Það þarf að jafna skiptingu kökunannar

Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær launahækkanir sem rætt er um að samið verði um milli SA og ASÍ séu heldur miklar. Þær geti orðið til þess að fyrirtæki þurfi að segja upp fólki og hækka vöruverð. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Er ekki líklegra að hæstu launin séu of há? 

Er ekki hægt að auka eftirspurn með því að hækka lægstu laun?

Myndi ætla að það stuðlaði að því að halda niðri vöruverði. Þannig virkar alla vega sú hagfræði sem ég hef lært. 

sld1203 

Þurfum við ekki að fara að spyrja hvort sú launamismunun sem er ríkjandi á vinnumarkaði sé að fara með hagkerfið?


mbl.is Bjóða 1% til viðbótar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áttu við að það þurfi að skipta kökunni jafnt? Skipta henni á réttlátan hátt?Baka stærri köku?

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 22:11

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Vildi ekki hafa titilinn lengri. Venjulega reyna þeir sem hafa gott að hafa það betra með því að stækka kökuna á kostnað láglaunafólks.

Iðnaðarráðuneytið auglýsti landið sem láglaunasvæði sem seldi ódýra orku.

Þetta er ógeðfelld samsuða og ber þef að mansalshneigð stjórnvalda.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.5.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Er ekki hægt að auka eftirspurn með því að hækka lægstu laun?
Myndi ætla að það stuðlaði að því að halda niðri vöruverði. Þannig virkar alla vega sú hagfræði sem ég hef lært.

Sú hagfræði er því miður röng.  Þetta er sama hagfræði og boðar ríkiseinokun á peningaútgáfu, sem hefur leitt til mikillar fjöldaframleiðslu á peningum okkar og þar með rýrunar á kaupmætti peninga (verðbólga).

Geir Ágústsson, 5.5.2011 kl. 10:45

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Meiri jöfnuður skapar meiri eftirspurn. Þegar mismununin er orðin mjög mikil lamast hluti af hringrás fjármagnsins. Þetta hefur gerst hér á landi þar sem um 90% fármagns liggur inni í bönkunum.

Mismununin hér á landi er með því mesta sem þekkist í vestrænu samfélgi. Við getum með fullri reisn borið nafnbótina Simbabve Norðursins.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.5.2011 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband