Hvaða fjandans brimskafl er þetta?

Þeir félagar virðast hafa fengið snert af sjóriðu þarna úti í Ameríku. Steingrímur talar eins og hann hafi nánast með handafli beygt Moodys til þess að lækka ekki matið. Staðreyndin er einfaldlega sú að Moodys hefði aldrei verið stætt á því að lækka matið vegna þess að einkaskuldir voru ekki færðar yfir í ríkissjóð. Slíkt hefði rústað endanlega trúverðugleika fyrirtækisins.

Árni Páll Árnason talar eins og að hann sé sveittur og skítugur við að spyrna við óróa og segir tíðindin vekja vonir um að „takast muni koma í veg fyrir mikinn óróa í framhaldi af þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave“.

Ég get alveg séð þessa peyja fyrir mér þarna í Ameríku með húfuna milli handanna eins og gamlir sveitamenn og biðja sér vægðar fyrir ímyndaðir vá. 

 


mbl.is Varnarsigur fyrir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli Sólbrúni Sauður hafi lært að reikna í þessari ferð.

Hann viðurkenndi allavega áður en hann fór að hann væri ekki fær um að reikna út endurútreikninga lána eftir lögum sem hann sjálfur setti.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 01:33

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þarna er jarðfræðingurinn og fyrrum íþróttaþulurinn Steingrímur að tala um hvernig brim og sjógangur hafa áhrif á berg með tímanum. Hann hefur sér til halds og trausts, kjánann og lagatækninn Árna Pál sem hefur víst mikið vit á sköflum eftir að hafa dottið í þá og um þá ótæpilega í gegnum tíðina.

Guðmundur Pétursson, 21.4.2011 kl. 02:00

3 identicon

Þetta er ekki undirlægjuhætti, sleikjuskap og stanslausu slefi Steingríms utan í hvern erlendan peningamann að þakka, skóburstun hans eða öðrum undirlægju pervertisma sem hann sýnir AGS og sérhverjum bjúrókrata ESB, heldur hetjulund, hugrekki og réttsýni forseta vors!!!

Pro-Joe (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 02:54

4 identicon

Í gegnum brimskaflana öðlast Brima-Steingrímur aftur (vonandi) trú á Íslandi.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 03:05

5 identicon

Ákvörðun Moodys er útskýrð ágætlega í tilkynningunni sem þeir sendu frá sér. Undir yfirlýsinguna skrifar starfsmaður þeirra Kathrin Muehlbronner sem samkvæmt mínum upplýsingum er þýskur hagfræðingur. Þeir sem hafa meiri áhuga á leðjuslag við Árna og Steingrím halda bara áfram að skrifa blogg og athugasemdir eins og er hér að ofan.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 21.4.2011 kl. 08:05

6 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Gleðilegt sumar Jakobína. Nú líkar mér skrifin þín.

Ragnar Gunnlaugsson, 21.4.2011 kl. 08:15

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Þú segir svo spaugilega frá,rétt eins og handrit í  grínmynd. Hafðu þökk fyrir.

Helga Kristjánsdóttir, 21.4.2011 kl. 23:16

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.4.2011 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband