Ofurvald viðskiptamafíunnar

Það hefur verið ævintýri líkast að horfa á slagsmálin um auðlindirnar.

Kvótakerfið er afsprengi stjórnmálaspillingar sem á sér varla sinn líka nema í löndum sem við viljum ekki bera okkur saman við. Undarfarna áratugi hafa LÍÚ ekki eingöngu átt stjórnmálin. Þeir hafa einnig verið stjórnmálin.

Styrkur launþega er lítill. Vinnuveitendur hafa smeygt sér inn í stofnanir launþega þar sem þeir ráðskast með velferð þeirra og fjármuni.

Lífeyrissjóðirnir eru gott dæmi um þetta. Oft veit ég ekki hvort Gylfi Arnbjörnsson er að koma eða fara. 

Hótanir og ofríki SA hefur ekki farið framhjá mörgum undanfarnar vikur.

Auðvitað hefur maður spurt sig hvar er ríkissáttasemjari? Hvar er verkfallsrétturinn? 

Er enginn að berjast fyrir réttindum launþega? Hví er vinnuveitendum ekki hent út úr lífeyrissjóðunum?

Hví er spilltum stjórnendum ekki vísað þar á dyr?


mbl.is Vísi deilu til sáttasemjara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Orð Guðmundar Gunnarssonar, að henda LÍÚ, út, er vonandi það sem koma skal!

Aðalsteinn Agnarsson, 26.4.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband