Þori ekki að nota A orðið

Velti fyrir mér heilsufari Uffe Elleman Jense. Þið vitið þetta sem var einu sinni íjað að að ætti við um þingmanninn sem hoppaði úr Hreyfingunni yfir í VG. Það byrjar líka á E...þið vitið elli...ær...En það er eitthvað svoleiðis að hjá karlgreyinu eða þá að hann hefur bara alltaf verið takmarkaður. 

Uffe Elleman Jensen virðist hafa hina mestu óbeit á lýðræði. Hann talar eins og margir stjórnmálamenn sem eru úr tengslum við veruleika venjulegs fólks. Hann er t.d. á þeirri skoðun að almenningur sé ekki fær um að taka ákvarðanir. það er augljóst að valdið er hjá þjóðinni og þegar að ráðamenn kunna ekki að fara með valdið sem þeim er falið er það bara sjálfsagður hlutur að þjóðin taki það til sín.

Hann talar af mikilli fyrirlitningu um íslenska stjórnskipan sem hann virðist þó lítið hafa lagt sig eftir að kynna sér. Hann horfir t.d. alveg fram hjá þeirri staðreynd að íslenska stjórnarskráin heimilar ekki að legðir séu á eftiráskattar. Þetta þýðir að Icesave samningurinn hefði aldrei orðið löglegur. 

Nú ekki skilur hann hlutverk forseta sem fest er í stjórnarskrá. Forsetanum ber að flytja málið til þjóðarinnar þegar þjóðin kallar eftir því. 

Málfutningur þeirra félaga á TV2 var lágkúrulegur og hrokafullur. 


mbl.is Undrandi á forseta Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Og ekki meira um það að segja.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 20.4.2011 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband