Leðjuslagur á Alþingi

Þegar ég hlusta á sjálfstæðismenn fæ ég á tilfinninguna að þeir hafi legið í dvala á meðan Flokkurinn keyrði þjóðarbúið í þrot með spillingu, mútum og klíkuskap.

Samfylkingarþingmenn virðast hafa gleymt að þeirra flokkur var virkur stuðningsaðili sjálfstæðisflokksins við að setja landið á hausinn. 

Valdagræðgi og almennt skeitingarleysi við almenning er leiðarljós fjórflokksins.

Framsókn og sjálfstæðisflokki dreymir um að komast í kjötkatlanna og endurnýja umboð bóluhagkerfisins. 

Þingið er skrílssamkoma sem vinnur gegn því að tekið verði á spillingu því fjórflokkurinn nærist á ofurtrú á mútum, ríkisstyrkjum og misnotkun stjórnsýslunnar sem valdatæki flokkanna. 


mbl.is Umræður um vantraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér þetta er fjórflokksmafía sem er að vinna saman í því að verja elítuna og einkavini sama hvaða flokkur er við völd!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2011 kl. 18:37

2 identicon

Sjálfritskoðun má ekki verða til þess að við nýtum ekki tækifærin til að kjósa og nýtt fólk fái ekki tækifæri til að bjóða sig fram!

Kosningar eru tækifæri en ekki ógn! Ég hef ekki hitt nokkurn mann sem er ánægður með þessa verk þessarar stjórnar.

Torfi Hjartarson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 20:18

3 identicon

Hvað hefur leðjuslagur gert sem verðskuldar svona samanburð?

sr (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 20:41

4 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála Torfi!

Sigurður Haraldsson, 13.4.2011 kl. 20:59

5 identicon

Ömurlegt að hlusta á Birgittu. Hún segist vera að taka þátt í örvæntingarfullum leikþætti formanns sjálfstæðisflokksins ef hún samþykki vantraust. Með því að gera það ekki er hún væntanlega að taka þátt í örvæntingarfullum leikþætti formanns VG? Síðast þegar ég vissi þá voru þeir saman í leikþætti formennirnir þar sem annar bjargaði hinum.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 21:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband