Hvar eru samtök barnafjölskyldna?

Vissulega eru öryrkjar líka í barnafjölskyldum en hvað með annað fólk.

Athyglinni er gjarnan beint að öryrkjum og öldruðum þegar talið berst að fátækt.

Ég hef þó mestar áhyggjur af venjulegum fjölskyldum hvort sem um er að ræða öryrkja eða ekki. 

Finnst eiginlega að fólk eigi ekki að þurfa að vera öryrkjar til þess að njóta mannréttinda. 

Hvað þýðir bensínkostnaðurinn og matvælaverð fyrir fjölskyldur með nokkur börn? Sem þurfa að keyra börn í leikskóla? Sem þurfa að fæða marga munna? Sem þurfa að borga leikskólagjöld?


mbl.is Hvorki efni á mat né bensíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kjör öryrkja og aldraðra er vissulega kröpp, en það á einnig við um það fólk sem verður að draga fram lífið á þeim smánr töxtum sem kjarasamningar eru.

Verst koma þó þessar hækkanir við landsbyggðarfólk, sem getur sig ekki hreift án bílsins. Það þarf bíl til að sækja vinnu, bíl til að ná sér í nauðsynleg aðföng og bíl til að sækja læknishjálp.

Gunnar Heiðarsson, 26.4.2011 kl. 18:29

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já það má t.d. spyrja hvað það þýðir að samfara því að þjónustan er minnkuð í nærumhverfi hækkar bensínið. Það er líka stórt vandamál fyrir marga hvað almenningssamgöngur eru lélegar.

það er ekkert samræmi og engin framtíðarsýn í aðgerðum íslenskra stjórnvalda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.4.2011 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband