers vegna Margrét og Birgitta vilja ekki kosningar. Hins vegar vil ég ekki að það verði kosningar vegna niðurstöður í Icesave. Ríkisstjórnin er léleg og á villigötum en það væri bein atlaga að lýðræði og þjóðaratkvæðagreiðslum að yfirfæra niðurstöðurnar yfir á líf ríkisstjórnarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.4.2011 kl. 21:14

4 identicon

Þegar Björn Valur segir forsetann rugludall þegar hann talar máli þjóðarinnar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar er það bein atlaga að lýðræðinu. Þegar Jóhanna talar um verstu hugsanlegu niðurstöðuna í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar er það bein atlaga að lýðræðinu. Það eina sem þau hugsa um í kjölfar þessara kosninga er hvernig þau geti komið forsetanum frá. Þeim er skítsama um vilja þjóðarinnar.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 21:23

5 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Upp á hvað getur Bjarni Ben boðið?

Vilhjálmur Stefánsson, 11.4.2011 kl. 21:24

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ef við viljum halda í lýðræðið og halda í þjóðaratkvæðagreiðslur þá má ekki tengja þjóðaratkvæðagreiðslur við líf ríkisstjórna.

Mér finnst lýðræðið mikilvægara en einstök ríkisstjórn.

Sé ekki munin á þessu pakki sem situr á þingi.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.4.2011 kl. 23:31

7 identicon

Lýðræðið er mikilvægara en einstök ríkisstjórn. Flokkarnir eru í tætlum. ESB eða ekki ESB - við þurfum að fá það á hreint. Við höfum ekki tíma fyrir hálfkák og fíflagang.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 12.4.2011 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband