Menntakerfið á Íslandi stóð sig sérlega illa í tíð sjálfstæðisflokks.

Íslenskt menntakerfi er að standa sig illa við að skapa almenna góða fagþekkingu og menntun. Sennilega er óvíða jafn mikill ójöfnuður í menntun á Íslandi.

Mikill þorri einstaklinga er eingöngu með grunnskólapróf. Eins og súluritið sýnir þá hafa yfir 32% þjóðarinnar eingöngu grunnskólapróf árið 1999. Í Svíþjóð er þetta hlutfall á sama tíma rösklega 16%.

sulurit19_1077845.jpg Í Danmörku er þetta hlutfall um 23%.


mbl.is Þessi meirihluti er óhæfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þetta eru sláandi tölur segi ég bara...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.4.2011 kl. 16:20

2 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Ég held nú að það sé ekkert athugavert við menntakerfið okkar, það er mjög gott og kemur vel út í samanburði við önnur lönd. Það sem er áhyggjuefni, og hefur verið lengi, er brottfall nemenda úr framhaldsnámi (stráka í meirihluta) og að hvatann til framhaldsmenntunar virðist vanta.

Ef til vill vegna þess að hér á landi hefur verið landlæg minnimáttarkennd gagnvart menntuðu fólki og í almennu tali (sem má heyra t.d. á útvarpi Sögu) er oft lítið gert úr menntun og menntamönnum. Jafnvel lítið gert úr kennurum og skólum. Þegar börn alast upp við það viðhorf og heyra þá síbylju, verður ekki til staðar hvati til að mennta sig eftir að skyldunámi lýkur. Happ okkar er það að skyldunámið er frekar langt og í flestum tilvikum nokkuð góð grunnmenntun, en við erum eftirbátar flestra annarra Evrópuþjóða hvað varðar framhaldsmenntun einstaklinganna.

Annað sem valdið getur litlum áhuga á framhaldsnámi eru launin, en lengra nám hefur ekki skilað sér í betri launum hér á landi eins og víðast annars staðar.

Í efnahagsþrengingum eins og núna fer vel menntaða fólkið úr landi þar sem launakjörin fyrir menntaða einstaklinga eru betri erlendis, en fjölgun verður í hópi ófaglærðra (ómenntaðra) á atvinnuleysisskrá. Og flest þau úrræði sem atvinnulausum standa til boða hér á landi snúa að ungu fólki sem ekki hefur lokið framhaldsnámi, og er boðið að brúa bilið yfir á háskólastig með námskeiðum og áfangaprófum svo þau ljúki framhaldsskólastiginu. Sem sagt, gildi menntunar er virt í kerfinu og þar er hvatt til menntunar.

Nú er rétti tíminn til að auka virðingu menntunar í umræðunni meðal almennings. Því það verður enginn þvingaður til að mennta sig, hvatinn verður að liggja hjá einstaklingnum sjálfum.

Harpa Björnsdóttir, 19.4.2011 kl. 16:33

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er nokkuð einföldun að kenna Útvarpi Sögu um ástandið í menntamálum á Íslandi. Trúi því frekar að um sé að kenna stjórnmálamönnum og stjórnendum í kerfinu sem hafa gert þetta kerfið óaðlaðandi.

Nú ekki má líta fram hjá okurlánum LÍN. Og klíkuráðninigarnar hér eru fólki lítill hvati til þess að mennta sig. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2011 kl. 16:47

4 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Ég sé að þú hefur lesið vel það sem ég skrifaði........ Leitt að þú getir ekki tekið undir neitt af því. Grunnmenntun á Íslandi hefur verið talin mjög góð og hún er á hendi sveitarfélaganna (tilefni bloggsins er niðurskurður þar) en með niðurskurði er vegið að henni. Framhaldsmenntunin (sem við erum að ræða hér) er í flestum tilvikum á hendi ríkisins.

En einkennilegt finnst mér að þú skulir fá það út úr skrifum mínum að ég vilji kenna útvarpi Sögu um ástandið......þú hefur ekki lesið þann hluta nógu vel....... það sem ég sagði er að þar kemur fram í umræðum og innhringingum viðhorf til menntunar, sem ÉG tel að sé nokkuð almennt (og það án útvarps Sögu).

En að því sem þú segir: Ég veit ekki betur en íslenskir stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafi hvatt þjóð sín til menntunar, allt frá upphafi, og jafnvel í fornum fræðum (sem reikna má með að menntaður einstaklingur hafi skrifað) stendur "Vits er þörf þeim er víða ratar" og "Heimskur er heima hver"....Alþýðlegri fræði í formi málshátta hafa það:"Heimskt er heimaalið barn" en líka "Bókvitið verður ekki í askana látið" sem styður það sem ég segi um hið landlæga "alþýðlega" viðhorf til menntunar.....

Og hvaða stjórnendur ertu að tala um sem hafa gert menntakerfið óaðlaðandi, skólastjóra framhaldsskólanna? Einhverjir ákveðnir sem þú hefur í huga?

Námslánin geta vissulega fælt suma frá námi, en gera líka öðrum kleift sem ekki gætu annars, til dæmis vegna efnahags foreldra. Á hinum Norðurlöndunum fá háskólanemendur styrki, sem væri auðvitað æskilegt hér líka.

Röksemdin með námslánunum á sínum tíma var sú að með því að afla sér góðrar menntunar yrði efnahagurinn væntanlega betri í framtíðinni og léttara að greiða til baka af lánunum en t.d. fyrir ófaglærðan láglaunamann. Sjálf er ég mjög fegin að hafa átt þess kost að taka námslán á sínum tíma, þótt ég hafi greitt þau til baka með vöxtum og verðbótum, þau gerðu mér kleift að læra það sem ég vildi. Og ekki myndi ég kalla þau okurlán, því þau hafa löngum borið lægstu vexti sem þekkjast hér á landi, en verðtryggð eru þau eins og önnur lán. En vissulega getur sumum reynst erfitt að greiða þau til baka, en þau eru með bremsu í þeim efnum, sem er tekjutengingin.

Klíkuráðningar eru sérkapituli og þekkist varla á Norðurlöndunum og margt hægt að segja um þær.........þær fyrirfinnast alls staðar á vinnumarkaði hér.....og lög um hæfniskröfur gilda aðeins hjá opinberum aðilum (sem finna þó sumir leiðir til að fara í kringum þau).......

Það sem hefur vantað tilfinnanlega á Íslandi eru fleiri starfsmenntunarmöguleikar og að hefja iðn- eða starfsnám á yngri skólastigum. Ofuráhersla hefur verið lögð á bóklegt nám á kostnað iðn- og tæknináms og það haft í meiri metum.

Harpa Björnsdóttir, 19.4.2011 kl. 17:40

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Láttu þér ekki detta í hug að gæði grunnskólanna skipti ekki máli fyrir velgengni í menntaskólum. Stjórnmálamenn hafa vísvitandi í áratugi haldið aftur af grunnskólanum. Skólinn hefur einkennst af utanbókarlærdómi, kennslan er kennaramiðuð en ekki nemandamiðuð víða og mikið hefur vantað upp á verklegakennslu og þjálfun í rýmishugsun.

Þegar börn koma upp í menntaskóla er ástandið lítð skárra víða. Bestu skólarnir á Íslandi eru leikskólarnir sem nú er vegið hart að. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.4.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband