Fræðandi umfjöllun um kvótakerfið

Hér er áhugavert myndband um kvótakerfið og nánar skýringar á því hverjir eiga kvótann. Sjötíu einstaklinga eiga 70% kvótans.

Áskorun um þjóðaratkvæðagreiðslu um kvótakerfið er hér


mbl.is Kvóti verði aukinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þetta er flott Jakobína þetta á sannarlega erindi við þjóðina núna. Þetta er stór svikamilla sem hefur verið rekin bak við tjöldin og skýrir hvers vegna farið var á eftir okkur sem voguðum okkur að deila á þetta kerfi. Ekkert mátti trufla þetta milljarða plott....

Ólafur Örn Jónsson, 18.4.2011 kl. 19:01

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk kærlega fyrir þetta Jakobína. Ég er búin að skrá mig á undirskriftarlistann.

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2011 kl. 20:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 ´Takk fyrir Jakobína,þá eru hátalarnir á tölvunni hljóðlausir,eftir langvarandi stillingar-vesen. Nýbúin að lána barnabarni fartölvu mína,þannig að fræðandi efni verð ég að hlusta á út í bæ á morgun.  Er svo sem ekki alveg græn út á hvað þetta gengur,en samt vildi ég vita,og ryfja upp,hvers vegna og hver kom þessu á.Persónulega hefur mér sviðið,að sjá atvinnu sjávarþorpanna leggjast af,út um allt land. Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 19.4.2011 kl. 00:09

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þessu var komið á af mörgum ríkisstjórnum. Fyrst kvótakerfið og síðan framsalið.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2011 kl. 00:13

5 Smámynd: GunniS

já áhugavert, og dapurt. en ætli við vitum ekki hverjir hafa verið lengst við stjórn hér á skerinu.

GunniS, 19.4.2011 kl. 02:20

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson eru mestu afglaparnir í þessu máli.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2011 kl. 12:48

7 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Jakobína þeir eru sannarlega mestu afglaparnir frá fyrsta degi þeirra beggja í pólitík og furðulegt að þeir skyldu báðir halda kosningu hér ár eftir ár.

Ég kaus Davíð einu sinni í borginni en síðan varð ég vitni að þvi að hann tók gjaldþrota fyrirtæki Ísbjörninn (átti ekki fyrir olíu)  og sameinaði hann einu besta sjávarútvegs fyrirtæki landsins BUR og bjó til Granda.  Þetta var svo rotið að það hálfa var nóg. Eftir þetta stóð ég agndofa á hliðarlinunni og horfði á þessa tvo menn skandalisera í öll þessi ár sem endaði eins og við höfum orðið vitni að. 

Ólafur Örn Jónsson, 19.4.2011 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband