Afglöp Jóhönnu ekki skárri

Kvenfyrirlitningin er ríkjandi meðal forystu allra flokka. Hver man ekki eftir því þegar femínistinn Steingrímur  sendi karlanefnd til Bretland sem kom skælbrosandi á kajann með einhvern versta samning í mannkynsögunni sem þeir héldu að væri "góður".

Hver man ekki eftir broti Jóhönnu á jafnréttislögum og hefur einhver skoðað ferli mannaráðninga í hennar ráðherratíð, þ.e. frá 2007.

Nú hneykslast menn og konur á því að stjórnmálamanni var líkt við vændiskonu. Ég sé ekkert að því annað en það að það er gróf móðgun við hórur að líkja þeim við spillta stjórnmálamenn. Eða hefur einhver þekkt hóru sem hefur sett heilt samfélag á hausinn með afglöpum og spillingu?

Mér finnst að stjórnmálasamtök sem kenna sig við jöfnuð og femínisma ættu að líta í eigin rann og velja sér skárri leiðtoga ef þær ætla að standa undir nafni. 

Ég kippi mér ekkert upp við það þótt karlpungarnir í LÍÚ kalli Jóhönnu kerlingu. Það er ekki við öðru af þeim að búast. 


mbl.is Skortur á jafnréttishugsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur þá að samþykkja að það sé karlfyrirlitning að femínistinn Steingrímur J. hafi skipað verkefnisstjórn um kynjaða fjárlagagerð nær eingöngu konum eða hvað?

Gunnar (IP-tala skráð) 19.4.2011 kl. 15:11

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jú auðvitað átti hann að láta karlann í það líka Gunnar eða hvað?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2011 kl. 15:31

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Svei mér þá ef Steingrímur hefði ekki fengið betri samning ef hann hefði bara sent slatta af hórum til þess að semja um Icesave.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2011 kl. 15:33

4 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Ragnar Gunnlaugsson, 19.4.2011 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband