Vilja leyna afglöpum

Ég sá í spjallþætti í stjónvarpinu þingmann sem taldist til vinstri flokka á Íslandi fara allan í flækju þegar minnst var á olíuauðlindir Norðmanna og að þær væru í eigu ríkisins. Nýfrjálshyggjan boðaði einkaframtakið, frjálslega reglur, einkavæðingu fyrirtækja sem stunda samfélagsþjónustu og einkavæðingu auðlinda. Íslensk stjórnmál ganga ekki út á vinstri eða hægri. Þau ganga út á það að féflétta þjóðina og leyna afglöpum. 

Ég stundaði nám í Svíþjóð í lýðheilsu- og félagshagfræði fyrir 25 árum síðan. Í hagfræðinni var skoðað eðli þjónustunnar og út frá því metið hvernig ætti við að veita þjónustuna af hálfu hins opinbera rekstrar eða einkarekstrar. Forkólfar nýfrjálshyggjunnar fundu hins vegar upp á alls konar kerfum til þess að gera almannaþjónustu einkavæðingartæka, t.d. vegatolla eða bjuggu bara til nýjar kenningar sem lítt voru studdar af staðreyndum eða reynslu. Við þessu er svo sem ekkert að segja nema tvennt. Þetta ógnar í mörgum tilfellum almannaöryggi og veldur því að einstaklingar fara að skammta sér úr sjóðum sem ætlaðir eru almenningi. Ágætt dæmi um þetta er Menntaskólinn Hraðbraut sem sett hefur í forgang að fjármagna þarfir eigenda fremur en nemenda.

Einnig er gerður greinarmunur á einkaneyslu og samneyslu. Samneyslan er borguð af ríkinu en einkaneysluna borgum við sjálf. Í tíð sjálfstæðisflokksin þótti fínt að setja þjónustugjöld á allan andskotann en oft voru þó búnar til undantekningar sem gerðu eldri hvítum karlmönnum færi á ókeypis þjónustu. 

Hins vegar merkilegt nokk þá hefur sjálfstæðisflokkurinn hunsað sjálf hin helgu vé nýfrjálshyggjunnar þ.e. atvinnufrelsið. 

Það er merkilegt að flestir þeir sem tala hvað heitast fyrir einstaklingsframtakinu hafa verið á spena hjá ríkisvaldinu alla ævi. 

Aðrir sem tala fyrir einkaframtakinu eru varðir af höftum og kvótum sem halda öllum keppinautum í burtu. 

Enn aðrir sem tala fyrir einkaframtakinu hafa komið sér vel fyrir hjá ríkisvaldinu og reka fyrirtæki í skjóli einokunar.

Á Íslandi er hvorki félagshyggja né nýfrjálshyggja. Bara spilling og skítug og morkin hugmyndafræði stjórnmálamanna.

Nýjasta dæmið um spillingu þeirra flokka sem kalla sig vinstri flokka eru leyndarlögin sem er verið að keyra í gegn um þingið og eiga að tryggja að hægt sé að halda afgjöpum stjórnmála- og embættismanna leyndum í hundrað og tíu ár.


mbl.is Gagnrýnir „íhaldsgrýlu“ vinstrimanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband