Færir ekki fórnir, nei, nei.

Margir hafa þurft að færa fórnir vegna bankahrunsins. Laun almennings lækkuðu um helming í einu vettvangi við hrun krónunnar og kaupmáttur hefur stöðugt rýrnað. Fjöldi lífeyrissjóða tapaði háum fjárhæðum, eignum lífeyrisþega og launamanna. Lánþegar töpuðu vegna gengis og verðbólgu. Börn eru að tapa vegna niðurskurðar í skólum. Sjúklingar eru að tapa vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfi. Skattgreiðendur sem ekki hafa komið sínu undan til Tortóla eru líka að tapa.

En hverjir mega alls ekki tapa og eiga helst bara að græða? Jú það eru útgerðamenn. Þeir hafa grætt á falli krónunnar, þeir hafa grætt á milljarða afskriftum. Og nú vilja þeir græða meira með því að halda launþegum í gíslingu.

Nei Vilhjállmur Egilsson ætlar sko ekki að taka þátt í hallærinu.


mbl.is Líst illa á samningstilboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jakobína. Satt segir þú. Sumir telja sig vera með þeim ósköpum gerðir að vera rétthærri til að lifa og komast af en aðrir?

 Vilhjálmur Egilsson og hans gengis-can mafía og co skilja ekki að peningar eru eins og mykja. það þarf að dreifa þeim til að þeir geri gagn.

 En það er víst ekki raunveruleika-hagfræði og hagur fjöldans sem skiptir þessar strengjabrúður heimsmafíunnar máli? Ó sei sei nei! Þeir eru ekki ennþá búnir að ná lendingu eftir flugeldahagfræðina hans Hannesar Hólmsteins? Allur almenningur má drepast en þeir ætla að halda sínu!!!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.4.2011 kl. 20:06

2 identicon

þarf ekki bara að senda handrukkara

gisli (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband