2011-04-22
Já, á dauðalista
það er ævintýralegt að fylgjast með umræðunni um prófgráður Sigmundar Davíðs. Sigmundur Davíð er eftir því sem næst verður komist með eina prófgráðu, BA próf frá Háskóla Íslands. Það er svo sem ekkert við það að athuga annað en að hann hafi við einhver tækifæri titlað sig sem sérfræðing á einhverjum sviðum sem hann vart geti talist sérfræðingur vegna þess að hann hefur ekki lokið þeim verkefnum sem sýna fram á að hann hafi höndlað viðkomandi faggrein.
Ýmsir hlaupa upp til varnar Sigmundi Davíð. Birgitta Jónsdóttir sem sjálf hefur eingöngu lokið gangfræðaprófi þykir heppilegur álitsgjafi hjá DV um menntun og þekkingu annars fólks.
Ögmundur Jónasson hefur áhyggjur af þessu liði sem sprangar um á Íslandi með prófgráður en hann segir: Það er dapurlegt hve margir með ágætar prófgráður upp á vasann koma aldrei neinu á framfæri við sína samtíð - ná aldrei að nýta það sem þeir hafa lært - og kannski lærðu þeir aldrei neitt sérstaklega mikið þrátt fyrir gráðurnar.
Vissulega getur fátækt ráðið för þannig að fólk nái ekki að ljúka námi en varla getur það átt við í tilviki Sigmundar Davíðs sem efnaðist vel á sölu Kögunar sem faðir hans stýrði. Það hafa enda ekki allir námsmenn efni á því að flakka á milli erlendra háskóla án þess að ljúka prófgráðu.
Ögmundi virðist finnast óviðeigandi að Fréttatíminn fjalli um það að Sigmundur Davíð telur sig ekki þurfa að gera hreint fyrir sínum dyrum.
Engar kröfur eru gerðar til menntunar þingmanna og tel ég persónulega að heppilegt sé að gott þversnið af þjóðinni sitji þingið en ekki eingöngu fólk með æðri prófgráður. En umræðan um menntun og þekkingu er að rata á miklar villigötur á Íslandi. Vissulega er til vont fólk með prófgráður og gott fólk með engar prófgráður. Það dregur þó ekki úr gildi þess að vera með prófgráður og gerir ekki minni þýðingu þess að spyrja hvers vegna fólk lýkur ekki námi með tilheyrandi prófgráðum.
Margir þeirra sem ljúka ekki námi heykjast á lokaverkefnum sem er skapandi hluti námsins. Lokaverkefni krefjast sjálfstæðra vinnubragða, úthalds og nákvæmni.
Það er kostur að þingmenn komi úr sem flestum kimum samfélagsins og hafi mismunandi bakgrunn hvað varðar menntun og reynslu. Ég myndi þó telja að heppilegt að þingmenn hafi almenna góða þekkingu og vissulega telst það Sigmundi Davíð til tekna að hafa dvalist erlendis.
Það er þó áhyggjuefni hversu margir þingmanna virðast hafa gefist upp í námi. Í þessum hóp er að finna bæði ráðherra, forseta Alþingis og fjölmarga þingmenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.6.2011 kl. 19:14 | Facebook
Athugasemdir
Sæl og blessuð, kæra Jakobína. Það er fullkomlega eðlilegt að segjast hafa "stundað nám við" eða "verið við nám" við skóla sem maður var í raun við nám við, og taki maður ekki fram maður hafi lokið sérstakri gráðu, þarf enginn að halda svo sé. Þeir sem hafa áhuga á menntun menntunarinnar vegna, ekki vegna atvinnumöguleika eða hrokafullra gráðsöfnunnar, læra oft lítið af mörgu, ljúka svo venjulega samt einni tveimur gráðum. Sigmundur er slíkur svokallaður eilífðar stúdent, og það er bara virðingarvert, og ber vitni um fróðleiksfýsn hans og víðsýni. Oxford er besti skóli í heimi, og þykir enn betri, samkvæmt flestum sem mæla slíkt, en allir Bandarískir Ivy League skólar. Úti í hinum stóra heimi er því borinn mun meiri virðing fyrir því að hafa lokið nokkrum kúrsum frá Oxford, eins og mjög margir aðalsmenn gera, en þeir stunda einmitt, líkt og Sigmundur oft menntun af áhuga á fróðleiksþrosta, ljúka einn, tveim gráðum, en hafa svo kannski líka tekið 8 kúrsa í einhverju sem þeir hafa sérstakan áhuga á, fimm í öðru áhugamáli, þriðja í því öðru. Prince Charles er þekktasti eilífðarstúdent Bretlands, og fær hann reglulega heim sérfræðinga og kennara til að dvelja langdvölum við höllina og kenna um sín helstu áhugamál, meðal annars hefur hann fengið til sín slíkan heima háskólakennara í islömskum fræðum, sið orthodox kirkjunnar, arkítektúr og fleira. Flestir svipað þenkjandi og brennandi í áhuga sínum, þar í landi fara þó í skóla í áhugamálum sínum, sérstaklega kvöldskóla, og þykir það fullkomlega eðlilegt.
Oxford komast þó afar fáir í. Góðar einkunnir, peningar og svo framvegis, ekkert af þessu kemur þér inn í þennan besta skóla heims. Aðeins þeir sem einnig eru taldir afburðarmenn á einhverju sviði, eða sterk leiðtogaefni, fá þar inngöngu, aðrir ekki. Og því lítur allur heimurinn svo á, nema örfá fáfróð lítil krummaskurð og sveitamennirnir á þeim að það að vera "eilífðar stúdent " í Oxford um skeið, sé mikið sterkara merki um góðan karakter og sanna og raunverulega menntun, enda skipta gæði meiru en magni og þarna eru bestu kennarar heims í mörgum greinum, sérlega þeim sem Sigmundur lagði stund á, en doktorspróf frá Háskóla Íslands, eða hvaða öðrum norræna skóla sem er. Þú getur fengið vinnu hjá topp Bandarísku fyrirtæki eða Japönsku eftir slíkt "föndur" í heimsins erfiðasta og virtasta skóla, enda er það ekkert föndur að taka þar nokkra kúrsa, heldur á við að taka doktorsgráðu í hvaða Háskóla Seiðisfjarðar sem er.
Ef þú eða þínir líkar sökkvið niður á plan Gróu á Leyti sem er til í að myrða menn fyrir að vera ósammála sér í málefnum Icesave og ESB, þá missið þið mitt atkvæði og virðingu. Ég vona slíkt verði ekki raunin með konu eins og þig. Sigmundur á marga öfundarmenn, en hann er með afbragðsmannorð, og mistök flokks hans áður en hann kom til sögunnar, skrifast ekki á hans ábyrgð. Hann var of upptekinn að læra alvöru hluti, hágæða menntun, hvað sem magninu líður, og víðfema og þverfaglega eins og alvöru menntamanni sæmir, til að hafa neitt um það að segja, á meðan litlu kerfiskallarnir sem hata hann á Íslandi tóku sín hallærislegu masterspróf við einhverjar meðalmennskustofnannir sem enginn alvöru menntamaður ber mikla virðingu fyrir.
Menntahroki þeirra sem ekkert annað hafa að stæra sig af en pappíra í lífinu, hversu aumir sem þeir eru, blandinn menntaöfund út í þá sem komast inn í besta háskóla heims, en það eru álíka miklar líkur fyrir venjulegan umsækjanda að komast inn í Oxford eins og að vinna fegurðarsamkeppni eða til verðlauna á Ólympíuleikunum...veldur því að þeir hata og fyrirlíta Sigmund af öfund og smásálarmennsku. Fyrst og fremst þó út af smáborgarahætti sínum sem gerir þá pólítískar mellur, meðal Sigmundur stendur fyrir hugsjónir og heiðarleika. Ég hef aldrei kosið Framsóknarflokkinn, en mun gera það næst, út af framgöngu Sigmundar í fjölda mála.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 03:07
Birgitta Jónsdóttir hefur kannski ekki stúdentpróf, frekar en Halldór Laxness og fleiri aðrir snillingar þjóðarinnar, en hún er afburðarmanneskja. Hún er frumkvöðullinn að samstafi Wikileaks og Íslands, sem leiddi til hins byltingarkennda Immi frumvarps, sem er fyrst og fremst hennar hugmynd. Hún hefur gert fjölmargt fleira, og því er hún vinsælasti Íslendingurinn að tala viðtöl við í öll "intellectual" tímarit og vefrit hins stóra heims, og birst hafa sérstök viðtöl við hana um þau fjölmörgu byltingarkenndu, stórhuga réttlætismál sem hún hefur unnið mikilvægt leiðtogahlutverk í. Slíkur árangur tekur prófgráðum þínum óendanlega fram, og það er ástæðan fyrir því að Al Jezeera talar við Birgittu í löngu og viðtali sem og að hún lenti á forsíðu New York Times. Hún er frægasta manneskja Íslands sem Íslendingar hafa ekki enn áttað sig á er heimsfræg. Hún er líka alvöru listamaður og stórmerkileg kona á ótal vegu. Og hún er kona sem lætur hvorki last né skjall hafa áhrif á sig, heldur ráðfærir sig við sinn eigin innri mann, sitt góða hjartalag, sitt góða vit, og sitt góða innsæi. Og þú, Jakobína, verður minni maður af því að viðurkenna hana ekki fyrir það sem hún er. Henni er þó eflaust alveg sama, þetta er afskaplega góð manneskja. En það er frekar heimskulegt að reyna að afla sér óvina meðal rjóma Íslands, og Birgitta er ein af topp 15 manneskjum íslensku þjóðarinnar, þó ekki væri nema bara sakir góðs persónuleika.
E (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 03:36
Að lokum hef ég bara eitt að segja: Guð blessi Birgittu Jónsdóttur. Það er kona sem kemst hvert sem hún vill, gæti hún sín aðeins á snákum sem vilja spilla fyrir henni, og því að láta aldrei aðalóvin allra sem komast langt, hégómans, ná tökum á sér, því þá verður fallið þungt. Halltu áfram að vera þú sjálf Birgitta, og þú munt ná að uppfylla köllun þína og hlutverk í lífinu og verður minnst sem stórkostlegrar frelsishetju og mannréttindafrumkvöðuls. Láttu ekki öfundarraddir særa þig né hræða, hvaðan sem þær koma, og það sem er þó mun mikilvægara, láttu aldrei skjall og lof afvegaleiða þig eða hagræða ákvörðunum þínum á nokkurt hátt. Guð geymi þig.
E (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 03:39
Einar Ólafsson það er virðingarvert að skrifa undir nafni. Já Sigmundur Davíð og Karl bretaprins. Hvaða afburðahæfileikum er Sigmundur gæddur sem slær við bæði góðum einkunum og peningum. Ef þú hefur lesið pistilinn almennilega þá sérðu að ég tek fram að Sigmundur er ekki verri af því að hafa tekið kúrsa í Oxford. Ég þekki fleiri sem það hafa gert, ósköp venjulegt fólk. Það breytir því ekki að hann er ekki sérfræðingur í neinu fyrr en hann hefur lokið gráðu.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 04:22
Fyndin samlíking við Laxness? Lestu íslenska bókmenntasögu og hún er yfirfull af fólki sem kláraði ekkert nám. Birgitta hefur marglýst því yfir hún er fyrst og fremst skáld eins og þeir.
Birgitta fer ekki í taugarnar nema á þeim sem öfunda hana. Þeir hnýta helst í klæðaburð hennar, enda ekkert slæmt um hana að segja annað en að hún er einstaklingur. En það hefur aldrei verið glæpur að einhver fari í taugarnar á einhverjum, og enginn sem er að gera neitt með viti fer ekki í taugarnar á neinum.
Þú ert að vanvirða vitsmuni lesenda þinna með því að segja að það sé að gera lítið úr öðrum mannréttindafrömuði að einum þeim fremsta meðal þjóðar sem ekki hefur átt marga. Og það konu sem hefur sett sig í lífshættu og haft leyniþjónustur á hælunum á sér fyrir það eitt að berjast fyrir réttlátum málstað.
Þegar þú hefur gengið í gegnum það sama og hún þar, þegar FBI er að lesa þetta blogg þitt eins og CIA las Twitter hjá henni, þá máttu dæma hana. Og þykjast hafa borgað jafn háan fórnarkostnað og hún. Hún hefur líka oft sett sig í fremstu víglínu, og það í jafn hættulegum málefnum og Tíbets, sem þýðir að henni mun aldrei verða óhætt að ferðast innan Kína, sem er eitt voldugasta ríki heims.
Og hún á ekkert skilt með Jóhönnu Sigurðardóttur, sem er bara tækifærissinni og vesalingur sem kann bara að hlýða skipunum. Og sem beygir sig og buktar fyrir hvaða yfirvaldi sem er meira en hún sjálf, þar á meðal Kína og öðrum sem fremja glæpi gegn mannkyninu.
Þú linkar hér á öll þín viðtöl og ert alveg jafn góð að benda á að þú komir fram í fjölmiðlum og Birgitta. Þú átt menntun þína ekki skilið ef þú ætlar að nota hana til að nýðast á góðu fólki, sem hefur langt því frá minna til brunns að bera en þú sjálf. Þjóðin borgaði fyrir hana, þar á meðal Birgitta Jónsdóttir.
E (Einar Ólafsson) (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 04:36
Jakobína, þú verður ekki sérfræðingur með því að taka prófgráðu. Maður sem kallar sig sérfræðing fyrir það eitt að náð prófi, er svipaður þeim sem kallar sig vísindamann afþví hann lærði líffræði (og stundar nú kannski kennslu við framhaldsskóla) og telur sig þar með kollega Einstein sem sagt, og aðrir á svipuðum kaliber. kallast í daglegu tali hálfvitar og fávitar. Ef þú ert framhaldskólakennari þá ertu framhaldsskólakennari, og doktorspróf í eðlisfræði breytir því aldrei. Það er svo kaldhæðið að það eru helst þeir sem lokið hafa léttustu námi í tómum kjaftavaðli sem kalla sig þar með sérfræðinga, án þess neinar áratugarannsóknir eða viðurkenningar hafi gefið þeim leyfi til þess. Þú hittir aldrei hámenntaðan jarðfræðing sem heldur þar með að hann sé vísindamaður. Svoleiðis fífl er einfaldlega ekki til, enda þarf alla vega meðalgreind í að læra vísindi.
E (Einar Ólafsson) (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 04:41
Sigmundur hefur það sem kallast leiðtogahæfileikar. Þess vegna er hann vinsælasti formaður nokkurs stjórnmálaflokks, hann nýtur mest trausts eigin flokksmanna í sínum flokki. Þannig menn eru eftirsóttir starfskraftar hjá öllum helstu stórfyrirtækjum heims, og Sigmundur gæti gert margt annað en hann gerir, fyrir hærri laun og lifað betra lífi, en hann er þjóðhollur maður með hugsjónir, og valdi að fylgja þeim. Þú mátt dæma menntun hans þegar þú kemst sjálf inn í Oxford.
E (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 04:43
Ég er sérfræðingur í kannabis, hef ekki grunnskólapróf og kalla mig skáld! En verð ég ekki á endanum metinn af verkum mínum en prófgráðum?
Skorrdal (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 04:49
Ég ætla að biðja ykkur, sem fremjið hér nánast meinyrði gegn manninum, að grafa upp, hvar þessi lítilláti og velgefni maður á að hafa sagst vera "sérfræðingur". Sérfræðingur, expert, er alvarlegt orð, sem ekki ber að nota léttilega, og síst af öllu skreyta menn fyrir innantómar prófgráður. Sigmundur hefur aldrei sagst vera "sérfræðingur" í neinu. Sérfræðingadýrkun gæti drepið þessa þjóð. Jóhanna hlýðir AGS afþví þeir eru "sérfræðingar" og Steingrímur þorir ekki að tala hjá Evrópuþinginu af spéhræðslu við "sérfræðinga". Einmitt svona leiðtogar komu flestum þriðja heims þjóðum í gröfina, efnahagslega séð. Frjálsar þjóðir eru skipaðar fólki sem notar sitt eigið vit. Þegar það hættir því og ræður sér staðgengla til að hugsa, þá hverfur frelsi þjóðarinnar fljótlega eftir það.
E (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 04:57
Jú Skorrdal fólk er metið bæði af verkum og prófgráðum en ekki síður öðrum mannkostum s.s. hógværð.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 04:57
Einar ég fer að halda að þú hafir próf í kjaftavaðli.
Það breytir ekki þeirri staðreynd að Sigmundur Davíð efnaðist á því að faðirhans færði honum eignir sem honum var falið að selja fyrir ríkið.
Það gerir hann að afsprengi gömlu framsóknarmafíunnar. og reyndu að svara þessu frekar en að leggja mér orð í munn.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 05:07
Þeir sem dæma menn eftir uppruna sínum, frekar en eigin verðleika, hvort sem uppruni þeirra er hár eða lágr, hvort sem þeir eru af fátæku eða ríku fólki komnir, svörtu eða hvítu, hvaða trú sem þeir voru aldir upp í og svo framvegis...
eru þar með að sýna sama andlega þroskastig og nazistar.
Sigmundur Davíð ber enga ábyrgð á gjörðum flokksins síns árið sautjánhundruð-og-súrkál og vinnur hörðum höndum að því að færa flokkinn nær sínum upprunalegu markmiðum, sem voru bæði göfug og háleit. Ætterni hans gerir hann hvorki verri eða betri mann en nokkurn annan. Flokksismi er jafn fyrirlitlegur og rasismi, og hatur á efnuðu fólki er jafn fyrirlitlegt og hatur á fötluðum eða samkynhneigðum, og hatur á efnafólki hefur jafnvel verið undirrót þjóðarmorða.
Enginn skal dæmdur eftir uppruna sínum í hinum frjálsa heimi. Ekki Sigmundur Davíð heldur.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 05:15
Og taktu ekki þessi orð mín sem samþykki fyrir þínum. En ég fyrirlít það að fyrirlíta menn fyrir uppruna sinn, enda getur enginn ráðið honum, eða hverjir foreldrar hans eru, og mannúðlegur heimur byggist á því að dæma einstaklinginn einungis á einstaklingsforsendum, annars mun stéttaskipting, kynþáttahyggja og óréttlæti leggja allt sem gott er í rúst. Sigmundur ber ekki ábyrgð á föður sínum. Ekki veit ég mikið um verk þessa föðurs hans, og þér er velkomið að sanna mál þitt með fyllilegum hætti eins og háskólamenntaðri konu sæmir að kunna að sanna sitt mál. En hverjar sem niðurstöður þínar verða kemur það Sigmundi, persónu hans og verkum, ekkert við, frekar en að hægt væri að sækja þig til saka fyrir að það eitt að sauðaþjófur finndist í ættartölu þinni. Góður maður lætur alla menn njóta vafans, og dæmir engan eftir öðru en því sem hann sjálfur ber ábyrgð á, og aldrei eftir því sem hann fær engu um ráðið. Foreldrum sínum ræður enginn frekar en dauðdaga sínum.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 05:25
Sigmundur Davíð þáði gjafirnar sem að honum voru réttar. Tók þar með þátt. Það hefur ekkert með uppruna að gera en gerir hann af afsprengi þessarar spillingar. Rétt eins og Bjarna Ben og fleiri af sama meiði.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 05:25
Jafnvel þó satt væri sem þú segir, sem ég veit ekkert um, þá er ekki glæpur að kaupa eitthvað sem er til sölu, þó pabbi þinn selji þér það. En ef þú treystir þér ekki til að greina nánar og ýtarlegar, og með sönnunargögnum, frá því sem þú ert að tala um, þá skoðast það sem dylgjur einar og meinyrði. Ég endurtek þó, það er ekki glæpur að kaupa neitt frá ríkinu sem ríkið selur. Og þó satt væri sem þú segir, sem ég ekki veit, þá réttlætir það ekki skæting ykkar sem ómerkilegri menntun hafið en svo að hafa verið í Oxford út í þennan mann. Og sannaðu hvar hann kallaði sig "sérfræðing". Ef þú getur það ekki skalltu játa að þú ferð með rógburð og meinyrði.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 05:41
Sæl Jakobína það er alveg makalaust að lesa bullið í þér. Þú segist vera að vinna doktorsritgerð við Háskóla Íslands en skrifar ítrekað bull og hreinar lygar á opinberum vettvangi, skrif sem oftar en ekki eru klár meiðyrði. Ég hef áður leiðrétt þig skriflega varðandi þær lygar og vitleysu sem þú ferð ítrekað með varðandi fyrirtækið Kögun hf. Svo virðist sem minni þitt sé mjög gloppótt eða sem verra er að þú kjósir að halla réttu máli í skrifum þínum. Höfum staðreyndir á hreinu frú doktorsnemi, Kögun var aldrei í eigu ríkissjóðs. Ríkissjóður var aldrei hluthafi í Kögun og ekkert ríkisfyrirtæki var nokkru sinni hluthafi í Kögun. Allt þetta bull í þér og fleiri illa innrættum bloggurum um "einkavæðingu Kögunar" er eitt endemis rugl. Með hag þeirra sem útskrifast frá Háskóla Íslands í huga þá ætla ég að vona að það fólk sem útskrifast úr þeim skóla með doktorsnafnbót í framtíðinni beri meiri virðingu fyrir sannleikanum en lesa má úr skrifum og fullyrðingum þínum.
Gunnlaugur M Sigmundsson fyrrv framkv stj Kögunar hf
Gunnlaugur M Sigmundsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 13:16
Ja mikill er andskotinn vaknaði vaknaði Gunnlaugur upp við vondan draum.
Vilhjálmur Stefánsson, 23.4.2011 kl. 14:44
Gunnlaugur Sigmundsson. Þér var sem þingmanni falið að selja Kögun fyrir varnarliðið. Ég þekki þessa sölu vel. Þú seldir Kögun til ættingja vegna þess að þú máttir ekki kaupa sjálfur. Slíkt er kallað sniðganga. Ef það er löglegt þá er ekkert að því að talað sé um það og þú ættir ekkert að vera að æsa þig út af því.
Nú ef það er ólöglegt þá ættir þú ekki að vera að æsa þig heldur.
Ég segi hvergi einkavæðingu kögunnar en ríkið sá um að selja Kögun fyrir varnaliðið og þér var falið að sjá um það á vegum ríkissins.
Hins vegar getur þú kannski uppfrætt mig um það hvort að söluandvirðið hafi síðan runnið til ríkisins, Þ.e. að ríkið átti í raun að vera að taka við þessum eignum sem lentu óvart annars staðar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 15:15
Já og Gunnlaugur textinn sem þú sakar mig um að hafa skrifað um einkavæðingu Kögunnar skrifað ég alls ekki heldur fann ég þennan texta inn á kerfinu hjá Agli Helgasyni og linkaði á hann inn á bloggið mitt með skýrri tilvísun í það hvert hann var sóttur. Það er alveg óþarfi að vera að hóta mér. Farðu bara og lúrðu á peningunum þínum og vertu ekki að áreita heiðarlegt fólk sem leyfir sér að tjá sig um opinberar persónur.
Ef ég verð einhverntíma þingmaður eða opinber persóna þá er þér velkomið að hafa skoðun á mannkostum mínum.
Annar er Sigmundur ágætur og mér finnst sorglegt að hann skuli vera afsprengi þessara sóðastjórnmála því drengurinn er fylginn sér, skarpur en ekki þori ég að treysta fólki sem er afsprengi framsóknarmafíunnar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 15:22
Mér þykir Gunnlaugur hugaður að brjótast hér fram á ritvöllinn, til að verja kaup hans og fjölskyldu á Kögun hf.
Þetta stendur í Wikipedia:
Kögun hf er ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtæki sem var stofnað í Reykjavík þann 29. desember 1988. Fyrirtækið var stofnað fyrir tilstilli utanríkisráðuneytisins til að taka þátt í smíði íslenska loftvarnarkerfisins, öðru nafni IADS-ratsjárkerfið, sem var byggt upp á vegum NATO. IADS stendur fyrir Iceland Air Defense System. Kerfið var komið í gagnið 1994, og eftir það sáu Íslendingar alfarið um rekstur þess undir stjórn Ratsjárstofnunar, en Kögun hf var undirverktaki stofnunarinnar og sá um viðhald og þróun hugbúnaðar IADS.
Forstjóri fyrirtækisins lengst af var Gunnlaugur Sigmundsson en í dag er Bjarni Birgisson forstjóri. Gunnlaugur er faðir Sigmundar Davíðs alþingismanns.
[breyta] Upphaf félagsins
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins, Þróunarfélag Íslands hf og Félag íslenskra iðnrekenda, forveri Samtaka iðnaðarins, komu að stofnun Kögunar í samráði við ýmis hugbúnaðarfyrirtæki. Utanríkisráðherra á þessum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson. Við stofnun átti Þróunarfélag Íslands hf 70% hlutafjár, en 37 hugbúnaðarfyrirtæki innan FÍI áttu 0,7% hlut hvert. Þá átti FÍI sjálft lítinn hlut í fyrirtækinu. Hlutafé við stofnun var 20 milljónir króna. Í fyrstu stjórn félagsins sátu þeir Geir Gunnlaugsson, Gunnlaugur Sigmundsson, Þorgeir Pálsson, Sigurður Hjaltason og Örn Karlsson. Fyrsti stjórnarformaður var Gunnlaugur Sigmundsson. Hann varð síðar forstjóri fyrirtæksins.
Mér finnst að Sigmundur ætti að útskýra fyrir okkur hvernig þessi sala fór fram og hvaða fjölskyldumeðlimir hans komu að málunum og hvernig eignaskiptingin var.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 16:47
Þarna í síðustu setningunni í kommenti mínu átti að sjálfsögðu að standa Gunnlaugur en ekki Sigmundur En það væri kannski allt í lagi að sonurinn tæki líka þátt í að útskýra þessi mál.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 16:51
Sigmundur má alla vega skýra út fyrir okkur hvort hann hafi verið einn kaupendanna.
Þetta fyrirtæki hafið einokun á þjónustu við Varnarliðið og malaði sem slíkt gull.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 16:56
Jakbobína ætti að vita það eftir að hafa stundað háskólanám, en allir virtir háskólar, sem og kennarar, banna að nota wikipediu sem heimild, að það er ekki alvöru alfræðiorðabók, henni getur hver sem er breytt eftir behag, og er hún full af rangfærslum, dylgjum og lygum, og því aldrei tekin alvarlega sem heimild, nema af dómgreindarlausum skrýl sem skilur ekki muninn á alvöru heimildum og slúðri. Þetta er því álíka mikil "sönnun" og að vitna í "Séð og heyrt". Ég gæti skráð mig á wikipedia nú þegar, eða þú, og breytt þessu, og væri það ekkert mál. Það er ekkert alvöru editor kerfi, og enginn alvöru filter á lygar. Í mínu háskólanámi vorum við vöruð við því að hver sá sem notaði wikipediu sem heimild væri þar með fallinn, því það geri einfaldlega ekki grandvarir menn sem beri virðingu fyrir sannleikanum, og maður sem notar wikipediu sem heimild geti aldrei orðið alvöru fræðimaður.
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 17:25
Einar Ólafsson þú þarft að læra að gera greinamun á bloggi og háskóla. Þetta blogg er ekki frá tekið fyrir fræðigreinar en allt sem er ekki fræði er ekki endilega lygi.
Í fræðimennsku hef ég meiri áhuga á að skilja mótun félagslegs umhverfis en að færa sönnur á hluti. Ég get þó sagt þér að kannanir benda til þess að aðeins um 15% þjóðarinnar treysta þinginu. Þetta má rekja til viðvarandi spillingarsjórnmála þar sem þingmenn hafa mokað undir sjálfan sig undanfarin tuttugu ár.
Það er skelfilegt hvernig þetta er búið að fara með samfélagið og vil ég gjarnan sjá fjölskyldur sem hafa að þessu staðið hverfa úr stjórnmálum. Þar get ég t.d. nefnt Bjarna Ben en líka stjórnmálamenn á vinstri væng og í framsókn.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2011 kl. 17:42
Ekki batnar í þér bullið og vitleysan Jakobína Ingunn Ólafsdóttir doktorsnemi við Háskóla Íslands í mörg undangengin ár. Nú segir þú að ríkinu hafi verið falið að selja Kögun hf fyrir varnarliðið !!! Er þér ekki sjálfrátt kona, hverskonar ruglukollur ertu eiginlega ? Svo bætir þú við að undirritaður hafi átt að annast söluna fyrir ríkið og spyrð hvort söluandvirðið hafi runnið til ríkisins ? Þú ert nú bara eitthvað utan við þig kona. Ég er búinn að reyna að segja þér oftar enn einu sinni að ríkið átti aldrei Kögun hf ekki eitt einasta hlutabréf, félagið var og er einkahlutafélag og varnarliðið átti heldur ekki Kögun hf . Þegar þú áttar þig á að þú ert búin að fara með tóma steypu aftur og aftur til að reyna að koma höggi á óviðkomandi fólk í þinni aumu pólitísku veröld þar sem allt virðist ganga út á að bulla eitthvað þá grípur þú til þess auma ráðs að skýla þér bak við Egil Helgason. Þó Egill Helgason hafi einhverju sinni skrifað vitleysu um Kögun hf losar slíkt þig ekki undan þeirri skömm sem því fylgir að ljúga upp á annað fólk. Reyndu nú að skilja þetta kona, Kögun var aldrei í eigu ríkisins, ekki eitt einasta hlutabréf var í eigu ríkisins. Kögun hf var alla tíð frá upphafi einkafyrirtæki, venjulegt hlutafélag sem keppti um að annast hugbúnaðarviðhald fyrir IADS og varð hlutskarpara í því útboði. Í framhaldi af tilboðunum sem bárust gerði Jón Baldvin Hannibalsson samning við Kögun hf um að annast verkið. Reyndu líka að muna það sem ég hef reynt að segja þér áður að hlutabréfin sem keypt voru inn í félagið fóru síðan til starfsfólks að mér undanskildum. Að lokum Jakobína, er til of mikils mælst að þú farir nú áð gera sjálfri þér þann greiða að hætta að bulla.
Gunnl.M.Sigmundsson
Gunnlaugur M. Sigmundsson (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 01:02
Varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins, Þróunarfélag Íslands hf og Félag íslenskra iðnrekenda, forveri Samtaka iðnaðarins, komu að stofnun Kögunar í samráði við ýmis hugbúnaðarfyrirtæki. Utanríkisráðherra á þessum tíma var Jón Baldvin Hannibalsson. Við stofnun átti Þróunarfélag Íslands hf 70% hlutafjár.
Á þessum tíma varst þú stjórnmálamaður og nýttir þér stöðu þína og trúnaðarstörf til þess að komast yfir þetta fyrirtæki.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.4.2011 kl. 01:50
Þarna hefur verið komið við viðkvæma taug. Stóryrðin sýna það.
Öll aðkoma Gunnlaugs að þessu fyrirtæki og skyldum fyrirtækjum var fyrir tilstuðlan Framsóknarflokksins, svona sem hluti að helmingaskiptareglunni alræmdu.
Auðvitað er þetta ekkert annað en stórkostleg pólitísk spilling.
Furða mig á því að þetta mál hafi ekki sett í ransóknarnefnd.
Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 11:46
Gunnlaugur M Sigmundsson, gerðu þjóðinni greiða og haltu áfram að tjá þig um þetta mál. Skildi sonur þinn vita af þessu??
og Jakobína... gerðu líka þjóðinni greiða og haltu áfram að tjá þig.
Bjarni Daníel Daníelsson, 24.4.2011 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.